Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 15
hann myndi hverfa og sagði: I do
it free because you are my fri-
end. Ég hafnaði boðinu, hefði ég
sagt já hefði Libman horfið því
þannig var þessi heimur. Þetta
var á laugardegi og á mánudegi
hitti ég Libman og ég hlýt að
hafa horft á hann með ein-
kennilegu augnaráði.“
Hnignun manneskjunnar
Hvernig var líf fólks í Úkraínu á
þessum tíma?
„Fólk bjó þröngt en samkvæmt
sovéska skipulaginu hafði hver
manneskja sjö fermetra fyrir sig
prívat og persónulega. Þarna
komst fólkið af með því að vera
með kálgarða og rækta grænmeti
og ávexti. Þegar fólk tók upp-
skeruna inn á haustin þá sauð
það og súrsaði og geymdi síðan í
endalausum krukkum sem síðan
var raðað upp um alla veggi í
litlu íbúðunum. Verslanir voru
nokkurn veginn tómar, en þó var
selt brauð og heima átti fólk sína
súrsuðu tómata. Aðalfæðan var
kartöflur og tómatar því kjöt var
takmarkað og afar dýrt. Þannig
lifði fólkið.
Það er engin furða að Gorba-
sjov hafi gefist upp á að verja
þessa stefnu enda drepur hún
allt. Rétt eins og er að gerast í
Norður-Kóreu núna. Ef einka-
framtakið og viljinn til að skapa
fá ekki að njóta sín þá koðnar
manneskjan niður. Það var ótrú-
lega sorglegt að verða vitni að
þessari hnignun manneskjunnar. Í
Úkraínu var mögulegt að sjá
hvað hafði verið gert fyrir bylt-
ingu því í listasafninu voru stór-
kostleg listaverk frá þeim tíma
og í miðbæ Odessa niður við
höfn eru margar fallegar bygg-
ingar þar sem handverk og sköp-
un nutu sín en undir komm-
únismanum var allt óvandað og
hörmulegt.
Ég hélt þetta út í tvö og hálft
ár í von um að hlutirnir myndi
breytast og ástandið skána. Svo
varð þetta að taka enda. Menn
sögðu að ég hefði sýnt þraut-
seigju með því að vera þarna
svona lengi.
Henson hélt sínu striki allan
tímann vegna mikils dugnaðar
konu minnar, Estherar Magn-
úsdóttur, og börnin Begga og
Einar Bjarni hafa lagt fyrirtæk-
inu til gífurlega vinnu og alúð.
Hjá Henson er flest laust við að
vera staðlað og við fáum enda-
lausar sérpantanir af öllu mögu-
legu tagi. Tæknilega er fyrirtækið
mjög svo fullkomið og við fram-
leiðum föt af öllu tagi. Við fram-
leiðum búninga nánast allra
körfuboltaliða á Íslandi og fjöl-
breytnin er gríðarleg. Fatnaður
fyrir fimleika, frjálsar íþróttir,
blak, handbolta, motorcross, hjól-
reiðar, glímu, sund – þó ekki það
sem fer ofan í laugina – strokka,
hárbönd, veifur, bara nefndu það
og nú síðast skíðafatnaður sem
meðal annars var notaður á Ól-
ympíuleiknum í Sotchi. Auðvitað
framleiðum við knattspyrnubún-
inga fyrir fjölmörg lið en þó ekk-
ert af þeim sem leika í efstu
deild og nú er stefnt að því að
breyta því. Henson á sannarlega
brýnt erindi til þess að brjóta
upp einsleitt útlit margra knatt-
spyrnu- og handboltafélaga, ekki
sízt þar sem við bjóðum mun
meiri gæði í keppnispeysum, stór
yfirlýsing en sönn.“
Talandi um knattspyrnu, þú
varst mikill íþróttamaður.
„Já, ég lék knattspyrnu með
Val og við urðum Íslands- og
bikarmeistarar á því tímabili.
Þótt ekkert væri sjónvarpið var
enski boltinn mjög vinsæll á
þessum tíma en flest var miðað
við Puskas sem var Ungverji,
feikilega flinkur leikmaður og
mjög dáður. Seinna varð Pelé
aðalátrúnaðargoðið og það hefur
gefið mér mikið að hafa í tímans
rás hitt þessa tvo snillinga,
Maradona, Beckham og einnig
fjöldann allan af hetjum knatt-
spyrnunnar og fengið tækifæri til
þess að kynnast því hvernig hlut-
irnir virka í heimi knattspyrn-
unnar.“
Ekki óvænt símtal
Ég veit að þú varst vinur Her-
manns Gunnarssonar, var þér
brugðið þegar hann lést óvænt?
„Óvænt er ekki orðið sem ég
myndi nota. Það fyrsta sem ég
sagði þegar sameiginlegur vinur
okkar Hemma hringdi í mig frá
Taílandi til að segja mér að hann
væri dáinn var: Þetta símtal er
ég búinn að óttast lengi. Það var
bara þannig að þegar Hermann
fór í Dýrafjörðinn að dvelja hjá
fóstru sinni henni Unni gladdist
ég en þegar hann fór til útlanda
varð ég sorgmæddur. Hann losn-
aði aldrei við alkóhólismann en
átti sína kafla þar sem hann
spjaraði sig ágætlega og gat þá
verið edrú erlendis en oftast var
það þó ekki. Hemmi var tvískipt-
ur maður en hjartahlýjan var
geislandi. Umfram allt var hann
bráðskemmtilegur.“
Hvaða áhugamál áttu utan
vinnunnar?
„Ég hef ákaflega gaman af
söng og myndlist. Ég æfi með
Valskórnum á mánudögum, en sá
kór er orðinn ansi góður ekki
síst vegna frábærs starfs Báru
Grímsdóttur kórstjóra sem einnig
er frábært tónskáld, og á þriðju-
dögum er ég í myndlistarhópi
sem hittist í góðri aðstöðu í
Hafnarfjarðarhrauni og málar.
Þannig að ég nýti tímann utan
vinnu fyrir þessi tómstundaáhuga-
mál mín. En ég hef ákaflega
gaman af að vinna í Henson og
vinn langan vinnudag. Ég er
kominn mjög snemma í vinnu og
er eins lengi og þarf. Þetta er
vinna sem þarf að sinna vel. Ég
missi aldrei áhugann á því sem
ég er að gera.
Ég lít á mig sem mjög hepp-
inn mann og ég á frábæra fjöl-
skyldu sem er mjög samhent.
Svo er bara spurning um það
hversu lengi maður heldur heils-
unni, en meðan hún er í góðu
lagi þá kemst ég yfir að gera
ansi margt.“
„Ég er kominn mjög snemma í
vinnu og er eins lengi og þarf. Þetta
er vinna sem þarf að sinna vel. Ég
missi aldrei áhugann á því sem ég er
að gera,“ segir Halldór í Henson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
* Ég man eftir umræðum í gamla daga í Félagi íslenskra iðn-rekenda þar sem margir sáu fyrir sér að íslenskur iðnaðurlegðist í rúst ef við gerðumst meðlimir í EFTA og voru sannfærðir
um að til dæmis íslenskur sælgætisiðnaður færi fjandans til ef
mackintosh-dollur fengjust hér í búðum. Þær voru smyglgóss á
þessum tíma og fólk var að pukrast með þær í handfarangri.
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15