Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Myndarleg Tröllin á Bankastræti minna á Hollywood-stjörnur vegna þess að þau eru svo stæðileg á velli að þau fá aldrei stundlegan frið fyrir fólki sem vill láta taka myndir af sér með þeim. Kristinn New York | Þegar vanhæfnin í Kreml verður banvæn byrja innanbúðarmennirnir að skjálfa. Er frétt- irnar af því að flugvél í flugi 17 frá Flugfélagi Malasíu hefði verið skotin niður yfir Úkra- ínu tóku að berast til Rússlands rifjaðist upp fyrir fólki með gott minni árás Sov- étríkjanna fyrir 31 ári nú í sept- ember á flug 007 frá Flugfélagi Kór- eu og pólitískar afleiðingar hennar. Þá byrjuðu Kremlverjar á að ljúga að heiminum með því að segja að þeir hefðu ekkert komið nálægt vélinni KAL, sem saknað var. Síðar héldu þeir því fram að suðurkóreska vélin hefði verið í njósnaflugi fyrir Bandaríkjamenn. En innan forustu Sovétríkjanna var atvikið vendi- punktur. Það batt enda á feril Niko- lajs Ogarkovs, marskálks og for- ingja herráðsins. Hann var harðlínumaður af hörðustu gerð og ósamkvæmar og ósannfærandi til- raunir hans til að réttlæta að vélinni skyldi grandað reyndust sérlega vandræðalegar fyrir Kreml. Klaufska Ogarkovs (og klaufaleg illska hans) ásamt vaxandi hnignun í kjölfar stríðs Sovétríkjanna í Afgan- istan 1979 afhjúpaði rótskotna kerf- isbresti. Stöðnunin hafði hafist í valdatíð Leoníds Bresjnefs og ágerst eftir andlát hans 1982. Arftakar hans, fyrst KGB- maðurinn Júrí Andro- pov og síðan Konst- antín Tsjernenkó úr miðstjórn Komm- únistaflokksins, voru ekki bara með annan fótinn í gröfinni þegar þeir komust til valda, þeir voru einnig alger- lega vanbúnir til að koma á umbótum í Sovétríkjunum. Mesta hættan innan frá Hið mikla mannfall í Afganistan (sem jafnaðist á við mannfall Bandaríkjamanna í Víetnam, en átti sér stað á mun skemmri tíma), hafði þegar gefið mörgum til kynna að mest hætta steðjaði að Kreml innan frá; árásin á almenna farþegaþotu virtist staðfesta þessi nýtilkomnu viðhorf. Þessi viðhorfsbreyting var hvatinn að því að Míkhaíl Gorbat- sjov reis til valda og tryggði stuðn- ing við umbótastefnu hans, perest- rojku og glasnost. Vitskuld ráða forlög ekki sögunni, en víst má vera að einhverjum í fylgdarliði Valdimírs Pútíns forseta, ef ekki Pútín sjálfum, hefur orðið hugsað til mistaka Ogarkovs og af- leiðingar þeirra fyrir sovéska valda- stétt. Það er nefnilega þannig að leiðtogarnir í Kreml, Pútín þar með talinn, skilgreina sig samkvæmt því sem var, ekki hvað gæti orðið. Pútín notar rök Bresjnefs Rök Pútíns fyrir innlimun Krím- skaga eru meira að segja nauðalík réttlætingu Bresjnefs fyrir því að ráðast inn í Afganistan: til að koll- varpa áformum óvina um að um- kringja landið. Þegar Pútín ræddi við uppgjafahermenn árið 2004 um innrásina í Afganistan útskýrði hann að það hefðu verið lögmætar geópólitískar ástæður til að verja sovésku landamærin í Suðvestur- Asíu, rétt eins og hann vísaði til ör- yggisástæðna til að réttlæta það að hrifsa land í Úkraínu. Á tímum Bresjnefs endurspeglaði útþenslustefnan nýfenginn auð af orkuvinnslu. Uppbygging og nú- tímavæðing hersins undanfarinn áratug er einnig knúin af útflutningi á orku. En gróðinn af orkunni dylur vanhæfa efnahagsstjórn Pútíns og hagvöxtur og tekjur ríkisins eru nú algerlega háðar jarðefnaeldsneyt- isgeiranum. Þess utan nær vanhæfni Pútíns langt út fyrir efnahaginn. Örygg- issveitir hans eru sem fyrr mis- kunnarlausar og standa engum reikningsskil, í sumum hlutum landsins eru þær komnar í slagtog með glæpagengjum. Dómskerfið er undir hans stjórn og veitir venju- legu fólki enga huggun og hern- aðarmannvirki landsins, kafbátar, olíupallar, námagöng, sjúkrahús og elliheimili springa reglulega í loft upp, hrynja eða sökkva vegna van- rækslu og algers ábyrgðarleysis. „Svindlarar og þjófar“ Þegar stuðningur almennings við innlimun Pútíns á Krím dvínar – og það mun gerast – munu brestir hans verða enn skýrari vegna MH17- harmleiksins. Ef rússneska ríkið virkaði mundi Pútín halda áfram að standa af sér þrýsting leiðtoga stjórnarandstöðunnar. En ásökun stjórnarandstöðunnar um að í stjórn Pútíns séu eintómir „svindl- arar og þjófar“ munu hljóma þeim mun hærra vegna þess að Rússar geta nú séð afleiðingarnar allt í kringum sig. Með því að gera í raun sjálfan sig að ríkinu er litið svo á að Pútín, líkt og gamalmennaveldið sem hrundi með valdatöku Gorbatsjovs, beri ábyrgð á öllum mistökum ríkisins. Og þótt þenkjandi Rússar kunni að vera gíslar hroka Pútíns og glappa- skota á það ekki við um restina af heiminum. Ólíklegt er að félagar hans, sérstaklega hin BRIKS- löndin (Brasilía, Indland, Kína og Suður-Afríka), muni leiða hjá sér fyrirlitningu hans á þjóðarétti og fullveldi grannríkja hans líkt og þau gerðu á nýafstöðnum leiðtogafundi í Brasilíu. Og í Evrópu virðast síð- ustu augnblöðkurnar hafa verið teknar niður gagnvart Pútin með þeim afleiðingum að næstum öruggt er að gripið verður til alvarlegra þvingunaraðgerða. Pútín er aðeins 61 árs, áratug yngri en leiðtogarnir sem leiddu Sovétríkin fram á brún hengiflugs- ins, og stjórnarskráin gefur honum kost á að vera við völd í að minnsta kosti tíu ár til viðbótar. Landsfram- leiðsla jókst hins vegar aðeins um 1,3% 2013 – og líklegt er að refsiað- gerðir muni flýta hnignun efnahags- lífsins – þannig að þjóðernisstolt mun ekki verða honum skjöldur mikið lengur. Með því að leggja of mikið undir í Afganistan og ljúga til um að hafa grandað KAL 007 afhjúpaði og flýtti sovéska stjórnin rotnuninni sem gerði hrun hennar óumflýjanlegt. Það er engin ástæða til að ætla að örlög tilraunar Pútíns til að end- urreisa Rússland sem stórveldi verði önnur. Eftir Nínu L. Krústsjevu » Þegar vanhæfnin í Kreml verður ban- væn byrja innanbúð- armennirnir að skjálfa. Nína L. Krústsjeva Höfundur skrifaði bókina Imagining Nabokov: Russia Between Art and Politics og kennir alþjóðastjórnmál við Nýja skólann í New York og stundar rannsóknir við Alþjóðastofn- unina í sömu borg. © Project Syndi- cate, 2014, www.project-syndi- cate.org Vendipunktur Pútíns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.