Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Kælir vínið á leiðinni í glasið *Ravi-vínkælirinn er sniðug lausn fyrir þásem vilja kæla vínið hratt. Honum er ein-faldlega smellt framan á vínflösku og víniðkælist um leið og það rennur í gegnumkælinn, sem er eins konar stútur. Vínkæl-irinn kostar 40 dollara á Amazon.com eðarúmlega 4.500 krónur. Kælirinn er geymd- ur í frysti þegar hann er ekki í notkun. Flestir telja eflaust að símamarkaðurinn sé kominn í nokk-uð fastar skorður; Android og iOs verði ráðandi stýri-kerfi og aðrir eigi enga möguleika. Undanfarið hefur þó farsímakerfi Microsoft, Windwos Phone, sótt í sig veðrið og ný útgáfa, 8.1, sýnir að Microsoft ætlar að sækja fram af full- um krafti. Þó uppfærslan virðist ekki mikil á pappírnum, úr 8.0 í 8.1, kemur fljótlega í ljós að hún er umtalsverð, svo mikil reyndar að réttara hefði verið að nota útgáfunúmerið 8.5 eða jafnvel 9.0 – það segir sitt að á yfirliti yfir Windows Phone-stýrikerfið fara níu blaðsíður í að telja upp það sem er nýtt í 8.1. Ein helsta skrautfjöður Windows-síma hefur verið það sem Microsoft kallar lifandi flísar, en það eru reitir á upphafsskjá sem endurnýja sig eftir því sem upplýsingar berast. Þannig sýnir Facebook-flísin nýjustu upp- færslur, hægt er að hafa reit sem streymir nýjum fréttum, annan fyrir tölvupóst eða dagbók og svo má telja. Það er því nóg að líta að- eins á skjáinn til að fá yfirlit yfir það helsta sem maður vill fylgjast með á annað borð. Til eru við- bætur fyrir Android-síma sem gera þetta kleift að nokkru leyti, en ég hef ekki séð það eins vel gert og í Windows-farsímum. Í 8.1 uppfærslunni bætist það við að hægt er að setja á skjáinn reit fyrir vefsíður sem uppfærast þá eftir því sem þær eru uppfærðar. Upplýsingaflísar með vefsíðum eru knúnar af vafra, Int- ernet Explorer, en símaútgáfa hans er nú komin í útgáfu 11.0. Viðbætur í honum eru meðal annars svonefndur einkagluggi, sérstök stilling til að draga úr gagnamagni sem sótt er (færri myndir sóttar, auglýsingum sleppt og aðeins sóttur sá hluti síðunnar sem skoðaður er), samstilling mili tækja (vafrasaga og kökur fylgja frá borðtölvu í síma eða spjaldtölvu og öfugt), sérstakur leshamur fyrir vefsíður sem henta illa í farsíma og raddstýring með Cortana (meira um það hér fyrir neðan). Með Windows 8.1 fylgir betaútgáfa af þjónustu sem Micro- soft kallar Cortana (eftir samnefndri persónu í Halo- leikjunum). Ef kveikt er á Cortana (sem er ekki til fyrir ís- lensku sem stendur) þá kemur hún í stað Bing sem leitarvél og safnar að auki upplýsingum um notandann eftir því sem hann notar símann. Eftir því sem hún lærir meira nýtist hún betur, velur til að mynda fréttir og ábendingar sem falla að smekk og áhugamálum, en það er líka hægt að láta hana gera sitthvað eins og að minna mann á eitthvað tiltekið þegar maður er í tiltekinni verslun, eða á tilteknum stað. Líka má láta Cortana hætta að taka við símtölum á tilteknum tíma, en það má líka búa svo um hnútana að hringi einhver tvívegis innan þriggja mínútna þá nái símtalið í gegn og svo má líka stilla Cortana svo að sá sem hringir fær SMS með lykilorði sem hann getur sent til að ná sambandi ef erindið er áríðandi. Cortana svipar til Google Now að því leyti að hún sankar að sér upplýsingum eftir notkun sem þjónustan telur mikilvægar eða markverðar. Þær birtast svo í minn- isblokk Cortana og hægt að sýsla með þær þar, ef vill, og gera forritið fullkomnara fyrir vikið. Fín viðbót, en kostar smá tilfæringar að koma henni í gang hér. Önnur gagnleg nýjung er það sem kallast Wi-Fi Sense, en þá tengist síminn sjálfkrafa ef hann finnur opið þráðlaust net og gefur upp nafn, netfang eða símanúmer ef þess er krafist. Skemmtilegur snún- ingur á þessu er að hægt er að deila aðganginum, þ.e. þegar síminn hefur tengst tilteknu þráðlausu neti er hægt að deila þeim aðgangi með félögum sem eru með síma sem keyrir á Windows 8.1. Fjölmargt fleira má telja sem gerir Windows-síma þægilegri í notkun, en eftir að hafa notað ýmsar útgáfur af Windows fyrir síma finnst mér þessi útgáfa vera sú þægilegasta til þessa og sú sem auðveldast er að ná tök- um á; það mætti lýsa því svo að Microsoft þvingi ekki lengur notendur til að laga sig að stýrikerfinu, heldur lagar stýrikerfið sig að notandanum. NÝ ÚTGÁFA AF WINDOWS FYRIR FARSÍMA MICROSOFT KYNNTI Á DÖGUNUM NÝJA ÚT- GÁFU AF WINDOWS FYRIR FARSÍMA, SEM HEFUR FENGIÐ GÓÐAR VIÐTÖKUR. ENN Á FYRIRTÆKIÐ ÞÓ LANGT Í LAND AÐ SKÁKA ANDROID EÐA IOS EN NÝJA ÚTGÁFAN, WINDOWS PHONE 8.1, ER ÞÓ EINKAR VEL HEPPNUÐ UPPFÆRSLA. * Eitt af því sem gert hefurMicrosoft/Nokia erfitt fyrir á símamarkaði er að ýmis vinsæl forrit hafa ekki verið til fyrir stýri- kerfið. Þar hefur þó mikið áunnist og er reyndar svo komið að fólk kvartar helst yfir því að tiltekna leiki vanti, sem eru þó sumir mik- ilvægir (Candy Crush Saga) en líka sakna margir Snapchat. * Frábært kortaforrit fylgir,Nokia HERE Maps, og hefur það framyfir Google Maps að öll kort eru vistuð á símanum og því þarf ekki að sækja kortaupplýsingar þegar maður er til að mynda staddur erlendis eða á stað þar sem símasamband er stopult. Líka er hægt að láta símann segja manni til vegar (Nokia HERE Drive). * Enskumælandi njóta þess aðhafa Cortana, en þeir njóta þess líka að geta notað lyklaborðsstill- ingu sem kallast Word Flow og minnir um margt á Swype- lyklaborðsforritið. Með Word Flow er hægt að margfalda skrif- hraða, enda lyftir maður ekki fingrinum af lyklaborðinu heldur rennir honum á næsta staf og svo koll af kolli. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Cortana var gervigreind- arpersóna í Halo- leikjunum. Ég kynnti mér kosti Windows 8.1 á nýjum Nokia-síma, Lumia 630, sem er merkilegur fyrir margt og þá ekki síst verðið, því hann kostar ekki nema 32.990 kr. á vefsetri Opinna kerfa sem flytja símann inn. Hann er enginn lúxussími, eins og verðið gefur til kynna, en þrælsnöggur og skemmti- legur. Bakið á honum er plastskel sem skjár- inn (og vélbúnaður) fellur ofan í og hægt að fá í áberandi skærum litum ef vill. Örgjörvi í símanum er 1,2 GHz Quad-core Snapdragon 400 og vinnsluminnið 512 MB. Það er ekki mikið gagnaminni í símanum, 8 GB, en rauf fyrir microSD / microSDHC minniskort sem mega vera allt að 128 GB. 7 GB pláss í OneDrive gagnaskýrri Microsoft fylgir. Lumia 630 er fyrirtaks snjallsími og reyndar mjög góð kaup þegar litið er til þess hvað hann kostar. Hann fer vel í hendi, er 129,5 x 78,5 x 9,2 mm að stærð og 134 g að þyngd. Skjárinn er 4,5" IPS LCD ClearBlack með upplausnina 480 x 854 dílar, 218 ppi. Glerið er Gorilla Glass 3. Það er á honum 3,5 mm tengi fyrir hljóð inn / út og microUSB-tengi fyrir gagnaflutning og straum. Síminn styður Bluetooth 4.0 og b/g/n þráð- laust net. Það er líka innbyggt útvarp. Það kemur varla á óvart að svo ódýr sími sé ekki með 4G stuðning, en væntanleg er dýrari týpa, 635, sem er með 4G og líka skilst mér útgáfa fyrir tvö SIM-kort sem hefur augljósa kosti. Rafhlaða í símanum er 1.830 milliamper, tal- tími getur verið allt að 20 klst. og bið allt að 600 klst. NOKIA LUMIA 630 Snar og skemmtilegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.