Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
Ég er hrædd við köngulær og slöngur en ekki
þessi venjulegu húsdýr. Ef könguló er inni hjá
mér verð ég mjög hrædd – ég skal við-
urkenna það.
Kristín Halldórsdóttir 29 ára.
Nei, nei, nei. Ég elska öll dýr. Mér finnst
reyndar könguló ógeðsleg en eru þær ekki
pöddur? Það held ég.
Sabina Stepanova 16 ára
Ég er hrædd við grimma hunda. Sérstaklega
þessa litlu, þeir eru miklu verri. Þeir gelta og
urra svo mikið.
Svanfríður Kristjánsdóttir 75 ára
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Mér er rosalega illa við mýs. Þær eru pirr-
andi, hlaupandi út um allt með sín litlu skref.
Herjólfur Hrafn Stefánsson 13 ára.
Morgunblaðið/Kristinn
SPURNING DAGSINS ERT ÞÚ HRÆDD/UR VIÐ EITTHVERT DÝR?
Sigurþór Jakobsson hefur
málað portrettmynd af Sig-
mundi Davíð Gunn-
laugssyni forsætisráðherra
sem hægt verður að berja
augum á vinnustofu myndlist-
armannsins um helgina. 54
Í BLAÐINU
BORGARSTJÓRAR Í REYKJAVÍK
1908 - 2014
Er ekki alltof seint að halda útgáfu-
tónleika sex mánuðum eftir útgáfu?
Nauts, Baggalútur má allt. Þeir eru svo kúl að þeir
þurfa ekki að fylgja norminu.
Þarf mamma að djamma?
Að sjálfsögðu. Allar mömmur þurfa að djamma við og
við.
Hvort byrjaðir þú að tala eða syngja?
Móðir mín vill meina það að ég hafi byrjað að syngja fyrst.
Hvað var fyrsta lagið sem þú söngst?
Bíum bíum bambaló
Manstu eftir fyrsta skipti sem þú komst fram?
Ég man ekki eftir fyrsta skiptinu sem ég kom fram en ég man
eftir fyrsta gigginu sem ég fékk greitt fyrir. Þá var ég 8 ára og
söng á jólaballi. Fyrir peninginn keypti ég mér rosa smart jarð-
arberja ljósaseríu til að skreyta herbergið mitt með.
Hver er frægasta persóna sem þú ert með númer
hjá?
Alexander Rybak.
Hvar er best að vera?
Heima hjá mér.
Reiðtúr, að standa upp á sviði eða að taka upp plötu?
Að standa á sviði er það skemtilegasta sem ég geri og það kemst ekk-
ert nálægt því.
Hvað finnst þér um sigurvegara í Eurovision þetta
árið, Conchitu Wurst?
Conchita er algjört æði! Hún söng og túlkaði lagið alveg upp á 10. Svo
finst mér Bond-stíllinn yfir laginu mjög töff.
Morgunblaðið/Þórður
JÓHANNA GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Byrjaði
að gala svo
að tala
Forsíðumyndina tók
Kristinn
Nú er tíminn til að fara að huga að
fallegum húsgögnum í garðinn, á
sólpallinn eða svalirnar. Það er
fátt betra en útivera í íslensku
sumri og ekki skemmir fyrir að
njóta sólarinnar í fallegum og
þægilegum sólstól. Hönnun 26
Rússneska tískudrottn-
ingin Ulyana Ser-
geenko hannar hátísku-
fatnað fyrir samnefnt
tískuhús. Ulyana heldur
í fornar rússneskar
hefðir við hönnun sína
og ræddi um ferlið og
sköpun við Sunnu-
dagsblað Morgun-
blaðsins. Tíska 42
Algengt er að fólk sé með
lægri líftryggingu en
mælt er með. Upphæð líf-
tryggingar fer eftir ýmsu, til
dæmis því hversu mörg
börn eru á heimilinu og
hverjar tekjur heimilisins
eru. Fjármál 44
Baggalútur heldur útgáfutónleika í Gamla bíói á laugardag fyrir plötuna Mamma
þarf að djamma sem kom út fyrir hartnær sex mánuðum. Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir söngstjarna mun stíga á svið með hljómsveitinni en hún syngur titil-
lagið og meðlimir Baggalúts segja hana vera söngfuglinn með spandexröddina.