Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 42
F
atahönnuðurinn, fyrirsætan
og tískugyðjan Ulyana Ser-
geenko hefur, í gegnum tíð-
ina,verið mynduð af fjöldan-
um öllum af tískuljósmyndurum á
tískuvikunum í París enda partur
af hinni glæsilegu rússnesku tísku-
senu sem hún sjálf segir einkenn-
ast af rómantík og dulúð.
Ulyana Sergeenko varð þekkt
þegar mynd af henni eftir tísku-
ljósmyndarann Tommy Ton fór
eins og eldur í sinu um netheima.
Sergeenko var klædd í Louis Vuit-
ton og Richard Prince-hjúkkubún-
ing með svart sjal fyrir andlitinu.
Sergeenko ólst upp í Kasakstan,
þá hluta af Sovétríkjunum en eftir
fall Sovétríkjanna flutti hún með
foreldrum sínum til Sankti Péturs-
borgar.
„Ég safnaði „vintage“-fatnaði og
aukahlutum á uppvaxtarárum mín-
um og grínast með það í dag að
sem barn var ég bókstaflega um-
vafin hátískufatnaði, því þá kunnu
allir að sauma föt þar sem úrvalið
af fatnaði almennt var af mjög
skornum skammti. Það vantaði all-
an fjölbreytileika og allir voru
eins. Móðir mín og amma sér-
saumuðu því öll fötin sín sjálfar og
á mig.“
Sergeenko segir bakgrunn sinn
og uppvaxtarár ávallt hafa skipt
hana miklu máli, bæði í einkalífi
og starfi.
„Komandi frá svona stóru og
fjölbreyttu landi eins og Sovétríkj-
unum gefur mér tækifæri á því að
sækja innblástur í marga mismun-
andi staði. Ég sæki fyrst og
fremst innblástur í fjölskyldu
mína. Að hafa fengið að alast upp í
Kasakstan, myndir frá þeim tíma
hafa alla tíð haft áhrif á mig:
Gamlar rússneskar teiknimyndir,
ævintýrin, hefðirnar, maturinn,
tungumálið, handrit og bíómyndir.
Það mun enginn fæðast í Sov-
étríkjunum aftur og mun þar af
leiðandi enginn upplifa lúxusinn
við jafn einfalda og tilfinningaríka
æsku.“
Hannar á hina
fullkomnu konu
Yuliana er svokölluð yfirstétt-
arkona. Eiginmaður hennar er
milljónamæringurinn Danil Khac-
haturov, sem er á Forbes-lista yfir
efnuðustu viðskiptajöfra heims, og
saman eiga þau tvö börn. Eftir að
hafa keypt hátískufatnað í mörg
ár, enda lengi haft ástríðu fyrir
fatnaði, ákvað Sergeenko að stofna
sitt eigið tískuhús. Sergeenko
hannar hátískufatnað undir eigin
nafni, Ulyana Sergeenko, og sýnir
á tískuvikunni í París.
„Burtséð frá ástríðu, er það
hugmyndin um fullkomna konu
sem ég hef í huga þegar ég hanna.
Draumur minn er að gefa sér-
hverri konu þennan rómantíska
kjarna, sem undirstrikar fallegt
form hennar, og leggur áherslu á
persónuleikann.“
Hvaðan koma hugmyndirnar?
„Það hefur alltaf verið mjög per-
sónulegt. Eins og ég sagði fæ ég
mest af innblæstri mínum frá fjöl-
Litir, snið og
efni undirstrika
gæði og lúxus.
Einstakt snið á dásam-
legum kjól en mikil vinna
fer í hvert smáatriði.
Ulyana Sergeenko
hafði keypt hátísku-
fatnað í mörg ár áð-
ur en hún ákvað að
stofna sitt eigið
tískuhús.
UMVAFIN HÁTÍSKUFATNAÐI Í BARNÆSKU
Rómantík, dulúð og
rússneskar hefðir
ULYANA SERGEENKO ER EINN ÞEKKTASTI FATAHÖNNUÐUR RÚSSLANDS. Í GEGNUM TÍÐ-
INA HEFUR HÚN VERIÐ EFTIRLÆTI GÖTULJÓSMYNDARA VÍÐSVEGAR UM HEIMINN OG
ORÐIN ÞEKKT ANDLIT SEM EIN AF STÆRSTU TÍSKUFYRIRMYNDUM SAMTÍMANS.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Rómantísk snið
hjá Ulyönu Ser-
geenko.
Fallegur kjóll
með handsaum-
uðu munstri.
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
Föt og fylgihlutir