Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 33
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur
munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur
tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extraminnkar upptöku hitaeininga og dregur
það úr streitu í amstri hversdagsins.
Uppskriftin geymir um 100 litlar bollur
8 eggjahvítur
2 tsk. vanilluessens
500 g sykur
2 tsk. hvítvínsedik
tsk. salt
2 msk. maísmjöl
Hitið ofninn í 200°C. Eggjahvíturnar, sem best er að
séu sem allra ferskastar, eru settar í skál ásamt van-
illuessens og salti og þeyttar vel með rafmagnsþeytara.
Bætið sykrinum út í smátt og smátt, 1 msk. í senn. Þeg-
ar allur sykurinn er kominn út í og marensinn er glans-
andi og stífur er ediki og maísmjöli hrært varlega saman
við. Bökunarpappírsörk er lögð á bökunarplötu og litlar
marenskökur formaður af kostgæfni. Sigurlaug reynir
að hafa þær frekar litlar, fólk tekur eina og stingur upp í
sig. Setjið kökurnar í ofninn, lækkið hitann í 150°C og
bakið í um 30-35 mínútur (fer eftir stærð).
Krem
½-1 l þeyttur rjómi
nokkrar msk. af lemoncurdi, fer eftir smekk
rifinn lime- eða sítrónubörkur
kíwi, myntulauf og passionfræ eftir smekk
Setjið lemoncurd í þeytan rjómann, setjið ofan á
hverja pavlovubollu og skreytið með sítrónuberki, kiwi
og passionfræjum eða öðru sem ykkur langar til.
Pavlova tvíburanna
2 kg risarækjur
þrjú box konfekttómatar, niðurskornir
6 hvítlauskrif, niðurskorin
steinselja eftir smekk
góð ólífuolía
svart pasta eða venjulegt ef hitt fæst ekki
Takið til stóra pönnu og steikið hvítlauk, steinselju og tóm-
ata í góðri olíu þar til tómatarnir eru tilbúnir, mjúkir og heitir.
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Sigurlaug
kaupir sínar rækjur ósoðnar í Kolaportinu. Rækjurnar fara út í
tómatblönduna. Látið malla þar til rækjurnar eru fallega bleik-
ar. Bætið pastanu út í og blandið vel saman. Stráið steinselju yf-
ir og berið fram.
Svart pasta
með risarækjum
Bláskel
1 kg bláskel
1 flaska þurrt hvítvín
4 laukar
2 púrrulaukar
6 hvítlauksgeirar
steinselja eftir smekk, betra meira en
minna
Byrjið á því að skera laukinn gróft niður, saxið
hvítlaukinn og steinseljuna. Steikið laukinn í góðri
olíu, hellið skelinni út í pottinn, Sigurlaug mælir
með skelinni frá Íslandsskel. Hellið hvítvíninu út í
og setjið lok yfir og stráið steinselju loks yfir. Sig-
urlaug notar djúpa pönnu með glerloki svo hún
sjái þegar skelin opnar sig og þá er rétturinn
tilbúinn. Gott er að bera franskar kartöflur fram
með kræklingnum eða gott súrdeigsbrauð.