Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
HÁR
Dreifingaraðili
Viljum bæta við söluaðilum
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á
MEST SELDU HÁRVÖRURNAR Á MARKAÐNUM Í DAG
Hárteygjur Hárburstar
Bandaríski uppistandarinn Dean
Young mun efna til veislu á Bar
11 við Hverfisgötu 18 í kvöld
klukkan 21.30 en þar hyggst hann
skemmta gestum með sínu sér-
stæða gríni. Dean Young er meðal
annars ritstjóri Scene Magazine en
uppistandið er hluti af Icelandic
Comedy Festival. Mikið hefur ver-
ið um uppistand á Bar 11 upp á
síðkastið en nú síðast fór þar ein-
mitt fram keppnin Best of Til-
raunauppistand 2014 en þar fór
Sigurður Anton Friðþjófsson með
sigur af hólmi.
Morgunblaðið/Eggert
Skemmtun Uppistandarinn Dean Young
verður á Bar 11 í kvöld klukkan 21.30.
Uppistand á Bar 11
Dalabyggð er áhugasöm um menn-
ingu og það hefur til dæmis komið
fram í Eiríksstöðum sem Dalabyggð
hefur byggt upp. Friðjón Þórðarson,
frændi minn, hafði forystu um það
verk á sínum tíma og reyndar ýtti
hann líka af stað Sturlusetri fyrir
nokkrum árum og við höfum haldið
ótrauðir áfram með það. Áhugi Dala-
manna á nútímamenningu er eflaust
bara eins og annarra landsmanna.
Það eru til dæmis haldnir Búðardals-
dagar en þar er mest um popp og
stuð í nútímavísu. Áhuginn á eldri
menningararfleið er þó kannski meiri
hér í Dalabyggð en víðast hvar ann-
ars staðar. Á síðasta ári héldum við
til að mynda upp á 350 ára afmæli
sagnaritarans Árna Magnússonar
sem fæddist á Hvannabrekku í Döl-
um. Það vakti dálitla athygli en ég
hefði verið til í að sjá meiri þátttöku
úr byggðarlaginu,“ segir hann.
Í samvinnu við Háskóla Íslands
„Það hefur verið búin til verkefn-
isstjórn sem á að halda áfram með
verkið og gera tillögur til sveitar-
stjórnarinnar um Sturlusetur núna
fyrir áramót. Við erum í samvinnu
um þetta verkefni við Háskóla Ís-
lands og það er sameiginlegur starfs-
maður Dalabyggðar og Háskóla Ís-
lands, Þórunn María Örnólfsdóttir,
sem er að vinna í þessu með okkur.
Þegar hátíðin er búin þá kemur þessi
verkefnisstjórn saman og vinnur sín-
ar tillögur. Við munum leita eftir
samvinnu við Árnastofnun og
Menntamálaráðuneytið um stuðning
við þetta verkefni,“ segir hann að
lokum. Þess má geta að það tekur tvo
og hálfan tíma að keyra úr Reykjavík
vestur í Dali. Beygt er út af á veg 60,
Vestfjarðaveg um Bröttubrekku og
Svínadal og svo til vinstri að kirkj-
unni á Staðarhóli sem sést vel frá
Skriðulandi.
Afmæli Sturluhátíð hefst á
sunnudaginn klukkan hálf tvö.
Dagskrárliðir
» „Hann vissi ég alvitrastan
og hófsamastan“ - Einar Kára-
son rithöfundur talar um
Sturlu.
» „Arfleifð Sturlu Þórð-
arsonar“ - Guðrún Nordal for-
stöðumaður Stofnunar Árna
Magnússonar.
» „Sturla og Dalirnir; framtíð-
arsýn“ - Halla Steinólfsdóttir
bóndi og Sumarliði Ísleifsson
sagnfræðingur.
» Einar K. Guðfinnsson, for-
seti Alþingis, flytur ávarp.
» Forseti norska stórþingsins,
Olemic Thommessen, flytur
ávarp.
» Að lokinni dagskrá mun
Magnús A. Sigurðsson, forn-
leifafræðingur og minjavörður
Vesturlands, leiða gesti að
Staðarhóli þar sem Sturla
Þórðarson bjó.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir
gith@mbl.is
Lengi hafa menn velt vöngum yfir
höfundi Njálu. Eitt af þeim nöfnum
sem oft heyrist nefnt í því samhengi
er einmitt Sturla Þórðarson en rit-
höfundurinn Einar Kárason er hall-
ur undir þessa kenningu.
„Ég er meira en hallur undir
hana,“ segir Einar. „Ég tel það haf-
ið yfir allan vafa að Sturla sé höf-
undur Njálu. Vangaveltur Matthías-
ar Johannessen komu mér
upphaflega á sporið.“
Sem kunnugt er, hefur Einar
skrifað þrjár sögulegar skáldsögur
er gerast á Sturlungaöld og kemur
sú fjórða út í haust. Hann er því vel
kunnugur tímabilinu en þegar hann
fór að velta dýpra fyrir sér höfundi
Njálu, kom ýmislegt áhugavert í
ljós.
„Einhver helstu mótrök gegn því
að Sturla sé höfundur Njálu, hafa
menn talið vera ókunnugleika höf-
undar um staðhætti vestur í Dölum
í sögunni. Þar með átti að vera
ómögulegt að Sturla, allra manna
kunnugastur í Dölum, hefði skrifað
söguna. Matthías fór hins vegar
vestur og kallaði til staðkunnuga
menn. Þeir sýndu honum fram á hið
gagnstæða – í Njálu er sagt frá
stöðum í Dölum, sem eru afskekktir
og úr alfaraleið, af þvílíkri kunnáttu
að enginn nema heimamaður hefði
getað sagt svo frá. Þetta er eitt at-
riði sem styður kenninguna. Síðan
komum við að Íslendingasögu
Sturlu, en margir höfðu áður séð
mikinn skyldleika á milli hennar og
Njálu. Margt fellur algjörlega sam-
an á milli bókanna og víða hafa
fundist í bókunum nær orðréttar
mannlýsingar er ganga aftur í báð-
um bókum. Í grein sem ég skrifaði
og birti í Skírni fyrir tveimur árum,
kemur hins vegar fram uppgötvun
sem ég gerði í þessu sambandi.
Þarna kemur í ljós að bækurnar
tvær eru byggðar algjörlega á sama
módeli. Báðar eru í þremur hlutum
og hlutunum má lýsa með nákvæm-
lega sömu orðum á milli bóka. Sem
dæmi má taka miðjukaflann: Með
nákvæmlega sama aðdraganda er
lýsing á sams konar atburði – stórt
býli á Íslandi er umkringt af óvin-
um og þegar ekki tekst að brjótast
inn til að drepa fjóra nafngreinda
menn, er kveikt í. Í þessum lýs-
ingum fellur allt saman í báðum
bókum. Fjöldi manna, hvað sagt er
og hvaða persónur birtast á leik-
sviðinu. Í síðasta hluta beggja bóka
segir síðan frá því að einn af þeim
fjórum mönnum sem ætlunin var að
drepa, sleppur út úr eldinum og
hefnir sín. Í hefndinni koma sömu
tölurnar fyrir á milli bóka – farið er
í tvo hefndarleiðangra og átta
brennumenn drepnir í fyrri leið-
angrinum en fimm í þeim seinni.
Fyrstu hlutar bókanna eru einnig
eins – fjallað er um eina aðal-
persónu, mann er ber af öðrum
mönnum fyrir fríðleik og atgervi.
Þetta er Gunnar á Hlíðarenda í
Njálu en Sturla Sighvatsson í Ís-
lendingasögu. Þeir eru auðugir,
voldugir og dáðir en verður það að
falli að ofmetnast og hlýða ekki ráð-
um eldri manna. Auðvitað er mis-
ræmi milli bókanna einnig en ég
þekki það sjálfur úr eigin skrifum,
að það er auðvelt að lenda í því að
muna ekki nákvæmlega hvernig
hlutirnir voru í fyrri bók. Það er
helst að yfirlesendur komi auga á
slíkt en ég leyfi mér að efast um að
Sturla hafi haft yfirlestrarfólk á sín-
um snærum,“ segir Einar kíminn.
Eftir að hafa skoðað Íslendinga-
sögu og Njálu í þaula, telur Einar
að Njála sé í raun túlkun á atburð-
um Íslendingasögu. „Íslendinga-
saga byggir auðvitað á samtíma-
atburðum sem urðu á dögum
Sturlu. Ég held að í Njálssögu færi
hann söguna upp á goðsögulegt
svið. Jafnvel helgisvið. Njáli er t.d.
lýst sem heilögum manni. Hann er
fórnarlamb eldsvoðans, auk þess
sem synir hans fremja glæp sem
hefur skírskotun við helstu glæpi
Biblíunnar, þ.e. bróðurmorðið í sög-
unni um Kain og Abel, og aftöku
Krists. Þetta sést berlega þegar
Höskuldur Hvítanessgoði er drep-
inn en hann hefur þá yfir sömu
setningar og Kristur í Biblíunni.
Eins og heyra má, þá þykir mér það
deginum ljósara að Sturla er
höfundur Njálu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Sannfærður Einar Kárason er þess fullviss að Sturla Þórðarson sé höf-
undur Njálu og telur Njálu raunar vera túlkun á atburðum Íslendingasögu.
Leitar ekki lengur að
höfundi Njálssögu