Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Skipið bundið Guðbjörg Matthíasdóttir, fékk aðstoð barnabarna sinna við að festa landfestar skipsins í fyrsta skipti
í Eyjum, f. v. Margrét Kristín Einarsdóttir, Guðbjörg, Páll Gústaf Einarsson, Bogi Matt og Sigurður Einarsson.
SVIÐSLJÓS
Ómar Garðarsson
omar@eyjafrettir.is
V
ið höldum hátíð hér í
Vestmannaeyjum í dag
til að fagna nýjum Sig-
urði – flaggskipi Ís-
félags Vestmannaeyja
hf. Skipið hefur hlotið einkenn-
isstafina VE 15 eins og forverinn
sem seldur var til niðurrifs í fyrra
eftir ríflega 50 ára farsæla þjón-
ustu,“ sagði Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, stjórnarformaður
Ísfélagsins, þegar hann ávarpaði
gesti við komu Sigurðar VE í gær.
Er Sigurður ekki bara flaggskip Ís-
félagsins heldur alls Eyjaflotans
sem langstærsta skip í eigu Eyja-
manna.
Sigurður er á allan hátt hið
glæsilegasta skip og aðbúnaður
áhafnar líkastur því sem gerist á
fyrsta flokks farþegaskipum.
Fyrirmynd og forysta í
endurnýjun skipaflotans
Gunnlaugur Sævar sagði það ein-
stakt ánægjuefni að taka á móti
svo glæsilegu skipi sem bæri þetta
gæfuríka nafn. Sigurðarnafnið hefði
verið tengt skipum eigenda Ís-
félagsins um áratuga skeið og alltaf
verið tengt árangri og sigrum.
„Eigendur þessa elsta hluta-
félags landsins hafa enn og aftur
sýnt þann staðfasta vilja sinn og
stórhug í verki að vera í fremstu
röð. Þeir hafa sýnt að vilji þeirra
stendur til að byggja upp alþjóð-
legt sjávarútvegsfyrirtæki sem ætl-
að er að vera í fararbroddi á ver-
Flaggskipi Eyjaflotans fagnað
Aðbúnaður áhafnar líkastur því sem gerist á fyrsta flokks farþegaskipum Vilji til að byggja upp
alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki sem ætlað er að vera í fararbroddi Nafnið tengt árangri og sigrum
Hátíðisdagur Sigurbjörn Magnússon, sem sæti á í stjórn Ísfélagsins, Elliði
Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins.
Það var margt um manninn við Vest-
mannaeyjahöfn þegar nýr Sigurður
VE 15, nýtt skip Ísfélags Vest-
mannaeyja, kom í fyrsta skipti til
heimahafnar í hádeginu í gær. Sig-
urður er eitt glæsilegasta skip ís-
lenska fiskiskipaflotans og þó að víð-
ar væri leitað. Skipið fer á
makrílveiðar eftir nokkra daga.
Sigurður er smíðaður í Tyrklandi
og er 3.763 bróttólesta uppsjáv-
arskip, 80,3 metra langur og 17
metra breiður og burðargetan er
rétt um 3.000 tonn. Aðalvél er af
gerðinni Wartsila, 6.200 hestöfl. Í
skipinu eru íbúðir fyrir 22 í fimmtán
klefum.
Þegar Sigurður hafði lagst að
bryggju flutti Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ís-
félagsins, tölu og séra Guðmundur
Örn Jónsson, prestur Landakirkju,
flutti bænarorð og afhenti skipi og
áhöfn bænarskjöld. Geir Jón Þór-
isson frá Gideonfélaginu færði svo
áhöfninni 22 eintök af Nýja testa-
mentinu. Á eftir var skipið til sýnis
og veitingar í boði útgerðarinnar.
Ný viðmið í útgerðarsögunni
Skip eins og Sigurður hlýtur að
setja ný við mið í sögu fiskiskipaút-
gerðar á Íslandi. Spil, tromlur fyrir
troll, kranar og annar búnaður á
dekki er að sjá mjög öflugur. Íbúðir
eru rúmgóðar og stærstu klefarnir
eru á við þokkalegar einstaklings-
íbúðir. Allt mjög vandað og í borðsal
og setustofum eru falleg og þægileg
húsgögn.
Brúin með sínum 22 skjáum og
stórum gluggum allan hringinn
minnir helst á flugturn á stórum
flugvelli. Þar fyrir ofan er „sky-
lobbyið“ hugguleg setustofa sem
myndi sóma sér vel á fjögurra
stjörnu hóteli.
Vélarrúmið er risastórt með að-
alvélinni í miðjunni og til hliðar er
stór vaktklefi einangraður frá há-
vaðanum í vélarrúminu. Þar er hægt
að fylgjast með á mælum og stjórna
öllum búnaði.
Merkur áfangi
Guðbjörg Matthíasdóttir, sem er
aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja
hf. ásamt fjölskyldu, tók á móti Sig-
urði VE 15, nýju skipi félagsins
ásamt fjölskyldu sinni, vinum, stjórn
og starfsfólki félagsins í gær. Tók
hún við og festi fyrstu landfestina
ásamt barnabörnunum.
„Þetta er mikill gleðidagur fyrir
okkur fjölskylduna og Ísfélagið,“
sagði Guðbjörg við Morgunblaðið.
„Það er merkur áfangi að taka á
móti glæsilegu nýju uppsjávarskipi
sem er búið þeim besta búnaði sem
völ er á. Meðal annars öflugu kæli-
kerfi sem eykur gæði og um leið
aflaverðmæti. Skipið heldur fljót-
lega á makrílveiðar. Við óskum skipi
og áhöfn velfarnaðar,“ sagði Guð-
björg.
„Gleðidagur fyrir fjölskylduna og Ísfélagið“
Á bryggjunni Við komu Sigurðar VE 15, efri röð frá vinstri: Vala Pálsdóttir, Guðbjörg Matthíasdóttir, Magnús Sig-
urðsson, Kristinn Sigurðsson og Einar Sigurðsson. Neðri röð f.v.: Margrét Kristin, Páll Gústaf og Sigurður Einarsbörn
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Nýr Sigurður VE 15 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær
Svanur Gunnsteinsson, yfirvél-
stjóri á Sigurði VE, hefur í
mörg ár verið á skipum Ís-
félagsins. Var á Álsey VE og
fór þaðan yfir á Heimaey VE
sem kom ný til landsins í maí
2012. „Þar var ég yfirvélstjóri
og nú er ég kominn yfir á Sig-
urð og munurinn er sá að þetta
er allt númeri stærra,“ sagði
Svanur um nýja vinnustaðinn
sinn.
Aðalvélin er 6.200 hestöfl.
Vélbúnaður er allur af nýjustu
gerð og er vélarrúmið það sem
kallað er vaktfrítt. „Við erum
tveir vélstjórarnir og þurfum
ekki að ganga vaktir þó að við
fylgjumst alltaf með. Við þurf-
um líka að fylgjast með kæli-
kerfinu en í Sigurði eru tólf kæ-
litankar, samtals 2.970
rúmmetrar og kæligetan er 2,6
milljón kílókalóríur sem er með
því mesta sem til er. Þetta
gengur út á að koma með sem
best hráefni að landi og þarf þá
kæla aflann eins hratt og hægt
er, það er númer eitt, tvö og
þrjú hjá okkur.“
Svanur er mjög ánægður með
reynsluna af Sigurði, segir hann
skemmtilegt og gott skip. Vélin
er keyrð á svartolíu og raf-
magnsframleiðslan er 2,5 MW.
„Það gekk allt mjög vel á heim-
leiðinni enda allt mjög öflugt,
skip, vélar, tæki og allur bún-
aður á dekki eins og spil og
tromlur,“ sagði Svanur.
Yfirvélstjóri Svanur Gunnsteinsson, Ingunn Arnórsdóttir, eiginkona
hans, og dæturnar Lilja Kristín, Helga Sigrún og Anna Margrét.
Sem best hráefni að landi