Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna * Margt áhugavert er að finna í gögnum Hagstof- unnar. Í könnun á útgjöldum heimilanna kom m.a. í ljós að árið 2011 eyddu íslensk heimili að jafnaði 178.000 kr. í áfengi og tóbak á árs- grundvelli. Er það ekki mikið minna en bein út- göld til heilsugæslu, sem voru að jafnaði 230.000 kr. á ári skv. könnuninni. Landinn er líka skemmtanaglaður og eyðir meðalheimilið um 650.000 kr. á ári í menningu og tómstundir. 178.000 kr. í áfengi og tóbak Halldóra Björk Ragnarsdóttir er for- maður Kattavinafélags Íslands og sér um daglegan rekstur í Kattholti. Nú fer þar í hönd mikill annatími, fullt hús af kisum og kettlingum sem bíða eftir að fá góð heimili. Hótelið er líka mjög vinsælt á þessum tíma og enn eru nokkur pláss laus. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur í heimili með kisunni okkar og sjö þegar nágrannakisurnar koma í mat. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Eigum alltaf til mjólk, ost ,smjör og síðast en ekki síst harðfisk, hann er ómissandi. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Allt of mikið eins og flest allir aðrir... Hvar kaupirðu helst inn? Langmest er farið í Bónus en freistast til að fara í Fjarðarkaup af og til. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Það er ótúlega erfitt að færa lappirnar hvora fram fyrir aðra þegar gengið er framhjá nammirekkanum. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Læt kallinn borga! Hvað vantar helst á heimilið? Það væri gott að fá aukið bláss í bíl- skúrnum og nýja tölvu.En þegar ég lít út í garð þá kæmi sér vel að eiga eins og eitt sláttuorf. Eyðir þú í sparnað? Nei, eyði mun frekar í vitleysu. En endurnýjaði bílinn um áramót og er á mun sparneytnari bíl en áður Skothelt sparnaðarráð? Kaupa minna inn af mat og nýta matinn betur. Við hendum alltof miklu úr ísskápnum. HALLDÓRA BJÖRK RAGNARSDÓTTIR Vantar meira pláss í bílskúrnum Halldóra segir sporin þung þegar gengið er framhjá nammirekkanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eins gaman og Aurapúkanum þykir að dekra við gæludýrin á heimilinu, þá er hann búinn að læra að það er engin þörf á að kaupa handa þeim dýr leikföng. Fyrir heimilishundinn hefur Púk- inn keypt alls kyns bein og tusku- bangsa, og fyrir kisuna bolta og leikprik, en þessi leifköng úr búð- inni virðast gera alveg sama gagn og margt sem fellur til á heimilinu. Þannig þykir kisu fátt skemmti- legra en að elta tapa af gosflöskum um gólfið. Búa má til hundaleikfang með því að binda hnút á gamlan og ónýtan T-bol, og enn betra ef hann hefur ekki verið þveginn. Kisi er líka afskaplega hrifinn af tómum pappakössum og voffi af mjólkurfernum. Eins og alltaf þarf samt að muna að hafa auga með dýrunum þegar þau leika sér, hvort sem þau nota dót úr búðinni eða eitthvað heima- gert. Ferð upp á dýraspítala til að fjarlægja úr maganum eitthvað sem losnaði og lenti á röngum stað get- ur kostað heilmikið. púkinn Aura- Dýrin eru nægjusöm V eikindi og óhöpp gera ekki boð á undan sér og part- ur af því að reka heimilið af skynsemi er að kaupa góðar tryggingar sem brúa bilið fjárhagslega ef eitthvað kemur upp á. En hve há þarf líftryggingin að vera til að veita næga vernd? Blaðamaður hafði samband við ráðgjafa þriggja tryggingafélaga til að svara þessari spurningu. Á öll- um stöðum voru svörin af svip- uðum toga: Meta verði hvert tilvik fyrir sig en í grófum dráttum megi notast við þumalputtareglur sem taka mið af bæði reglulegum tekjum hins tryggða og fjárhags- legum skuldbindingum heimilisins. Geta átt réttindi víða „Mikilvægt er að fara vel yfir þarf- ir hvers og eins þegar verið er að ákveða fjárhæð líftryggingarinnar,“ segir Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, deildarstjóri hjá VÍS. „Það verður að fara vandlega yfir skuldbind- ingar á borð við skammtíma- og langtímaskuldir, taka inn í reikn- inginn hversu mörg börn eru á heimilinu, laun maka og laun hins tryggða, svo eitthvað sé nefnt. Sumir eru með fjölskyldutrygg- ingar sem innihalda dánarbætur vegna slysa og aðrir hafa áunnið sér lífeyrisréttindi sem eru erf- anleg. Einnig getur verið í gildi líf- trygging á vegum vinnuveitanda eða stéttarfélags, sem stundum er með þeim takmörkunum að ná bara yfir andlát við viss skilyrði, s.s. vegna slysa við störf.“ Vigfús M. Vigfússon hjá TM tek- ur í sama streng og bætir við að gott sé að taka líftrygginguna sem fyrst, þegar heilsan er sem best. Þannig fái neytendur trygga vernd út samningstímann, sem getur ver- ið allt til sjötíu ára aldurs líf- tryggðs, og byggist á forsendum sem lágu fyrir við upphaflega samningsgerð. Dýrara geti verið að kaupa tryggingu síðar, sérstaklega ef breytingar hafa orðið á heilsu- fari eða öðrum forsendum sem ráða iðgjaldi tryggingarinnar. „Hentugt er fyrir einstakling i sambúð eða hjónabandi að miða við að bótafjárhæðin nemi helmingnum af skammtímaskuldum á borð við yfirdrátt, raðgreiðslusamninga og bílalán. Síðan er gert ráð fyrir til- tekinni fjárhæð á hvert barn og svo bætt við þreföldum árslaunum hins tryggða.“ Segir hann að miðað við þessa reglu væri hæfileg líftrygginga- fjárhæð foreldris með 350.000 kr. í laun á mánuði, 4 milljónir af skammtímaskuldum og tvö börn, í kringum 15 milljónir króna. Fá bæturnar óskertar Vigfús segir bætur úr líftryggingu vera nánast ósnertanlegar. Þær séu skattfrjálsar og standa utan dánarbúsins þannig að kröfuhafar hins líftryggða geta ekki gengið að þeim. Þá komi bætur úr öðrum tryggingum eða frá örðum bóta- kerfum ekki til frádráttar. Eyrún Baldvinsdóttir hjá Sjóvá segir algengt að líftrygginga- fjárhæðir Íslendinga séu lægri en mælt er með. „Hjá okkur er með- alupphæð líftrygginga um 9 millj- ónir, en ættu m.v. meðallaun í landinu að vera töluvert hærri.“ Segir Eyrún að í dag borgi karl- ar ögn hærri líftryggingu en kon- ur, enda með skemmri lífslíkur. Fyrir reyklausan karl og konu um þrítugt með tryggingu upp á 10 milljónir séu iðgjöldin annars vegar rúmlega 14.700 kr. og hins vegar um 10.500 kr. Þetta muni þó breyt- ast með nýjum lögum sem jafna tryggingakostnað kynjanna. Konur sem vilja festa inni hagstæðu kynjaskiptu kjörin ættu því ekki að bíða boðanna og tryggja sig fljót- lega. ÞARF AÐ DUGA FYRIR ÝMSU Hversu há ætti líftryggingin að vera? UPPHÆÐIN TEKUR MEÐAL ANNARS MIÐ AF SKULDBINDINGUM OG TEKJUM HINS TRYGGÐA OG Á AÐ HJÁLPA EFTIRLIFENDUM AÐ HALDA HEIMILISREKSTRINUM GANGANDI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það getur verið mjög erfitt fjárhagslega þegar fyrirvinna fellur frá. Eigandi og hundur á kvöldgöngu. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.