Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 51
bridge í Englandi en leist illa á að-
stæður þar.“
Síðustu orð Steina Gísla
Meðan Pape var í Belgíu hringdi í
hann Sigursteinn Gíslason þjálfari
Leiknis sem lýsti miklum áhuga á
að fá hann til liðs við félagið sem
lék í næstefstu deild. Fyrst ekkert
varð úr Belgíuævintýrinu ákvað
Pape að gefa Leikni tækifæri.
Kannaðist við nokkra leikmenn í
liðinu og leist vel á Sigurstein sem
þjálfara. Sumarið varð mikil rússib-
anareið.
„Í byrjun sumars tilkynnti Steini
okkur að hann hefði greinst með
krabbamein og þyrfti að taka sér
frí frá störfum. Hann kom ekki aft-
ur, var sagt upp seinna um sum-
arið. Veikindi Steina slógu okkur
leikmennina út af laginu og við vor-
um í miklu basli allt tímabilið.
Björguðum okkur naumlega frá
falli í lokaleiknum, þar sem ég náði
að skora fjögur mörk gegn sjálfum
deildarmeisturunum, Skagamönn-
um. Það rættist því úr sumrinu.“
Pape ber mikið lof á Sigurstein.
„Steini er einn sterkasti maður sem
ég hef kynnst. Hann dæmdi mig
ekki út frá því sem hann hafði lesið
í fjölmiðlum heldur gaf mér tæki-
færi. Hann var alltaf til staðar og
hjálpaði mér mikið, líka eftir að
hann hætti að þjálfa liðið. Steini
hringdi síðast í mig viku áður en
hann dó og við áttum gott samtal.
Hann sagði við mig að ég hefði allt
sem þyrfti til að ná langt, ég yrði
bara að hafa hugarfarið í lagi. Það
voru ómetanleg orð, þau síðustu
sem Steini Gísla sagði við mig. Mér
brá mjög þegar ég frétti af andláti
hans, vissi ekki að hann væri svona
langt leiddur. Steini mætti veik-
indum sínum af miklu æðruleysi og
lét þau ekki hafa nein áhrif á sig.“
Í samningi Pape við Leikni var
klásúla þess efnis að kæmist liðið
ekki upp í efstu deild mætti hann
fara annað. Þegar Grindavík gerði
honum tilboð ákvað hann því að slá
til og spreyta sig aftur meðal hinna
bestu. Þar beið hans annar sterkur
karakter – Guðjón Þórðarson,
sem þá var nýtekinn við
liðinu.
„Gaui er mjög
hreinskilinn
maður
og strax á okkar
fyrsta fundi sagði hann við mig:
„Pape, það eru margir búnir að
vara mig við að semja við þig.
Nú skalt þú sýna þessu fólki að
það hafi rangt fyrir sér!“ Ég
mun aldrei gleyma þessu sam-
tali, það hafði mjög hvetjandi
áhrif á mig.“
Pape lét ekki segja sér það
tvisvar, æfði eins og berserk-
ur um veturinn og var kom-
inn í „sumarform“ í febrúar.
Raðaði svo inn mörkum á
undirbúningstímabilinu. Horfur
voru feikilega góðar.
Þá dundi ógæfan yfir, Pape
meiddist á mjöðm rétt fyrir mót.
„Það gerðist ekkert sérstakt, á
einni æfingunni fór ég bara að
finna fyrir verk í mjöðminni
sem versnaði svo og versnaði.
Mér gekk illa að fá mig góðan
og niðurstaðan var sú að ég
þyrfti að fara í stóra aðgerð
sem myndi þýða átta mánaða
fjarveru. Aðgerðinni var frestað
fram á haust og ég látinn spila
án þess að æfa. Ég bjó að því
að vera í frábæru formi en
Þess má geta að móðir hans var
skilin á þessum tíma.
Pape segir brottreksturinn sér-
staklega sáran í ljósi þess að vet-
urinn 2008-09 hafði hann hugsað
sér að fara til Frakklands í nám en
hætti við að beiðni stjórnar Fylkis
sem þá var farin að líta á hann sem
burðarás í liðinu. „Eftir það fannst
mér ég kannski eiga eitthvað smá-
vegis inni hjá þeim en það var
greinilega misskilningur.“
Pape var að vonum vonsvikinn
eftir brottreksturinn og átti erfitt
uppdráttar andlega. Læsti sig inni
fyrstu dagana á eftir. „Ég reyndi
að vera sterkur en sannleikurinn er
sá að ég brotnaði alveg niður. Mik-
ið var gert úr málinu í fjölmiðlum
og um það talað úti á lífinu. Til að
deyfa sársaukann djammaði ég
mikið. Hélt að það myndi hjálpa.
Svo var ekki. Þegar hér er komið
sögu var ég sjálfur farinn að upp-
lifa mig sem einhvern vandræða-
gemling. Fólk var búið að sannfæra
mig um það.“
Gamall vinur Pape úr Fylki,
Kjartan Andri Baldvinsson, lék með
Leikni og hringdi til að bjóða hon-
um á æfingar í Breiðholtinu.
„Kjartan var einn af þeim fáu sem
hringdu til að athuga hvernig ég
hefði það. Góður vinur og ég lét til
leiðast og fór með honum á æfingu
hjá Leikni. Samt var ég búinn að
taka ákvörðun. Ég gat ekki meir og
tilkynnti umboðsmanninum mínum
að ég vildi komast frá Íslandi.“
Það varð til þess að Pape komst
á reynslu hjá 2. deildar félaginu FC
Turnhout í Belgíu. „Það byrjaði vel
og ég var orðinn vongóður um að
verða boðinn samningur. Þá var
þjálfarinn rekinn, nýr tók við og
þetta rann út í sandinn. Ég fór líka
til æfinga hjá Dagenham & Red-
og skyndilega leið mér eins og ég
hefði lagt heiminn að fótum mér.
Ég var byrjaður að drekka áfengi
og skemmti mér töluvert á þessum
tíma. Var satt best að segja hálf-
gerður spaði. Eftir á að hyggja var
ég bara á rangri braut í lífinu án
þess að átta mig á því sjálfur.“
Fótboltasumrinu lauk óvænt hjá
Pape í byrjun september þetta ár
þegar Fylkir rifti samningi við
hann. Uppgefin skýring á þeim
gjörningi var trúnaðarbrestur.
„Þetta var agabrot. Mér urðu á
mistök. Gerði hlut sem ég átti ekki
að gera. Ég sá strax eftir því en ef
til vill var ég ekki nógu auðmjúkur
í minni iðrun á þessum tíma. Ég
myndi aldrei gera svona lagað í
dag. Eigi að síður fannst mér þá og
finnst enn að Fylkir hefði getað
leyst málið með öðrum hætti en að
reka mig úr félaginu.
Auðvitað áttu þeir að
refsa mér en hefðu getað
gert það með því að setja mig í
bann eða lána mig til annars félags.
Það var fullgróft að reka mig. Ég
var bara krakki, nítján ára, og
Fylkir var mín önnur fjölskylda.
Móðir mín hefur alltaf verið stoð
mín og stytta en á þessum tíma-
punkti í mínu lífi kom það sér illa
að faðir minn skyldi vera í útlönd-
um. Mig vantaði tilfinnanlega föð-
urímynd hér á Íslandi. Einhvern til
að setjast niður með mér og gefa
mér holl ráð. Það hefði stjórn Fylk-
is getað gert. Menn ákváðu hins
vegar að fara þessa leið og við því
er ekkert að segja. Það breytir ekki
því að mér þykir ennþá mjög vænt
um Fylki. Ég mun alltaf geyma fé-
lagið í hjarta mér.“
smám saman hvarf það. Eftir leiki
svaf ég varla fyrir verkjum. Á
heildina litið átti ég þó þokkalegt
tímabil.“
Grindavík féll um haustið og
Pape fann að ekki var mikill áhugi
fyrir því að senda hann í aðgerð,
eins og um hafði verið talað. Hann
ákvað því að róa á ný mið.
Víkingur varð fyrir valinu en það
fornfræga félag lék í næstefstu
deild sumarið 2013. Þar hitti Pape
fyrir sinn gamla þjálfara úr Fylki,
Ólaf Þórðarson. „Það var fínt að
koma aftur til Óla. Hann þekkir
mig vel og veit hvað ég get. Óli hef-
ur sýnt mér mikla þolinmæði og
reynst mér vel í alla staði.“
Úr því aðgerðinni var frestað
gerði læknir Pape Víkingum grein
fyrir því að hann myndi í mesta
lagi ná tíu leikjum yfir sumarið.
Þeir urðu tuttugu „á þrjóskunni“,
eins og Pape orðar það sjálfur og
undir lokin átti hann drjúgan þátt í
að koma liðinu upp í efstu deild.
Það var mikil hvatning að komast
upp og strax eftir síðasta leik var
Pape sendur í aðgerð, til að freista
þess að hann yrði góður fyrir sum-
arið í ár. Það tókst.
Spurður um væntingar og þrár
til lengri tíma viðurkennir Pape að
það hafi alltaf verið draumur að
komast í atvinnumennsku. „Ég er
svo sem ekki mikið að hugsa um
það í augnablikinu, núna er aðal-
atriðið að koma sér í gott form. Ég
spilaði hins vegar með og á móti
mönnum eins og Alfreð Finn-
bogasyni, Kolbeini Sigþórssyni,
Guðlaugi Victori Pálssyni og Jó-
hanni Berg Guðmundssyni í yngri
flokkunum og var ekkert síðri enn
þeir. Það er mér hvatning til að ná
þeim hæðum aftur.“
Markmiðið er líka að spila fyrir
Ísland. „Ég hef leikið með yngri
landsliðunum og það yrði mikill
heiður að leika fyrir a-landsliðið í
framtíðinni. Ég er líka gjaldgengur
í landslið Senegal en það verður
ekki. Ég er búinn að velja Ísland.“
Bróðirinn með hanakamb
Pape líður vel á Íslandi og enda
þótt hann færi síðar meir í atvinnu-
mennsku gerir hann fastlega ráð
fyrir að koma hingað aftur að henni
lokinni. Móðir hans býr hér enn og
það gera líka fjórir bræður hennar
og fjölskyldur þeirra. „Þetta fólk er
mjög stolt af mér og árangri
mínum í boltanum. Það er mér
mikil hvatning. Sömu sögu
má segja af frændfólki mínu
í Senegal og föður mínum og
systkinum í Bretlandi. Bróðir minn
vill vera alveg eins og ég. Hann er
meira að segja kominn með hana-
kamb.“
Hann hlær.
„Annars virðist ég almennt njóta
hylli meðal barna. Krakkarnir í
yngri flokkunum eru alla vega mjög
duglegir að koma og tala við mig,
hvort sem það er hjá Víkingi, Fylki
eða annars staðar. Ég hef mjög
gaman af því að vera fyrirmynd.
En því fylgir auðvitað mikil
ábyrgð.“
Spurður um persónulega hagi
brosir Pape í kampinn og upplýsir
að hann sé á lausu. „Ég var með
stelpu í um átta mánuði en við er-
um nýhætt saman. Það var erfitt.
Ég er tiltölulega rólegur í kvenna-
málunum enda fer ég lítið á
djammið í seinni tíð. Fótboltinn á
hug minn allan um þessar mundir.
Gerist eitthvað í kvennamálunum
þá bara gerist það.“
Eða eins og skáldið sagði: Que
sera, sera ...
Morgunblaðið/Kristinn
Enda þótt við-
skilnaðurinn hafi
verið leiðinlegur
er Pape af-
skaplega hlýtt til
Fylkis. Félagið
var hans önnur
fjölskylda.
Morgunblaðið/Eggert
Víkingurinn Pape Ma-
madou Faye á sér
þann draum að kom-
ast í atvinnumennsku
og leika fyrir íslenska
landsliðið.
Pape í leik með Víkingi gegn uppeldisfélagi sínu Fylki á dögunum.
Morgunblaðið/Golli
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51