Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 49
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Eftir að hafa eytt vetrinum á Írlandi ákveður hrossagaukurinn að gleðja
okkur Íslendinga og fljúga yfir hafið. Látið hann ekki gera ykkur bilt við.
Hann stundar það að bíða alveg kjur þangað til þið komið upp að honum.
Þá flýgur hann í einum rykk í burtu og skrækir á ykkur.
Svona þekkirðu hrossagauk: Ef þú sérð fugl sem flýgur hálfskrykkjótt
en ákaflega fallega gæti þar verið hrossagaukur á ferð. Sérstaklega ef hann
hálfhneggjar svo á fluginu. Hann er svo auðþekktur þegar hann er á jörðu
niðri. Dökkbrúnn er hann að ofan með ljósum röndum og ljósari að neð-
an. Goggur er grár og fætur gulir.
Svona þekkirðu hreiðrið: Ef þú ert á ferð í mýrlendi gætir þú vel rekist
á hrossagaukshreiður. Það er milli þúfna og klætt sinustrám. Hjónin eru
pottþétt saman hjá ungunum um þessar mundir sem ættu að vera að
klekjast út úr eggjunum. Þau sjá um þetta í sameiningu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
GERIR ÞÉR BILT VIÐ: HROSSAGAUKURINN
Óðinshani er algengur fugl en vinur hans þórshan-
inn er mun sjaldgæfari. Margir rugla þeim saman.
Svona þekkirðu þá: Óðinshaninn er með ör-
mjótt, beint nef, svarta fætur og ótrúlega kvikar
hreyfingar. Ef þú sérð fugl á tjörn, snúast hratt í
hringi, hálfskoppandi er þetta líklega óðinshani.
Þórshaninn er svo nauðalíkur honum en best er að
einbeita sér að því að leggja muninn á haus þeirra
og goggi á minnið til að þekkja þá í sundur. Þórshan-
inn er með gulan gogg og stór hluti höfuðs er svart-
ur og hvítur meðan höfuð óðinshanans er brúnna.
Svona þekkirðu hreiðrið: Í raun er mjög ólíklegt
að fjölskyldan rekist á óðinshanahreiður í sumar því
það er afskaplega vel falið. Ef þið finnið fyrir algera
tilviljun dæld í þúfu, mosa eða sinu gæti þetta verið
hreiður fuglsins. Þórshaninn gæti valið sér gamlan
þara eða sjávargróður til að búa til hreiður í en
einnig graslendi. Honum er ekki eins umhugað og
óðinshananum um að hylja hreiðrið sitt. En sund-
hanarnir báðir eru, eins og aðrir sundfuglar, með
það fyrirkomulag að karlinn sér um að liggja á eggj-
unum og konan stingur bara af.
Morgunblaðið/Golli
EKKI ALLIR SEM ÞEKKJA Í SUNDUR: ÞÓRSHANI OG ÓÐINSHANI
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Ómar
Aðaldúlla sumarsins er glókollurinn. Svo er hann af svo fínni ætt; söngv-
araætt. Glókollurinn er einn af nýjustu varpfuglunum og er minnsti fugl
Evrópu, aldrei stærri en 10 sentimetrar. Það er metár hjá glókollinum í ár,
aldrei áður hafa fleiri glókollar verið á Vesturlandi.
Svona þekkirðu glókoll: Ef þér finnst þú aldrei hafa séð sætari og minni
fugl er þetta líklega glókollur. Hann er hnöttóttur, ólífugrænn að ofan og
ljós að neðan. Kollurinn á honum er með gulum bletti sem er rammaður
inn í svart. En það er þá reyndar kvenfuglinn. Karlinn er með appelsínugul-
ari tón. Þótt það sé enginn litur á kolli gæti þetta samt verið glókollur því
ungir fuglar fá ekki litinn sinn strax.
Svona þekkirðu hreiðrið: Glókollurinn gæti jafnvel tekið upp á því að
verpa tvisvar og hægt er að sjá nýtt hreiður núna en einnig í júní. Hreiðrið
áttu líklega eftir að rekast á í skógarlundi, glókollurinn vill vera í barr-
skógum.
GLÓKOLLUR: MINNSTA DÚLLAN
Í sveitaferðinni í sumar, sérstaklega ef þú skreppur í fjörur, gætirðu rekist á háværan hóp tjalda því þeir
vilja gjarnan vera sem mest saman. En þá gæti líka verið að finna á grænum túnum þar sem þeir eru að
kenna ungviðinu að veiða. Því miður hafa fuglatalningar bent til þess að eitthvað gæti tjaldinum verið að
fækka en þróunin er reyndar sú sama hjá mörgum öðrum vaðfuglum.
Svona þekkirðu tjaldinn: Ef þú sérð fugl með rauð augu, afar glæsilegan, stóran og áberandi rauðgulan
gogg og svo bleika fætur er afar líklegt að þetta sé tjaldur. Ef hann er þar að auki svartur að ofan og um
hausinn en hvítur frá bringu og aftur má bóka það. Hann er mjög líklega með smá læti, hann er að
minnsta kosti nokkuð hávær.
Svona þekkirðu hreiðrið: Hreiðrið er afar fábrotið, oftast bara lítil dæld í möl eða sandi og eggin sjálf
ljósbrún eða grá með svörtum rákum. Varptíminn er nú þegar hafinn og ættu ungarnir að vera að líta
dagsins ljós um þessar mundir. Þeir verða fleygir eftir um það bil mánuð.
Morgunblaðið/Ómar
MEÐ SMÁ LÆTI: TJALDURINN
Meira metan
Núna í Álfheimum
Vinur við veginn
Olís hefur opnað nýja metanafgreiðslu á þjónustustöð Olís í Álfheimum.
Áður höfðum við opnað metanafgreiðslu á þjónustustöð Olís í Mjódd.
Metanið er vistvænt íslenskt eldsneyti, unnið úr hauggasi frá lífrænum
úrgangi. Þriðja metanafgreiðslustöðin er svo væntanleg á Akureyri innan
skamms. Taktu grænu skrefin með Olís