Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2014 Söngkonurnar Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Krist- ín Sveinsdóttir messósópran eru í hópi níu nemenda sem hefja nám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Vín- arborg, einn virtasta skóla sinnar tegundar í heiminum, í haust. Þær voru í hópi 160 umsækjenda alls staðar að úr heiminum sem þreyttu inntökupróf í vor. „Inntökuprófið var mjög stressandi,“ segir Jóna. „Þetta voru fjórir dagar sem dreifðust yfir eina viku og skorið var niður í lok hvers dags. Prófið snerist ekki bara um söng, við þurftum líka að sýna fram á kunnáttu í dansi og leiklist, auk þess sem við vorum tekin í viðtöl. Óperusöngvarar þurfa að geta staðið á sviði.“ Hún segir að það verði algjör draumur að setjast á skóla- bekk í Vínarborg. „Þetta verður rosalegt ævintýri. Stremb- ið en skemmtilegt,“ segir Jóna en BA-námið er fjögur ár. Ekki þykir Jónu verra að hafa Kristínu með sér en þær eru sannkallaðar „söngsystur“. Hafa sungið saman í kórum Langholtskirkju, ferðast með Björk Guðmunds- dóttur um heiminn og verið hjá sama kennaranum í Söngskólanum í Reykjavík, Hörpu Harðardóttur. „Við Kristín eru góðar vinkonur og það verður gaman að fara gegnum skólann með hana sér við hlið. Kristín er þegar flutt út til að læra þýsku, en allt námið fer fram á því tungumáli. Ég fer utan í júlí.“ Spurð um framtíðaráform kveðst Jóna vonast til að kom- ast að hjá góðu óperuhúsi í Evrópu, Vínaróperan sé til að mynda ekki amaleg. Þá langar hana að syngja hér heima og leggja sitt af mörkum til að styrkja Íslensku óperuna. SÖNGSYSTUR TIL VÍNARBORGAR Valdar úr hópi 160 umsækjenda Jóna G. Kolbrúnardóttir og Kristín Sveinsdóttir verða saman í Tónlistarháskólanum í Vínarborg næstu fjögur árin. Hinn 79 ára ítalska leikkona Sophia Loren sýndi á Cannes- hátíðinni að hún er enn ein stærsta stjarna rauða dregilsins. Loren var mynduð í bak og fyrir eins og von er þegar hún var að kynna nýjustu mynd sína The Human Voice. Ljósmyndararnir heilluðust af henni og smelltu af í gríð og erg. Fór svo að Loren skildi ekki hvað væri svona merki- legt við sig þannig hún tók sér sæti meðal ljósmyndarana og fór að taka myndir með þeim af fólk- inu á bak við myndina. Vakti þessi framkoma hennar mikla lukku. Kvikmyndin er gerð eftir sam- nefndu leikriti eftir Jean Cocteau og fjallar um líf Angelu. Myndin er aðeins 25 mínútna löng og sýnir Loren í símanum nánast allan tímann við manninn sem hún elsk- ar. Loren hefur fengið afbragðs- dóma fyrir hlutverk sitt sem Ang- ela. Sonur hennar, Edoardo Ponti, leikstýrir myndinni. Eftir frumsýninguna stóðu áhorfendur upp og klöppuðu fyrir tilþrifunum á hvíta tjaldinu. Varð stjörnunni svo um að hún veifaði til þeirra með tárin í augunum. FURÐUR VERALDAR Sophia Loren smellti sjálf af Leikkonan Sophia Loren heldur á myndavél sem hún fékk lánaða hjá einum ljósmyndara Cannes-hátíðarinnar fyrir frumsýningu á The Human Voice. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Svavar Halldórsson matarskríbent. Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri hjá Grindavíkurbæ. Ólafur Kristinn Guðmundsson varaform. Félags ísl. bifreiðaeigenda. USA Traveller Velkomin í Vodafone Byltingarkennd lækkun á farsímakostnaði í USA og Kanada Vafraðu um netið í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 99% lægra gjald og hringdu eða sendu SMS á mun hagstæðara verði. Móttekin símtöl eru 0 kr. og einungis 990 kr. daggjald. Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með því að senda sms-ið „USA“ í 1414. Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.