Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 42
F atahönnuðurinn, fyrirsætan og tískugyðjan Ulyana Ser- geenko hefur, í gegnum tíð- ina,verið mynduð af fjöldan- um öllum af tískuljósmyndurum á tískuvikunum í París enda partur af hinni glæsilegu rússnesku tísku- senu sem hún sjálf segir einkenn- ast af rómantík og dulúð. Ulyana Sergeenko varð þekkt þegar mynd af henni eftir tísku- ljósmyndarann Tommy Ton fór eins og eldur í sinu um netheima. Sergeenko var klædd í Louis Vuit- ton og Richard Prince-hjúkkubún- ing með svart sjal fyrir andlitinu. Sergeenko ólst upp í Kasakstan, þá hluta af Sovétríkjunum en eftir fall Sovétríkjanna flutti hún með foreldrum sínum til Sankti Péturs- borgar. „Ég safnaði „vintage“-fatnaði og aukahlutum á uppvaxtarárum mín- um og grínast með það í dag að sem barn var ég bókstaflega um- vafin hátískufatnaði, því þá kunnu allir að sauma föt þar sem úrvalið af fatnaði almennt var af mjög skornum skammti. Það vantaði all- an fjölbreytileika og allir voru eins. Móðir mín og amma sér- saumuðu því öll fötin sín sjálfar og á mig.“ Sergeenko segir bakgrunn sinn og uppvaxtarár ávallt hafa skipt hana miklu máli, bæði í einkalífi og starfi. „Komandi frá svona stóru og fjölbreyttu landi eins og Sovétríkj- unum gefur mér tækifæri á því að sækja innblástur í marga mismun- andi staði. Ég sæki fyrst og fremst innblástur í fjölskyldu mína. Að hafa fengið að alast upp í Kasakstan, myndir frá þeim tíma hafa alla tíð haft áhrif á mig: Gamlar rússneskar teiknimyndir, ævintýrin, hefðirnar, maturinn, tungumálið, handrit og bíómyndir. Það mun enginn fæðast í Sov- étríkjunum aftur og mun þar af leiðandi enginn upplifa lúxusinn við jafn einfalda og tilfinningaríka æsku.“ Hannar á hina fullkomnu konu Yuliana er svokölluð yfirstétt- arkona. Eiginmaður hennar er milljónamæringurinn Danil Khac- haturov, sem er á Forbes-lista yfir efnuðustu viðskiptajöfra heims, og saman eiga þau tvö börn. Eftir að hafa keypt hátískufatnað í mörg ár, enda lengi haft ástríðu fyrir fatnaði, ákvað Sergeenko að stofna sitt eigið tískuhús. Sergeenko hannar hátískufatnað undir eigin nafni, Ulyana Sergeenko, og sýnir á tískuvikunni í París. „Burtséð frá ástríðu, er það hugmyndin um fullkomna konu sem ég hef í huga þegar ég hanna. Draumur minn er að gefa sér- hverri konu þennan rómantíska kjarna, sem undirstrikar fallegt form hennar, og leggur áherslu á persónuleikann.“ Hvaðan koma hugmyndirnar? „Það hefur alltaf verið mjög per- sónulegt. Eins og ég sagði fæ ég mest af innblæstri mínum frá fjöl- Litir, snið og efni undirstrika gæði og lúxus. Einstakt snið á dásam- legum kjól en mikil vinna fer í hvert smáatriði. Ulyana Sergeenko hafði keypt hátísku- fatnað í mörg ár áð- ur en hún ákvað að stofna sitt eigið tískuhús. UMVAFIN HÁTÍSKUFATNAÐI Í BARNÆSKU Rómantík, dulúð og rússneskar hefðir ULYANA SERGEENKO ER EINN ÞEKKTASTI FATAHÖNNUÐUR RÚSSLANDS. Í GEGNUM TÍÐ- INA HEFUR HÚN VERIÐ EFTIRLÆTI GÖTULJÓSMYNDARA VÍÐSVEGAR UM HEIMINN OG ORÐIN ÞEKKT ANDLIT SEM EIN AF STÆRSTU TÍSKUFYRIRMYNDUM SAMTÍMANS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Rómantísk snið hjá Ulyönu Ser- geenko. Fallegur kjóll með handsaum- uðu munstri. 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Föt og fylgihlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.