Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 3
gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt
af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum
saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf.
www.gamma.is
Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands� �
Sigrún Eðvaldsdóttir, 1. konsertmeistari, og systir hennar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, eru hluti af fiðlusveitinni.
Sigrún: Auðvitað þykir okkur rosalega vænt um fiðluna
en þetta er líka stundum svolítið erfitt samband.
Hljóðfærið er oft harður húsbóndi. Sigurlaug: Einmitt,
en samt er gott samband við góða fiðlu eins og gott
ástarsamband, það svarar allt svo vel.
Við vitum öll hvað það merkir að stilla
saman strengi, en í starfi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands er orðtakið notað í
bókstaflegri merkingu og í raun er fátt
nauðsynlegra. Fagmennska er leiðarstef
í öllu starfi hljómsveitarinnar.
Sigrún Eðvaldsdóttir er ástríðufullur
tónlistarmaður sem gefur allt í
flutninginn á milli þess sem hún leikur
angurvært á fiðluna. Sigrún hefur leikið
víða um lönd og náð góðum árangri í
alþjóðlegum fiðlukeppnum. Eldri systir
Sigrúnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, hefur
kennt þeirri yngri allt sem hún kann.
Framhaldsnám í fiðluleik stunduðu þær
báðar fyrir vestan haf, Sigurlaug í New
York við Manhattan School of Music en
Sigrún við hinn sögufræga Curtis-
tónlistarháskóla í Philadelphiu.
Fiðlan ber oftar en ekki uppi laglínur
tónbókmenntanna, getur fengið hárin
til að rísa og á hug þeirra systra allan.