Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 30
Matur
og drykkir
Færri innihaldsefni betri
*Að lesa utan á umbúðir matvæla geturverið góð skemmtun, en oft getur líkaverið ógnvekjandi að sjá langan lista yfirinnihaldsefni sem við sem neytendurkunnum takmörkuð skil á. Gott er að hafaeftirfarandi þumalputtareglu í huga þegarinnihaldslýsing er lesin, sérstaklega unnin
matvæli: því styttri sem innihaldslýsingin
er því betra.
orku til lengri tíma og henta því lík-
amanum vel, og eru því nauðsyn þeim
sem stunda heilsubætandi hreyfingu og
íþróttir, segir Sigríður og telur ýmsa
aðra hollustu til.
„Kartöfluna er hægt að elda á marga
vegu og óteljandi uppskriftir til. Gamla
góða suðan stendur alltaf fyrir sínu, svo
er hægt að gratínera hana, baka,
steikja, djúpsteikja, grilla, nota í heit og
köld kartöflusalöt, baka úr henni brauð
og kökur og gera konfekt svo eitthvað
S
éra Björn Halldórsson prestur í
Sauðlauksdal við Patreksfjörð
pantaði árið 1758 nokkrar kart-
öflur frá Kaupmannahöfn. En
þar sem hann fékk kartöflurnar ekki
fyrr en ári síðar þá telst hann í öðru
sæti, því fyrstur til að rækta kartöflur á
Íslandi varð Svíinn Friedrich, kallaður
Hastfer hrútabarón. Það var árið 1758 á
Bessastöðum. Björn ræktaði kartöflur
með góðum árangri og breiddi út boð-
skapinn um hollustu og gæði þeirra, og
er honum yfirleitt eignaður heiðurinn af
því að hefja kartöflurækt á Íslandi.
Kartaflan telst vera sérlega hentug
til þess að sjá mannkyninu fyrir ákveð-
inni grunnnæringu. Plantan þykir mjög
aðlögunarhæf, vex við ólík og einföld
skilyrði, er því auðveld í ræktun. „Kart-
aflan hefur alhliða næringargildi sem
fastur hluti hverrar máltíðar er hún góð
undirstöðufæða,“ segir Sigríður Valdís
Bergvinsdóttir á Akureyri, mikil áhuga-
manneskja um kartöflur. Faðir hennar,
Bergvin Jóhannsson á Áshóli í Grýtu-
bakkahreppi er formaður Félags kart-
öflubænda „og ég hef áhugann og alla
mína visku um kartöflur beint frá hon-
um.“
Hún segir kolvetni lífsnauðsynleg
mannslíkamanum þar sem heili og
taugakerfi nota þau sem sinn aðal-
orkugjafa. „Kolvetnin í kartöflum gefa
sé nefnt,“ segir Sigríður. „Kartaflan
hefur verið lofsungin sem gjöf af himn-
um og brauð jarðar, enda var hún mikil
blessun fyrir almúgann í Evrópu þegar
hún barst þangað. Segja má að hvergi
hafi hún verið eins ríkjandi hluti fæð-
unnar og á Írlandi og að írska þjóðin
hafi á tímabili nánast lifað á kartöflum
einum saman. En kartöflurækt og
neysla kartaflna hefur bjargað mörgum
mannslífinu og því eru þær taldar vera
nauðsynlegur hluti af fæðuörygginu.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
GÓÐ, ALHLIÐA NÆRING
Kartaflan hefur bjargað
mörgum mannslífum!
KARTÖFLUR ERU MIKILVÆGUR HLUTI HOLLS OG FJÖLBREYTTS MATARÆÐIS. ÞÆR ERU AUK ÞESS
LÉTTAR Í MAGA OG AUÐMELTANLEGAR,“ SEGIR SIGRÍÐUR VALDÍS BERGVINSDÓTTIR Á AKUREYRI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Sigríður Valdís úti í góða veðrinu með kartöfluklattana og pestóið sem hún útbýr.
Hvernig
á að bera
sig að?
Að setja niður
Flestar jarðvegsteg-
undir eru nothæfar fyrir
kartöflurækt en þær
hafa mismunandi eig-
inleika. Algengast er
mold og mýrarjarðvegur
en einnig eru kartöflur
oft ræktaðar í sand-
jarðvegi.
Sýrustigið skiptir máli
í jarðveginum en það er
mælt í pH-tölu. Æskileg-
ast er að pH í kart-
öflugörðum sé um 5,5.
Ef jarðvegurinn er bas-
ískari, þ.e. pH-talan er
há, þá er hætta á að
kartöflurnar spillist af
kláðasjúkdómum.
Nauðsynlegt er að
stinga vel upp jarðveginn
og bera í hann áburð áð-
ur en sett er niður. Talað
er um að það þurfi 200
gr af áburði á fermetra.
Lífrænni mold til
blands við jarðveginn er
náttúrulega gott að bæta
á annað slagið því mold-
in bæði fýkur til og rýrn-
ar. Einnig er gott að huga
að hitastiginu þegar sett
er niður . Það er nauð-
synlegt að hafa jarðveg-
inn þurran og ekki of
kaldan og gott að nýta
sólarhlutann af deginum
við niðursetningu ef
möguleiki er.
Áburðurinn virkar
best við 13 – 14 stiga
hita þegar kartaflan er
komin niður.
Spírun
Góðar spírur fást
með því að hafa kartöfl-
urnar í grunnum kössum
í um 4 vikur við 10 – 15
gráða hita.
Talað er um að það
þurfi 22-27 kg á 100m²
og um 75 cm milli raða
a.m.k. hjá stórbændum
sem þurfa að nota vélar
við að setja niður og
taka upp. Í heimagörð-
um má vera styttra á
milli.
Best er að hafa 25-35
cm á milli kartaflna.
„Faðir minn miðaði alltaf
við að ef kartafla var sett
niður við tána á skónum
hans væri sú næsta við
hælinn. Þá var bilið rétt.
Bara spurning um að
tékka á skóstærðinni hjá
honum!“ segir Sigríður.
Best er að setja kart-
öfluna um það bil 8 cm
niður í jörðina.
Gott er að setja glært
plast eða trefjadúk yfir
kartöflubeðin þar til
grösin eru komin svolít-
ið upp.
KARTÖFLUKLATTAR
2 egg
2 msk. matarolía
1-2 msk hrásykur (má sleppa)
2 ½ dl spelt
4 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. Maldoonsalt
2 ½ bolli mjólk eða ab-mjólk
1 dl hafragrjón eða bankabygg
300 gr soðnar kartöflur, stapp-
aðar
Hrærið egg, matarolíu og hrásykur
saman í skál. Bætið spelti, vín-
steinslyftidufti, maldonsalti saman
við. Hrærið mjólkinni saman við og
bætið kartöflum og hafra-
grjónum/bankabyggi út í.
Steikið klatta á pönnuköku-
pönnu, hafið ekki of mikinn hita á
pönnunni.
KARTÖFLUPESTÓ
2 dl matarolía
200 g kartöflur, soðnar og
kældar
1 búnt basilika
1 búnt myntulauf eða fersk
timjan
Handfylli klettakál eða spínat
70 g pistasíukjarnar
50 gr graskersfræ
2 hvítlauksgeirar
2 msk. Parmesanostur
Salt (Himalayan)
Pipar
Setjið allt saman nema kartöflurnar
í matvinnsluvél og maukið vel.
Stappið kartöflurnar og bætið út í.
Saltið og piprið eftir smekk. Setjið
á krukkur og geymið í kæli. Pestóið
er virkilega gott ofan á klatta brauð
og kex en líka hægt að smyrja því
ofan á alls konar grillmat: kjöt, fisk,
kjúkling og grænmeti. Gefur grill-
matnum gott bragð.
Pestóið er hægt að geyma í um
það bil tvær vikur í ísskáp.