Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 20
Þ au blasa við þegar litið er í norður og vestur þar sem draumahæðirnar synda í himninum innan um perlu- hvít og grá skýin. Þau fanga fyrstu geisla morgunsólarinnar og halda á síðustu litum sólsetursins. Þau eru tvö fjöll, sem lyfta tindum sínum yf- ir fegurstu borg í Kanada og eru þekkt í öllu Breska heimsveldinu sem Ljónin í Vancouver.“ Þannig hefst endursögn kana- dísku skáldkonunnar E. Pauline Johnson á frumbyggjaþjóðsögunni af Ljónunum, tveimur oddmjóum fjallatindum, sem eru eitt helsta einkenni Vancouver í Bresku Kól- umbíu í Kanada. Í sögunni voru tindarnir upphaflega tvær systur sem komu á friði og bræðralagi milli ættbálka og að launum lyfti andinn mikli þeim á stall þar sem þær standa um aldur og ævi vörð um friðinn á Kyrrahafsströnd og kyrrðina í Capilano-gili. Margt í Vancouver vísar til Ljón- anna. Þannig heitir ruðningsfélag borgarinnar BC Lions, gömul og virðuleg hengibrú, sem tengir sam- an borgarhluta, nefnist Lions Gate- brúin og kvikmyndafélagið Lions- gate, sem hefur framleitt fjölda Hollywood-mynda, er einnig nefnt í höfuðið á Ljónunum enda stofnað í Vancouver. Ég átti þess kost að skreppa þangað nú í maí í tengslum við að Icelandair hóf beint flug héðan til borgarinnar. Það er óhætt að segja að Vancouver bjóði af sér góðan þokka við fyrstu kynni. Borgin er frekar ung; þéttbýli fór ekki að myndast þarna fyrr en á ofanverðri 19. öld, hún er nútímaleg með há- hýsum, breiðum götum og aðgengi- legu skipulagi og þar er nánast ómögulegt að villast því fjöllin í norðri blasa við milli skýjakljúf- anna. Nóg er af veitingastöðum af öllu tagi og maturinn þar er ekki dýr, í miðborginni eru versl- unargötur og verslunarmiðstöðvar og í einni þeirra, Pacific Centre, er að finna H&M-verslun – góðar fréttir fyrir Íslendinga. Loftið er tært og vatnið gott. Í göngufæri frá miðborginni er stórt útivistarsvæði, Stanley Park, þar sem hægt er að ganga eða hjóla meðfram ströndinni og virða fyrir sér borgina, höfnina og flutningaskipin sem bíða í hóp- um eftir að affermingu en Vancou- ver er stærsta hafnarborg Kanada. Það þykir gott að búa í Vancou- ver og heimamenn segja manni stoltir að sjónvarpskonan Oprah Winfrey og Hollywood-stjarnan Goldie Hawn hafi báðar keypt sér hús í borginni. Það má líka skil- greina Vancouver sem vest- uríslenskt svæði, en þar er eitt öfl- ugasta Íslendingafélagið í Vesturheimi. Ég hafði heyrt að það rigndi mikið í Vancouver, líkt og í banda- rísku borginni Seattle, sem er ekki langt handan landamæranna. Það styður þetta að skógarnir í hæð- unum fyrir ofan borgina eru skil- greindir sem regnskógar. Heima- menn fullyrða hins vegar að þar sé alltaf sól á sumrin og dagana þrjá, sem ég dvaldi í borginni var logn og glaðasólskin, borgin og umhverfi hennar var komið í sumarskrúða og borgarbúar fjölmenntu á þrjár bað- strendur sem eru nánast í miðborg- inni. Borgaryfirvöld leggja nú mikla áherslu á sjálfbærni og vistvænan lífsstíl. Þannig var ný ráðstefnu- miðstöð við höfnina byggð eftir grænum stöðlum og víða er verið að leggja grænar hjólaakreinar. Það er auðvelt að hjóla um borgina og ódýrt að leigja hjól. En sjón er sögu ríkari. Fyrir þá sem hafa hug á að heimsækja Van- couver á næstunni eru hér nokkrar vefslóðir: tourismvancouver.com granvilleisland.com ediblecanada.com flyovercanada.com vanartgallery.com capbridge.com forbiddenvancouver.com BORGARFERÐ TIL VANCOUVER Þessar styttur vekja jafnan athygli í Vancouver. Þær eru eftir kínverska lista- manninn Yue Minjun og eru sjálfsmyndir hans, brosandi út að eyrum. Mörgum þykir miðborg Vancou- ver minna á Manhattan í New York með háhýsum sínum. Hæsta hús borgarinnar, Shangri- la byggingin sem er 201 metra há, sést hægra megin á myndinni. Í borg ljónanna Sjóflugvél lendir í Vancouver-höfn. Í baksýn fyrir miðri mynd blasa við Ljónin, snæviþöktu fjallstindarnir tveir sem eru eitt helsta tákn borgarinnar. Þrjár baðstrendur eru í Vancouver og hér er ein þeirra. Undan ströndinni bíða flutningaskipin átekta eftir að komast inn í höfnina til affermingar. * Þau eru tvöfjöll, sem lyftatindum sínum yfir fegurstu borg í Kanada 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Ferðalög og flakk BEINT FLUG ER HAFIÐ MILLI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR OG VANCOUVER Á VESTUR- STRÖND KANADA. Í VANCOUVER OG NÁGRENNI ER MARGT AÐ SKOÐA OG NJÓTA. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.