Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 50
P ape Mamadou Faye er endurfæddur. Alltént á knattspyrnuvellinum. Eftir að hafa spilað meiddur í tvö sumur fór hann í mikla aðgerð á mjöðm síðasta haust og er nýkominn á ferðina aftur eftir átta mánaða end- urhæfingu. Með góðum árangri. Hann hefur þegar gert tvö mörk fyrir Víking í Pepsi-deildinni. Og er til alls líklegur í sumar. „Það var annaðhvort að fara í þessa aðgerð eða hætta að spila fót- bolta,“ segir Pape þegar við höfum fundið okkur afdrep í höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. Steinsnar frá æskustöðvum Pape í Árbænum. Hann ólst upp hjá Fylki og eftir því var tekið á dögunum að hann fagnaði ekki marki sínu fyrir Víking gegn uppeldisfélaginu. „Það gæti ég aldrei,“ segir hann. „Það væri eins og að fagna marki gegn fjölskyldu sinni.“ Aðgerðin skipti sköpum. „Ég er allt annar maður og hef ekki haft þessa tilfinningu í tvö ár. Það er reyndar bara mánuður síðan ég byrjaði að æfa og læknirinn minn og sjúkraþjálfari segja mér að stilla væntingum í hóf í sumar en ég er staðráðinn í að komast sem fyrst í toppform. Þetta voru erfiðir átta mánuðir en nú er endurhæfingin að baki. Ég hef lært mikið og þroskast í þessum meiðslum og finnst ég vera sterkari fyrir vikið.“ Pape fæddist árið 1991 í Pikine, úthverfi Dakar, höfuðborgar Sene- gal. Pikine er fátækasta hverfið á höfðuborgarsvæðinu en Pape leið eigi að síður ekki skort. „Við höfð- um ekki úr miklu að moða en ég fékk föt og það var alltaf matur á borðinu. Meira bað maður ekki um. Mamma og pabbi voru dugleg að bjarga sér,“ segir hann. Pape er einkabarn móður sinnar en faðir hans á tvö önnur börn. „Systir mín er 22 ára og bróðir minn sjö ára. Þau búa núna með pabba í Manchester á Englandi. Mamma og pabbi voru par þegar ég fæddist en síðan slitnaði upp úr sambandi þeirra. Eigi að síður hafa þau alltaf verið góðir vinir. Mamma var mjög ung þegar hún átti mig, átján ára. Pabbi 21 árs.“ Í Pikine býr stórfjölskyldan gjarnan saman og Pape ólst upp á um tuttugu manna heimili, lengst af hjá ættingjum föður síns. Deildi herbergi með þremur eða fjórum öðrum börnum. „Ég á ljúfar minn- ingar frá uppvexti mínum í Pikine. Ég gekk í skóla og sparkaði bolta þess á milli úti á götu. Það var ekki margt að kvarta yfir. Ég var ham- ingjusamt barn.“ Þegar Pape var sjö ára flutti móðir hans til Íslands. Kynntist Senegala sem hefur búið hér um árabil. Hann segir það hafa verið erfitt en ól alltaf þá von í brjósti að komast hingað til hennar. Sá draumur rættist í ársbyrjun 2003, þegar Pape var ellefu ára. Hann viðurkennir að það hafi verið mikil viðbrigði að koma til Reykjavíkur. Loftslagið, menningin og tungumálið. „Ég talaði bara frönsku, þannig að það var afar erf- itt að gera mig skiljanlegan. Til að byrja með urðu látbragð og bend- ingar að duga. Krakkarnir reyndu að tala ensku við mig en ég skildi ekki bofs í henni heldur, þannig að það dugði skammt. Eftir á að hyggja var það af hinu góða, þýddi að ég þurfti að læra íslenskuna. Ég setti mér það markmið snemma og var fljótur að taka framförum,“ segir hann. Pape var ófeiminn við að spyrja og láta leiðrétta sig. Þannig læra menn líka mest – og hraðast. Í dag talar hann svo að segja lýtalausa ís- lensku og býr að ljómandi góðum orðaforða. Do you play basketball? Fyrstu mánuðina bjó Pape á Laugaveginum og gekk í Austur- bæjarskóla. „Mér var afar vel tekið af krökkunum í bekknum og eign- aðist fljótt góða vini. Þetta var mik- ill körfuboltabekkur og fyrsta spurningin sem ég fékk var: Do you play basketball? Af einhverjum ástæðum fannst þeim það hljóta að vera.“ Hann hlær. Pape þekkti hvorki haus né sporð á þeirri ágætu íþrótt en lét það ekki stöðva sig. „Ég kunni ekki reglurnar og gerði tómar vitleysur til að byrja með. Samt fannst mér gaman að spila körfubolta og úr varð að ég fór með strákunum á æfingu hjá Val. Þar tók á móti mér Bergur Emilsson þjálfari. Ynd- islegur maður sem reyndist mér mjög vel. Körfuboltinn lá vel fyrir mér og framfarirnar voru örar. Áð- ur en á löngu leið var ég orðinn einn af mikilvægustu mönnunum í liðinu.“ Pape prófaði líka að fara á fót- boltaæfingu hjá Val en upplifði tómlæti af hálfu þjálfarans og ákvað að fara ekki aftur. Sumarið 2003 flutti Pape í Árbæ- inn með móður sinni og manni hennar. „Ég fór strax á fótboltaæf- ingu hjá Fylki, fékk góðar viðtökur og ákvað að þetta yrði liðið mitt.“ Heima í Senegal var Pape mark- vörður og hafði engin áform um annað en að halda sig við þá stöðu hér uppi á skerinu. Það breyttist á fyrstu æfingunni hjá Fylki. „Þegar ég mætti á svæðið var fyrir mark- vörður sem var mun stærri og sterkari en ég, þannig að ég taldi vænlegast að reyna fyrir mér úti á vellinum. Sé ekki eftir því í dag,“ segir hann brosandi. Pape er örvfættur og var því settur á vinstri kantinn. Síðan fékk hann að spreyta sig sem framherji og hefur að mestu leikið þar síðan. „Maðurinn sem breytti mér úr markverði í framherja heitir Kári Jónasson. Hann hafði óbilandi trú á mér og var ekki bara þjálfari, held- ur minn annar faðir á þessum tíma. Ég á Kára mikið að þakka og við erum ennþá í góðu sambandi.“ Pape æfði áfram körfubolta sam- hliða fótboltanum og að því kom að hann þurfti að velja á milli. „Sextán ára var ég kominn í landsliðsúrtak í báðum greinum og farinn að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. Það var of mikið og ég þurfti að gera upp hug minn. Það var auðvelt val. Ég hef alltaf vitað að fótbolti væri mitt sport.“ Pape var í sterkum árgangi hjá Fylki, með Guðlaugi Victor Pálssyni landsliðsmanni og fleirum, og vann til margra Íslands- og bikarmeist- aratitla. Skuggi hékk þó yfir gleðinni – skuggi fordóma. „Þegar ég var þrettán eða fjórtán ára fór að bera á fordómum í minn garð. Inni á vellinum kom fyrir að and- stæðingar mínir fóru yfir strikið og í áhorfendastúkunni létu foreldrar og aðrir áhorfendur ekki sitt eftir liggja. „Það var mjög sárt að upp- lifa þetta en í miðjum leik var lítið sem ég gat gert. Kári þjálfari tók hins vegar upp hanskann fyrir mig á hliðarlínunni og lét áhorfendur gjarnan hafa það óþvegið. Ég er honum þakklátur fyrir það.“ Spurður hvort kynþáttafordómar séu útbreitt vandamál á Íslandi svarar Pape játandi. „Það er ras- ismi á Íslandi og löngu tímabært að við horfumst í augu við það vanda- mál. Ég hef hins vegar aldrei látið mótlæti af þessu tagi brjóta mig niður, þvert á móti hef ég notað það sem hvatningu og til að standa mig ennþá betur. Rasisminn hefur gert mig sterkari.“ Eftir hálft tólfta ár á Íslandi kveðst Pape kunna að höndla kyn- þáttaníð. Kennir bara í brjósti um þá sem hafa það í frammi. „Ég hef fengið að heyra allskonar vitleysu. Eins og að ég sé ættleiddur, að ég sé miklu eldri en ég er og að mér hafi verið smyglað hingað í gámi. Ég þarf ekkert að leiðrétta svona lagað lengur. Það skiptir engu máli. Ég er alinn upp á Íslandi og er ís- lenskur ríkisborgari. Auðvitað verð ég alltaf Senegali, ég fæddist þar, en það er Íslendingur í mér. Eng- inn getur tekið það frá mér.“ Mikið gert úr klúðrinu Pape lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fylkis í efstu deild sumarið 2007, aðeins sextán ára. Það var svo tveimur árum síðar að hann vann sér fast sæti í liðinu, auk þess að leika með unglingalandsliði Íslands. „Ég var farinn að vekja at- hygli og fá umfjöllun í fjölmiðlum. Það getur verið bæði gott og slæmt. Um sumarið fór ég mjög illa með dauðafæri gegn Fram og mikið var gert úr því klúðri og atvikið meðal annars sýnt aftur og aftur í sjónvarpinu. Ég var bara átján ára og tók þessa umfjöllun mjög nærri mér. Ókunnugt fólk var farið að stöðva mig á götu og minnast á þetta. Ég lét ekki á neinu bera en Ólafur Þórðarson þjálfari vissi hvernig mér leið.“ Sumarið 2010 var Pape orðinn lykilmaður hjá Fylki. Hann við- urkennir að það hafi stigið sér til höfuðs. „Það gerðist allt mjög hratt Enginn tekur Íslendinginn frá mér HANN ER FÆDDUR Í SENEGAL EN HEFUR BÚIÐ HÁLFA ÆVINA Á ÍSLANDI. PAPE MAMADOU FAYE HEFUR AÐ LANGMESTU LEYTI NOTIÐ SÍN HÉR Í FÁSINNINU EN ÞÓ HAFA ERFIÐLEIKAR KNÚIÐ DYRA, EINS OG ÞEGAR FOR- ELDRAR ANDSTÆÐINGA HANS Á FÓTBOLTAVELLINUM SLETTU AUR YFIR HANN VEGNA LITARHÁTTARINS. ÞÁ VAR VIÐSKILNAÐURINN VIÐ UPPELDISFÉLAGIÐ, FYLKI, SÁR. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Portrett: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is * Ég myndi aldrei gera svona lagaðí dag. Eigi að síður fannst mérþá og finnst enn að Fylkir hefði getað leyst málið með öðrum hætti en að reka mig úr félaginu. Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.