Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 43
Ulyana Sergeenko er ákaflega smekkleg enda mikið
eftirlæti götuljósmyndara.
Ulyana Sergeenko mætti á sýningu Christian Dior í þessum
dásamlega fatnaði frá hönnuðinum.
Frumleg og fög-
ur sólgleraugu.
Dásamleg smá-
atriði á sýningu
Yuliönu Ser-
geenko.
skyldu minni, æskuminningum
mínum og tilfinningum. Ég reyni
stöðugt að blanda gömlum mynd-
um við nútíma hugmyndafræði og
efni í því skyni að reyna að tjá
drauma og minningar í flíkum.“
Óútskýranleg orka
í hverri flík
Sergeenko segir það gríðarlega
mikilvægt að elska vinnuna sína.
Það hjálpi ekki eingöngu við að
áorka meira, heldur veiti það
henni ómælda ánægju.
„Í teyminu mínu hjá Ulyana
Sergeenko tileinkum við okkur öll
sömu gildi og viðhorf; við njótum
þess að vinna saman og einnig að
ferðast saman. Nokkrum sinnum á
ári förum við í ferðalög til forn-
rússneskra borga eins Suzdal,
Kostroma, Pereslavl Zalesskiy og
Uglich. Saman uppgötvum við nýja
staði, nýjar myndir og nýja tegund
af innblæstri. Það er miður að
flestir túristar frá ekki að upplifa
þessa töfra, hörfandi fegurð fornra
borga því þeir ferðast alla jafna
bara til Moskvu og Sankti Péturs-
borgar. Það eru vissulega mjög
fallegar borgir, en sannur andi
landsins er yfirleitt í þessum pínu-
litlu ósnortnu stöðum sem eru full-
ir af hefðum og einstökum anda.“
Hvernig sækir þú áhrif í rúss-
neskar hefðir í hönnun þinni?
„Mér finnst Rússland vera Sov-
étríkin. Ég reyni alltaf að bæta við
eins hefðbundinni tækni og mögu-
legt er. Það er mikill heiður að
hafa fengið að vinna með Vologda
Lace-framleiðendunum sem skapað
hafa dásamlega hluti fyrir okkur.
Við erum að nýta tækni sem er
nánast gleymd, ekki eingöngu fá
meistarar Vologda að vinna að ein-
hverju sem þeim er afar kært
heldur fáum við einnig að njóta
þeirra í hátískufatnaði sem er
hreinn draumur,“ segir Sergeenko
en þess má geta að í nýjustu vetr-
arlínu tískuhússins var sýndur
toppur gerður eingöngu úr blúnd-
um, sem tók fimmtán manns, tvo
mánuði að sauma. „Við unnum
einnig með stórkostlegan útsaum
gerðan af meisturum hjá Kres-
tetsk lace. Upprunalega voru
handverkskonur að reyna að end-
urskapa þau flóknu mynstur sem
frostið dregur á gler á efni.
Þetta er ákaflega rómantískt og
algerlega stórkostlegt, við túlk-
uðum þetta á okkar eigin hátt í
skreytingu á kjól í línunni. Það er
mikil saga á bak við hverja tækni,
þar sem allt er gert í höndunum,
og er því einstök og óútskýranleg
orka í hverri flík.“
Undirbúningur sýningar næstu
línu Ulyönu Sergeeko er nú í full-
um gangi en hún mun eiga sér
stað í París hinn 8 júlí.
Aðspurð hvert sé hennar
stærsta afrek segist hún eiga erfitt
með að dæma um það sjálf.
„Ég fylgi draumum mínum og
vinn hörðum höndum á hverjum
degi, við að reyna að ná mark-
miðum mínum og sé síðan hvert
draumarnir leiða mig.“
* Burtséð fráástríðu, er þaðhugmyndin um full-
komna konu sem ég
hef í huga þegar ég
hanna.
Vetrarsýning hátískuhússins var einstaklega vel lukkuð. Sergeenko segir óút-
skýranlega orku í hverri flík enda allt handsaumað af færustu meisturunum.
AFP
Allt er hand-
gert á hátísku-
sýningunni.
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43