Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 25
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 H rafnhildur Agnarsdóttir er 21 árs og er úr Vesturbænum í Reykjavík. Líkt og margir Vesturbæingar stundaði hún nám í Menntaskólanum í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan af málabraut árið 2012 og stundar núna BS námi í líffræði við Long Island University í New York. Eftir líffræðinámið ætlar Hrafnhildur að leggja fyrir sig læknisfræðina og á því strangt og langt læknanám framundan en sjálfsaginn og keppn- isskapið á eflaust eftir að hjálpa henni í læknanám- inu. Hrafnhildur hefur æft og spilað með Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur, KR, frá 5 ára aldri og hóf að æfa mark 15 ára gömul. Þá var hún kjörin markmaður kvenna í KR árið 2011 og 2013. Í dag spilar hún með LIU Post Pio- neers í bandaríska háskólaboltanum á haustin og með KR á sumrin. Gælunafn: Hreffie Íþróttagrein: Knattspyrna Hversu oft æfir þú á viku? Fer algjörlega eftir annríki. Fótboltinn er yfirleitt 5-6 sinnum í viku og svo lyfti ég yfirleitt 2-3 sinnum í viku ásamt einhverjum blessuðum hlaupum. Hver er lykillinn að góðum árangri? Það er mjög mikilvægt að setja sér há- leit en raunhæf markmið ásamt því að hafa góð- an sjálfsaga. Hvernig er best að koma sér af stað? Finna sér einhverja skemmtilega hreyfingu. Það er fátt leiðinlegra en að peppa sig upp í leiðinlegar æfing- ar. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Hætta að fresta hlutunum og gera hreyfingu að ómissandi hluta af dag- legu rútínunni. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég fer í rauninni aldrei frí, frá maí fram í ágúst er fótboltinn á fullu hérna heima og svo tekur við annað tímabil úti í lok ágúst. Þegar það klárast byrj- ar svo langt undirbúningstímabil fyrir mótið í maí. Ertu almennt meðvituð/ur um mataræðið? Ég var það í raun ekki fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna enda McDonalds og Burger King innan kílómetra radíuss frá húsinu mínu. Ég bý einnig með 5 karl- mönnum sem borða mjög hollt og það smitar mikið frá sér og er ég í kjölfarið farin að borða mjög hollt. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Hafra- grautur er nauðsynlegur til að hefja daginn, og ég borða einnig mikið af grænmeti yfir daginn og forðast brauð eins og heitan eld. Hvaða óhollusta freistar þín? Snakk er eitthvað sem ég hef átt mjög erfitt með að stand- ast í gegnum tíðina. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Það er algjört undir- stöðuatriði að finna eitthvað sem manni finnst í raun og veru bragðgott. Það er ekk- ert meira niðurdrepandi en að borða vondan mat. Hvaða gildi hefur hreyf- ing fyrir þig? Hreyfing hefur gríðarleg áhrif á líf mitt, bætir skap og líðan. Ég er orkubolti sem er alltaf á hreyfingu og verð virkilega eirð- arlaus ef ég næ ekki að hreyfa mig nóg. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að búast við árangri strax. Ég gerist oft sek um þessi mistök, kíki t.d. í spegil eftir kviðæfingar til að gá hvort að ég sé komin með sixpack, en árangur tekur tíma, aga og þolinmæði. Hverjar eru fyrirmyndir þín- ar? Ég á nú engar fyrirmyndir en ætli að ég líti ekki helst upp til hennar móður minnar og systur minnar, enda báðar kjarnakonur með fallega sál. KEMPA VIKUNNAR HRAFNHILDUR AGNARSDÓTTIR Æfir og keppir fyrir tvö knattspyrnulið Hálftíma göngutúrar nokkrum sinnum í viku eru góð leið til að koma sér af stað. Þeir sem fara of geyst af stað og ætla sér of mikið í upphafi eiga frekar á hættu að gefast upp. Hófleg og góð hreyfing er húsráð sem allir ættu að temja sér. Förum ekki of geyst af stað*Velgengni er þar sem undirbúningur og tækifæri mætast. Robert William „Bobby“ Unser einstakt eitthvað alveg STOFNAÐ1987 | S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : A u ð u r Ó la fs d ó tt ir Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Margir eiga erfitt með að byrja dag- inn án þess að fá sér kaffibolla enda inniheldur einn bolli af kaffi nærri því 100 mg af koffíni. Efni sem örvar líkamann og veldur útvíkkun æða, eykur hjartsláttinn og blóðflæði eykst til líffæra. Koffínið hefur einnig áhrif á öndun, eykur þvagmyndun og örvar meltinguna. Þannig getur koffín dregið úr þreytu og skerpt á einbeitingunni. Þrátt fyrir það vara lýðheilsustofnanir við of mikilli neyslu koffíns sem er að finna í mörgu öðru en bara kaffinu. Í 100 grömmum af dökku súkkulaði er t.d. 65 mg af koffíni og 15 mg í mjólkursúkkulaði. Orkudrykkir hafa gjarnan að geyma töluvert magn af koffíni en í einni u.þ.b. 250 mbl. dós getur verið allt frá 40 og upp í 100 mg af koffíni. Samkvæmt ráðum Matvælastofn- unar á neysla koffíns ekki að fara yfir 400 mg á dag hjá heilbrigðum ein- stakling. Neysla umfram það getur auk hættuna ýmsum kvillum. Sam- kvæmt upplýsingum matvælastofn- unar Nýja Sjálands getur neysla um- fram 400 mg af koffíni á dag, sem nemur um 4 bollum af kaffi á dag, aukið líkur á kvíða, vöðvakippum, magaverkjum, hjartsláttartruflunum, höfuðverkjum, of háum blóðþrýst- ing o.fl. óskemmtilegu. Góður svefn er því miklu betri lausn á þreytu en nokkrir kaffibollar yfir daginn. GÓÐUR SVEFN BETRI EN KOFFÍN GEGN ÞREYTU Hámarks koffínneysla í fjórum kaffibollum Flestir þekkja kaffiþörfina á morgn- anna og yfir daginn. Of mikil kaffi- drykkja er engum holl til lengdar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heilsubót hugleiðslu hefur lengi ver- ið þekkt í hinum austræna heimi en nýlega hafa vestrænir læknar og vís- indamenn sýnt fram á gildi hennar eða allavega vísbendingu um gildi hennar með rannsóknum. Dr. Her- bert Benson, læknir hjá Harvard Medical School hefur stundað rann- sóknir á gildi hugleiðslu og slökunar í fjölda ára og telur víst að hugleiðsla hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks. Í fyr- irspurn sem lögð var fyrir starfs- félaga hans hjá Harvard læknaskól- anum, dr. Anthony Komaroff, um gildi hugleiðslu segir Komaroff að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á gildi hugleiðslu sem áhrifavalds á streitu, stress, kvíða og jafnvel þunglyndi og sársauka. Þá bendir margt til þess að hans mati að hugleiðsla og slökun hafi jákvæð áhrif á fleiri kvilla eins og of háan blóðþrýsting. Íslendingar eru nýjungagjarnir og margir stunda og kenna hugleiðslu hér á landi. Þeir sem þjást af streitu, kvíða eða öðrum kvillum ættu að prófa hugleiðslu og sjá það á sjálfum sér hvort hún virkar. ER HUGURINN LYKILLINN AÐ LÆKNINGUM? Regluleg hugleiðsla gegn stressi og streitu Þegar hraðinn í samfélaginu er farinn að segja til sín er tilvalið að setjast niður og hugleiða um stund. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.