Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Jóhannes er 26 ára gamall lögfræðingur og vinnur hjá Viðskipta-blaðinu. „Það er frábært að vinna hjá Viðskiptablaðinu, það erómetanlegt að kynnast svona mörgum þáttum og mörgu fólki úr viðskiptalífinu frá fyrstu hendi. Það skemmir heldur ekki fyrir hvað það er skemmtilegt fólk á ritstjórninni,“ segir Jóhannes. Jóhannes er vanafastur þegar það kemur að afmælisdeginum. „Af- mælisdagurinn verður haldinn á æskuslóðum. Ég grilla með fjölskyld- unni í Kjarnaskógi á Akureyri, þar sem ég er uppalinn. Ætli ég hafi ekki haldið svona fimmtán afmælisveislur þarna í skóginum í gegnum tíðina. Það er hefð fyrir því að það sé frábært veður á afmælisdaginn minn, þannig að við sjáum til hvort veðurguðirnir sjái ekki að sér þrátt fyrir tvísýna spá,“ segir Jóhannes. Þá segist hann þurfa að finna sér innivænni áhugamál ef veðrið lag- ist ekki. „Ég hef verið duglegur að veiða á sumrin og það verður að segjast eins og er að veðrið hérna sunnanlands hefur ekki verið að hvetja mig út fyrir bæjarmörkin. Hluti af veiðinni er útiveran í mínum huga – aflinn er bara til að gera þetta betra. Ef þetta verður svipað næsta sumar hugsa ég að ég þurfi að finna mér eitthvert innivænna áhugamál svona til vara. Golfið hefur líka verið að kitla mig aðeins. Ætli óska afmælisgjöfin sé þá ekki bara golfhermir sem ég gæti sett upp heima í stofunni!“ segir Jóhannes kíminn. isb@mbl.is Jóhannes Stefánsson er 26 ára í dag Veiðimaður „Hluti af veiðinni er útiveran í mínum huga – aflinn er bara til að gera þetta betra,“ segir Jóhannes um veiðiáhugamálið. Vill golfhermi í rigningarveðrinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Systurnar Sóley Erla Ólafsdóttir og Edda Sóley Þórisdóttir sem söfnuðu dóti á tombólu og seldu í Hafnarfirði bættu 6.206 kr. við fyrri upphæð og gáfu hjálparstarfi Rauða krossins ágóðann öðru sinni. Hlutavelta Reykjavík Magdalena Ísold fæddist 28. maí. Hún vó 3.350 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Gunnlaugsdóttir og Andri Davíð Pétursson. Nýir borgarar E inar fæddist á Selfossi 26.7. 1974, og ólst þar upp ásamt þremur bræðrum sínum og eru þeir enn allir búsettir þar. Hann gekk í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Selfoss og var eina önn í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þá var tónlistin og framkvæmdagleðin farin að segja til sín svo hann hætti þá námi, fór að vinna og hefur haft nóg að gera síðan. Einar hafði ýmis áhugamál á yngri árum og kom víða við, hann fór í sveit í Grænhól, starfaði með skátunum og prófaði ýmsar íþróttagreinar en tón- listin átti fljótt hug hans allan og hef- ur gert síðan. Á skólaárunum sinnti hann ýmsum störfum, vann í bæjarvinnunni á Sel- fossi, skóf timbur eitt sumar hjá Hreiðari Hermannssyni bygg- ingaverktaka, ásamt syni hans, Her- manni knattspyrnukempu, vann í kjötvinnslu Hafnar á Selfossi og eitt sumar í humri í Meitlinum í Þorláks- höfn. Hann starfaði hjá JÁ verktök- um sumarið sem hann fékk bílprófið og hjá Ármannsfelli árið 1992 við að byggja íbúðir fyrir aldraða. Foreldrar Einars sendu hann ung- an í gítarnám sem síðar átti eftir að eiga hug hans allan. Hann spilaði í nokkrum unglingahljómsveitum frá Einar Björnsson, hljóðmaður og útvarpsstjóri – 40 ára Í fríi Hér eru Einar og Anna Stella, sambýliskona hans og samstarfsmaður, að frílista sig í London fyrir skömmu. Athafnamaður á fullu Flottir feðgar Einar og Jón Daði taka púlsinn á einni hátíðinni hans Einars. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón nordicgames.is DOMINO EXPRESS Klassísku Domino kubbarnir eru komnir aftur og með fullt af nýju brellum! Útsölustaðir: Elko, Hagkaup, Spilavinir Endurupplifið æskuminningar á hraðari og skemmtilegri máta! NÝTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.