Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 1
#
$%&'()*+)
,$-.%//%,0'%)
,01'%231
,01'%/,$45)
1+),0)6
$16&'()*+)
7
L A U G A R D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 174. tölublað 102. árgangur
Í SVIFVÆNG
Á NÍRÆÐIS-
AFMÆLINU
SNÆLDAN SNÝR
AFTUR Í
TÓNLISTINNI
ORÐIN TÍSKUTÁKN 49FLÝGUR EINS OG MÁVUR 10
Morgunblaðið/Þórður
Ódýrt? Þetta hús í Reykjavík fæst á 35
m.kr. Það þarfnast þó mikilla endurbóta.
Hægt er að fá þriggja herbergja
íbúð við Hringbraut, 96 fermetra
hæð í austurbæ Reykjavíkur, 267
fermetra einbýlishús með átta her-
bergjum á Eskifirði eða 264 fer-
metra hundrað ára gamalt hús í
Vestmannaeyjum fyrir 35 milljónir
króna. Í Reykjavík má líka finna
hús á 35 milljónir króna í Fell-
unum, en sá galli er á gjöf Njarð-
ar að leggjast þarf í talsvert mikl-
ar endurbætur á því, að innan sem
utan.
Þetta kemur fram í úttekt
Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Upphæðin er ekki úr lausu lofti
gripin en hún er meðaltal þeirra
kaupsamninga sem gerðir voru
um fasteignir síðustu tólf vikurnar
á höfuðborgarsvæðinu.
Blokkaríbúð í
Reykjavík eða ein-
býlishús á Eskifirði?
Hættumerki komin fram
» Sérfræðingur hjá einum við-
skiptabankanna telur mikla
bjartsýni ríkja í hótelgeiranum,
„huga þurfi að varúðarljósum“.
» Mikill vöxtur sé ekki gefinn.
Baldur Arnarson
Þorsteinn Ásgrímsson
Raunhæft er að íbúðahótel geti haft
um og yfir milljón króna á mánuði í
tekjur af leigu íbúðar í Reykjavík
miðað við algenga meðalnýtingu.
Fjallað er um tekjumöguleika
íbúðahótela í Morgunblaðinu í dag.
Tekjurnar geta verið mun meiri.
Dýrasta gistingin sem dæmi er
tekið af er hjá Black Pearl í
Tryggvagötu. Þar kostar nóttin í
júní næsta sumar 155 þúsund. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins hefur
verið annríki hjá íbúðahótelinu í
sumar, en það er fimm stjörnu.
Baldvin Baldvinsson, annar eig-
enda bókunarþjónustunnar Iceland
Summer, segir útleigu á íbúðum til
ferðamanna í Reykjavík eiga mikla
framtíð fyrir sér. Fyrirtæki greiðir
eigendum 2ja herbergja íbúða 14
þúsund fyrir hverja leigða nótt.
Jökull Tómasson, eigandi K
Apartments, leigir út 57 íbúðir í
Reykjavík. Hann segir verulega
hættu á offjölgun gististaða. Grein-
ingardeild einnar útbreiddustu bók-
unarsíðu heims hafi komið auga á að
færri bókanir bárust í vor en í fyrra.
MGeri ekki sömu… »22-23
Milljónir í leigu á mánuði
Tekjur íbúðahótela í Reykjavík af einni íbúð geta hlaupið á milljónum á mánuði
Eigandi íbúðahótels segir hættu á offjölgun gististaða í miðborg Reykjavíkur
Myndin Forsíða Morgunblaðsins 13.
október 1986 sýnir m.a. málverkið.
Frægt málverk af Bjarna heitnum
Benediktssyni, fyrrverandi for-
sætisráðherra og borgarstjóra í
Reykjavík á árunum 1940 til 1947,
gæti verið enn eina ferðina á leið
upp á vegg í fundarherberginu í
Höfða.
Málverkið, eftir Svölu Þóris-
dóttur Salman, var í bakgrunni
myndar af þeim Ronald Reagan
og Mikhaíl Gorbatsjov, á mynd
ljósmyndara Hvíta hússins, sem
birtist í helstu fjölmiðlum heims,
hinn 13. október 1986, morguninn
eftir að 48 stunda leiðtogafundi
stórveldanna lauk í Reykjavík.
Síðan það var virðist myndin
hafa orðið að bitbeini mismunandi
meirihluta borgarstjórnar Reykja-
víkur. R-listinn, undir forystu
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
lét taka málverkið niður; Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri lét setja verkið upp aftur,
í sinni skömmu borgarstjóratíð og
meirihluti Besta flokksins og Sam-
fylkingarinnar lét taka það niður á
nýjan leik 2011.
Verði kvikmynd um leiðtoga-
fundinn tekin í Höfða, er mál-
verkið að líkindum á leið upp á
vegg í Höfða á nýjan leik. »6
Málverk á vegg í Höfða á ný?
Mynd af Bjarna Benediktssyni tekin niður árið 2011
Vestmannaeyingar fjölmenntu á bryggjuna þeg-
ar Sigurður VE 15, nýtt uppsjávarskip Ísfélags
Vestmannaeyja, kom til heimahafnar um hádeg-
isbil í gær. Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi
Ísfélagsins, tók ásamt fjölskyldu sinni, vinum og
starfsfólki félagsins á móti skipinu.
„Þetta er mikill gleðidagur fyrir okkur fjöl-
skylduna og Ísfélagið. Það er merkur áfangi að
taka á móti glæsilegu nýju uppsjávarskipi sem er
búið þeim besta búnaði sem völ er á. Meðal ann-
ars öflugu kælikerfi sem eykur gæði og um leið
aflaverðmæti. Við óskum skipi og áhöfn velfarn-
aðar,“ sagði Guðbjörg við Morgunblaðið.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnar-
formaður Ísfélagsins, segir Sigurðarnafnið hafa
verið tengt skipum eigenda Ísfélagsins um ára-
tuga skeið og alltaf verið tengt árangri og sigr-
um. »20-21
Sigurði VE 15 var vel fagnað í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Nýtt uppsjávarskip Ísfélagsins komið til heimahafnar
Stríður straum-
ur ferðamanna
hefur legið á
Austurland í sum-
ar, en þar hefur
verið mikil veð-
urblíða. Sólin hef-
ur einnig skinið á
Norðurlandi, en
um helgina lýkur
Landsmóti skáta á
Akureyri og Mærudagar verða á
Húsavík svo nóg er af fólki á svæð-
inu. Tjaldvörður segir stóran hluta
þess höfuðborgarbúa sem flýja
rigninguna. »19
Leita sólarinnar fyr-
ir norðan og austan
Skátar á Akureyri.
Þótt ekki sé lengur talin hætta á
skriðuföllum með tilheyrandi flóð-
bylgju í Öskjuvatni vilja almanna-
varnir hafa varann á og verður því
umferð ferðafólks við Öskju tak-
mörkuð áfram næstu daga. Björn
Oddsson, jarðeðlisfræðingur og
verkefnastjóri hjá almannavarna-
deild Ríkislögreglustjóra, segir að
fylgst verði með svæðinu áfram í
samvinnu við landverði og staðan
metin í næstu viku.
Ferðafólk getur sem fyrr gengið
að Víti og séð þaðan yfir Öskjuvatn.
Almannavarnir
vara hins vegar
við hættu í og við
sárið eftir berg-
hlaupið. Þar er
talin hætta á að
hrynji úr klettum,
þótt ekki sé bráð
hætta af flóð-
bylgju af völdum
skriðufalla.
Hættuástand þar getur varað í ár
eða lengur en svæðið er nokkuð frá
vinsælustu leiðum ferðafólks. »4
Áfram hætta í sárinu
Líkur á að opnað verði fyrir
gönguleið í Öskju eftir eina viku
Björn Oddsson