Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 53
MB: Það er erfitt að hugsa ekki þannig um Hemingway. JL: Það er erfitt að hugsa sér að gagntekn- ing þína á Hemingway sé ekki byggð á glímu við karlmennskuna. Vandamálasamband við föðurímynd. Hvernig tengist það stöðu þinni sem myndhöggvari? MB: Í myndinni fór ég að takast á við hluti, sem ég taldi að áður hefði ríkt um bannhelgi – til dæmis að steypa bronsstyttu í mót, ég steypti mér út í þá með höfuðið á undan með þessum verkum. Hvað snertir þróun mína sem listamaður eru þetta þrep í stiga, snýst um að ná sáttum við það hvernig við sem listamenn höldum áfram því, sem gert hefur verið á und- an okkur. Mér leið ekki vel að tala um þetta þegar ég var yngri listamaður, en mér finnst að nú geti ég talað um hefð, um þennan hinn texta, sem er bæði fyrir utan mig og inni í mér. JL: Hinn texta sögunnar um það, sem kom á undan þér. MB: Já, einmitt, það er svo mikið af því í skáldsögunni. JL: Þetta er samstarfsverkefni og samstarfs- maður þinn er tónskáldið Jonathan Bepler. Þið vinnið á mjög ólíkan hátt með tónlist. Hún er raunverulega samofin verkinu. Mikið af tónlistinni er flutt lifandi í myndinni, þú sérð alls konar tónlistarmenn spila í henni. MB: Verkið er skrifað með sama hætti og tónlistin er samin. JL: Hvað réð valinu á yfirbragði tónlistar- innar? MB: Við höfum stað, til dæmis Detroit, og þeim stað fylgir ákveðin tónlist, til dæmis Be- lita Woods, sem var með P-Funk All Stars og hún hefur ótrúlega rödd, ótrúlega nærveru. Jonathan fer á staðinn og áttar sig á því hvað er fyrir hendi tónlistarlega, líkt og ég geri sjónrænt. Við eigum mikið sameiginlegt í því hvernig við vinnum úr stöðum. JL: Það hljóta mörg hundruð tónlistarmenn að koma fram í myndinni. Hvernig fer hlut- verkaskipan hljóðfæranna fram? MB: Það veltur á ýmsu. Jonathan velur úr straumum og stefnum og vinnur á marga ólíka vegu. Sumt er skrifað, ákveðið fyrirfram og hann hefur skýra hugmynd um hvernig hann vilji hafa það, til dæmis atriðið í Detroit, þar sem stálhljóðfærin eru smíðuð á færibandinu, var í mjög föstum skorðum höfundarins. En mikið af house-tónlistinni var í flutningi spuna- manna, fólks, sem Jonathan þekkti og treysti. Þar var lítið skrifað. Munurinn á hinum ólíku vinnuaðferðum segir margt um Jonathan. Einnig sambandið við rýmið, hvar hann kemur tónlistarmanni fyrir við ákveðnar aðstæður, er honum mjög mikilvægt. Þannig að hann þarf að átta sig á rýminu áður en hann byrjar að skrifa tónlistina. Rýmið skiptir ávallt máli. Þannig að samband hans við rýmið er mjög óvenjulegt og það er nokkuð, sem fær mig alltaf til að bregðast við líkt og við höggmynd. JL: Í myndinni syngja persónurnar iðulega ýmist eða tala. MB: Jonathan myndi tala um að finna sáð- korn tónlistarinnar við allar kringumstæður. Við leitum oft í form frásagnarkafla í óperum. Þannig er hægt að koma miklum upplýsingum á framfæri til þess að geta lagt meira upp úr tónlistinni í aríunni. Það skapar tækifæri til að láta Elaine Stritch lesa umtalsverðan hluta textans úr bókinni og koma síðan tónlistinni inn í myndina. JL: Umfangsmikil hlutverkaskipanin í Detroit stappar nærri því að vera fullveðja óp- eruform. Þetta er stórbrotin, stórfenglegur viðburður í mjög áhrifamikilli umgjörð. MB: Já, Mcloud Steel, yfirgefin verksmiðja, þar sem áður voru framleiddar yfirbyggingar á bíla fyrir stóru framleiðendurna þrjá en nú er hætt starfsemi. Það var átta klukkustunda flutningur. JL: Á köflum verður myndin að allsherj- aróperu, í þessum löngu, hápunktsatriðum. MB: Ég veit ekki hvort verkið er ópera eða ekki. Ég er ekki viss um að ég geti kallað það því nafni. JL: Það hefur aldrei verið auðvelt að nefna verk, en ég mundi með ánægju lýsa þessu verki sem kvikmyndaóperu. Hugsuðuð þið út í það í verkinu hvaða tilfinningalegu áhrif það kynni að hafa á áhorfandann? MB: Já, kannski vegna þess að það var samstarfsverkefni og við vorum stöðugt að ræða hvernig það gæti kallast á við óperu- formið. Og nokkur atriði voru flutt fyrir fram- an áhorfendur á staðnum, sem ég hafði í raun aldrei gert áður og ég held að sé ekki hægt að gera án þess að spyrja slíkra spurninga. JL: Hverju hefur öll sú reynsla af að hafa skapað þetta verk á næstum heilum áratug skilað þér? Þú talaðir um breytt samband við samferðamenn þína. MB: Að hluta til get ég rakið það til þessa verks, en það varðar einnig hvernig smíði ímynda, söfnun og flutningur hefur breyst með netinu á undanförnum áratug. Ég finn í raun til meiri fullvissu í starfi mínu sem mynd- höggvari en nokkru sinni áður. Það kemur ekkert í staðinn fyrir reynsluna af að standa fyrir framan hlut, það er ekki hægt að ná því á mynd. Ég átta mig betur á hlutverki mínu sem smiður hluta. JL: Ferlið var nauðsynlegt höggmyndunum, en þær geta staðið utan myndarinnar. Það fannst mér þegar ég sá myndirnar á sýning- unni í München. MB: Ég held að óhætt sé að segja það. Áð- ur fyrr var ætlunin að búa til form þar sem væri engin stigskipun. Munurinn var ekki skýr á milli viðfangsins og kvikmyndarinnar. Mér hefur orðið meira hugsað til forms hins öfuga píramída, að sía það sem gerist frá frásögninni niður í viðfangið núna. Ég held að í þessu til- felli hafi gefist tækifæri þar sem viðfangið get- ur átt sér sjálfstætt líf af öðrum toga. JL: Ekkja Mailers segir í líkvökunni að um tíma hafi enginn skilið Ancient Evenings, en skilningur hafi vaxið á verkinu í tímans rás. Hver er þín tilfinning um að fólk muni þurfa tíma til að átta sig á þínu verki? Ert þú ánægður með að merking verka þína síist smám saman út? MB: Það er ég vissulega. Með ákveðnum hætti krefst hið umfangsmeira form meiri tíma. Það stangast vissulega á við vænting- arnar til kvikmyndarinnar eða leikhússins, það er form, sem blóðmjólka sig sjálf í augnablik- inu. Það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi beina þessu verki alfarið frá því tungumáli kvikmyndarinnar, sem ég notaði í Cremaster-hringnum. Þetta verk á meira skylt við sviðslistirnar. JL: Þess vegna er tilfinningabogi verksins öðru vísi. Þú skilur við áhorfandann eftir að hafa leitt hann í gegnum tregaljóðræna hring- rás dauða, endurfæðingar, endurholdgunar. Þýðing: Karl Blöndal Ljósmynd/Hugo Glendinning 25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 RIVER OF FUNDAMENT, nýjasta verk hins kunna bandaríska myndlistar- manns Matthew Barney, verður sýnt einu sinni á Listahátíð í Reykjavík, í Laugarásbíói á þriðjudaginn kemur kl. 17. Verkið vann Barney í samstarfi við tónskáldið Jonathan Bepler. River of Fundament er sex klukkustunda löng kvikmynd, og er í grunninn róttæk endursköpun á skáldverki eftir Norm- an Mailer um egypska guði. Á meðal leikenda eru Ellen Burstyn, Maggie Gyllenhaal og Paul Giamatti, auk Bar- ney. Verkið var sjö ár í vinnslu og er að hluta til byggt á lifandi gjörningum. Það hefur verið sýnt á listahátíðum við einróma lof. Matthew Barney er einn áhrifamesti myndlistarmaður sinnar kynslóðar. Hann hefur unnið jöfnum höndum með skúlptúra, teikningar og ljós- myndir en þekktustu verk hans eru Cremaster-kvikmyndirnar fimm. Jonathan Lingwood, sem ræðir hér við Barney, er stjórnandi Artangel- stofnunarinnar sem m.a. setti á stofn Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi. RIVER OF FUNDAMENT Matthew Barney James Lingwood Var sjö ár í vinnslu Myndin RIVER OF FUNDAMENT, nýjasta verk Matthews Barneys, hefur hlotið mikið lof. Efniviðurinn er egypsk goðafræði, sögusviðið bandarískar stórborgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.