Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 40
Tíska
Eldri konur í auglýsingaherferðum
*Hedi Slimane, yfirhönnuður tískuhússins Saint Laurent, hefur fengiðsöngkonuna og tískugyðjuna Marianne Faithful, til þess að vera and-lit nýjustu auglýsingaherferðar tískuhússins. Hin 67 ára fyrrverandikærasta rokkarans Mick Jagger tekur sig vel út í herferðinni, meðsinn sérkennandi hártopp og svartan augnblýant. Fleiri eldri konurhafa á síðasta ári verið fengnar sem andlit hátískumerkja og má þarnefna Jessicu Lange leikkonu sem í fyrra, þá 64 ára, var ráðin andlit
förðunarlínu Marc Jacobs og Catherine Deneuve, 70 ára, sem var
fengin til þess að vera andlit tískuhússins Louis Vuitton.
Ásgrímur Már
fatahönnuður
teiknar fallegar
myndir sem hann
mun selja í Gall-
eria Reykjavik.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snillingurinn Nicolas
Ghesquiere.
ÆTLAR AÐ KLÆÐAST LITUM OG MYNSTRUM Í SUMAR
Efripartar
auðveldastir
í kaupum
ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON, FATAHÖNNUÐUR OG
TEIKNARI, HEFUR EINSTAKT TÍSKUVIT ENDA VERIÐ VIÐLOÐ-
ANDI TÍSKUBRANSANN Í YFIR 10 ÁR. ÁSGRÍMUR SEGIST
ALLTAF HAFA FARIÐ SÍNAR EIGIN LEIÐIR Í FATAVALI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
H
vað hefurðu helst í huga þegar þú velur
föt? Hugvit, fagurfræði og gæði.
Áttu þér einhvern uppáhalds-
fatahönnuð? Tel að ég eigi ekki neinn
einn, heldur fari það algjörlega eftir tímabilum.
Persónulega finnst mér Nicolas Ghesquiere
vera algjör snillingur. Einnig mun ég ávallt dá
meistara eins og Yves Saint Laurent, Thierry
Mugler og Alexander McQueen.
Hver var fyrsta hönnunarflíkin sem þú keypt-
ir þér? Fyrsta „stóra“ merkið sem ég eignaðist
var grafískur, blár og hvítur kjólfatajakki frá
Comme des Garçons
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan
stíl? Kata Kára fagstjóri fatahönnunardeildar
LHÍ er algjör eðaltöffari. Maður verður að bera
virðingu fyrir einstakling sem tekur sig jafn vel
út í gönguskóm og Givenchy-hælum.
Hverju er mest af í fataskápnum? Svo virðist
vera að efripartar séu mér auðveldastir í kaup-
um. Ég á að minnsta kosti mikið af skyrtum,
peysum, jökkum o.s.frv.
Áttu það dýrmæta flík að þú tímir ekki að nota
hana? Nei, til hvers að eiga eitthvað ef þú ætlar ekki
að nota það?
Áttu þér uppáhaldsflík? Það er ekki
ein flík sem er í uppáhaldi, heldur fæ
ég alltaf æði fyrir nýju flíkunum mín-
um og vil eiginlega helst bara vera í
þeim, þar til sú næsta kemur í hús.
Hvert er uppáhalds-„trendið“ þitt
fyrir sumarið? Trend og ekki trend.
Eina planið er bara að vera lífsglaður
og sumarlegur með því að klæðast nógu af
litum og mynstrum í sumar.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum
sem þú tókst þátt í? Á mínum yngri
árum varð ég ávallt að fara mínar
eigin leiðir og reyndar lít ég ekki á
þau sem einhver tískuslys heldur
hafi þetta verið visst rannsókn-
arferli.
Ásgrímur á mikið
af skyrtum, peys-
um og jökkum. Katrín Kára-
dóttir tekur
sig jafn vel út í
gönguskóm
sem og Gi-
venchy-hælum
Nicolas
Ghesquiere
eftirlætirhönn-
uður Ásgríms
er listrænn
stjórnandi
tískuhússins
Louis Vuitton.
AFP