Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
✝ Svavar GuðniSvavarsson
fæddist við Berg-
þórugötu í Reykja-
vík 21.1. 1934.
Hann lést þann 28.
júní 2014 á Land-
spítalanum við
Hringbraut.
Foreldrar Svav-
ars voru Sigríður
Ólafsdóttir, f. á
Garðsstöðum í
Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi, f.
27.4. 1912, d. 25.3. 1978, hús-
freyja í Reykjavík, og Svavar
Guðnason, f. á Heklu á Höfn í
Hornafirði 18.11. 1909, d. 25.6.
1988, listmálari. Systir Svavars,
sammæðra, er Hulda Guð-
mundsdóttir, f. 21.8. 1940, bú-
sett í Mosfellsbæ. Maður hennar
er Örn Guðmundsson, f. 4.7.
1939. Svavar kvæntist, 17.12.
1965, Brynhildi Ingólfsdóttur, f.
17.5. 1940, frá Fornhaga í Hörg-
árdal, dóttur Ingólfs Guðmunds-
sonar skólastjóra og Herdísar
Pálsdóttur garðyrkjufræðings.
Svavar og Brynhildur skildu.
Börn Svavars Guðna og Bryn-
hildar eru 1) Svavar Valur, f.
1965, iðnfræðingur, búsettur í
Reykjavík, kona hans er Guðrún
Hrefna Elliðadóttir, f. 1966,
skrifstofumaður, og þau eiga
ins Mjölnis 1975-1977 og sá um
skákþátt Alþýðublaðsins um
langt skeið. Þá kenndi hann
skák og félagsmál í skólum um
14 ára skeið. Ungur fór hann til
sjós á norskt ávaxtaskip, þá 18
ára, 1954 sat hann stofnfund AA
samtakanna á Íslandi þá aðeins
tvítugur að aldri. Svavar stund-
aði síðan nám við Meistaraskól-
ann og lauk meistaraprófi í
múrverki. Þá lauk hann prófi
sem tækniteiknari frá Teikn-
araskóla Iðnskólans. Hann
stundaði nám við Listaskóla
Finns Jónssonar og Jóhanns
Briem og lauk prófum til
kennsluréttinda frá HÍ. Hann
starfaði við múrviðgerðir á hús-
um í Reykjavík til 1970. Þá hóf
hann störf hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur og var þar múr-
arameistari og byggingastjóri
til 1979. Hann var auk þess
byggingaeftirlitsmaður hjá
Reykjavíkurborg 1971-79,
starfsmaður húsnæðisdeildar
Sjóhersins á Keflavíkurflugvelli
1979-84 og var byggingafulltrúi
á sama tíma í Hafnahreppi.
Hann var við nám í Virginíu-
háskóla í matsgerð og áætl-
unargerð vegna viðhalds og við-
gerða húsa 1980-81 og lauk
námi sem meðferðarfulltrúi fyr-
ir áfengis- og eiturlyfjasjúk-
linga við Kaliforníuháskóla í
Los Angeles 1985. Eftir að hann
kom aftur heim stundaði hann
múrverk með eigin fyrirtæki.
Útför Svavars Guðna fór
fram 4. júlí 2014, í kyrrþey að
ósk hins látna.
þrjá syni: Svavar
Elliða f. 1990, Vikt-
or Pál f. 1992 og
Hermann Orra, f.
1999 2) Sigríður, f.
1967, viðskipta-
fræðingur, búsett í
Hafnarfirði, maður
hennar er Guð-
mundur Jónasson,
f. 1968, fé-
lagsfræðingur, og
eiga þau tvo syni:
Jónas Búa, f. 2000 og Ingólfur
Gísli, f. 2009 3) Ásta Kristín, f.
1972, leikskólakennari, búsett í
Reykjavík, en maður hennar er
Steingrímur Árni Thorsteinson,
f. 1966, rennismiður, og eiga
þau fimm börn: Dagrúnu Lindu,
f. 1992, Axel Harry, f. 2002 og
Brynhildi Evu, f. 2004 og Hall-
dór Hilmi, 2007. Fyrir á Stein-
grímur Árni Ingu Maríu, f. 1991.
Svavar var í Barnaskóla
Austurbæjar, lauk sveinsprófi í
múrverki frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1967, meistari hans
var Páll Melsteð Ólafsson múr-
arameistari sem einnig var
stjúpfaðir hans. Svavar sat í
stjórn Taflfélags Reykjavíkur
um árabil, var fyrsti fram-
kvæmdastjóri þess og einnig
skákstjóri þess um árabil. Hann
var fyrsti formaður skákfélags-
Hann Svavar andaðist 28. júní
2014 og var jarðsettur í kyrrþey
að eigin ósk 4. júlí 2014. Við átt-
um sömu móður og ólumst upp
saman, hann var sex og hálfu ári
eldri en ég, fyrsta barnabarn
móðurforeldra okkar og dekrað-
ur af öllum. Við áttum ekki sama
föður. Faðir hans fór af landi
brott eftir fæðingu hans, það var
ekki pláss fyrir þau í hans lífi.
Faðir minn drukknaði þegar ég
var eins árs. Líf einstæðrar móð-
ur var erfitt, ekkert meðlag, eng-
ar tryggingar, engin líftrygging
eftir föður minn, hún fór annað.
Móðir okkar gafst ekki upp, gaf
okkur alla sína ást og umhyggju,
veitti okkur það sem hún gat. Í
uppvextinum var Svavar alltaf
góður bróðir. Hann fékk í vöggu-
gjöf ótrúlega hæfni til að læra,
allt lá opið fyrir honum, marga
aðra góða eiginleika hlotnaðist
honum en honum gekk misvel að
vinna úr þeim. Ungur kynntist
hann Bakkusi, sem hafði óæski-
leg áhrif á líf hans allt. Hann átti
mörg áhugamál, skákin var efst
á blaði. Stofnaði hann ásamt
fleirum skákfélagið Mjölni. Ung-
ur gekk hann í íþróttafélagið
Fram og það var alltaf hans lið.
Við eignuðumst stjúpföður, sem
reyndist okkur eins vel og hann
gat, hjá honum lærði Svavar
múrverk og flísalagnir, seinna
bætti hann við tækniteiknun.
Hugur hans stóð til frekara
náms en örlögin ætluðu honum
annað. Hann var með mikið og
fallegt dökkrautt hár og mikið
öfundaði ég hann af því. Hann
fór ungur að heiman í siglingar
hjá Braathens í Noregi, sigldi til
Afríku. Hann sagði oft í spaugi
að þar væru örugglega til einn
eða fleiri hörundsdökkir með
rautt hár. Hann gleymdi ekki að
gleðja okkur þegar hann kom
heim. Eiginkona hans til 20 ára
var honum góður fylginautur og
ól honum þrjú börn, sem öll eru
foreldrum sínum til mikils sóma.
Svavar hafði oft orð á því hvað
hann væri stoltur af þeim, þau
hugsuðu líka vel um hann þegar
heilsu hans fór að hraka. Við átt-
um ekki alltaf samleið en okkur
þótti vænt hvoru um annað.
Niðjar hans allir bera merki
hans áfram til framtíðar.
Margt er nú á huldu,
sem gjarnan fyrr var gjört.
gamlir hafa reynsluna,
sé litið ögn til baka.
Vér göngum sömu leiðina
og ævin styttist ört,
árin verða hugstæð,
en minningarnar vaka.
(Hjalti Friðgeirsson)
Vertu kært kvaddur og Guði
falinn. Þín systir,
Hulda Guðmundsdóttir.
Svavar Guðni
Svavarsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
✝
Faðir okkar,
MAGNÚS ÓLAFUR HJALTASON
Maggi á Bakka,
Skagahreppi,
lést mánudaginn 16. júní.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Erna Rós, Hjalti, Anna Lilja,
Kristján, Þórdís Guðrún
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
LÁRA KRISTÍN SAMÚELSDÓTTIR,
Vatnsstíg 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. júlí.
Stefán G. Þórarinsson,
Þórarinn Stefánsson, Jórunn Pálsdóttir,
Ragnhildur Stefánsdóttir, Friðrik Örn Weisshappel,
Margrét Stefánsdóttir,
Lára Stefánsdóttir, Guðni Franzson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
SVEINS ANTONÍUSSONAR
rafvirkja,
Skálanesgötu 10,
Vopnafirði,
sem andaðist sunnudaginn 15. júní.
F.h. aðstandenda,
Ásrún Jörgensdóttir,
Örvar Sveinsson.
✝
Elskuleg dóttir, systir og frænka,
ELÍN KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR,
Grenimel 25,
lést á líknardeild Landspítalans að morgni
miðvikudags 23. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Theodóra Ólafsdóttir,
Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir,
Dóra Björk Guðjónsdóttir.
✝
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
INGEBORG EINARSSON,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 24. júlí síðastliðinn á
Landspítala við Hringbraut.
Kirsten Friðriksdóttir, Sigurður Ingvarsson,
Halldór Friðriksson, Kristrún Pétursdóttir,
Erlingur Friðriksson, Valgerður Sigurjónsdóttir,
Hildur Friðriksdóttir, Bjarni Halldórsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskulega eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
Birtingaholti,
lést á Ljósheimum, Selfossi,
fimmtudaginn 24. júlí.
Guðmundur Ingimarsson,
Sigurður Guðmundsson, Elín Þórðardóttir,
Jóhannes Guðmundsson, Inga Guðlaug Jónsdóttir,
Sólveig Guðmundsdóttir,
Skúli Guðmundsson, Lára Hildur Þórsdóttir,
Sigríður María Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
tengdadóttir,
FRÍÐA BIRNA ANDRÉSDÓTTIR,
Lækjarmótum 87,
Sandgerði,
lést þriðjudaginn 22. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Jón Markússon,
Markús Guðmundsson,
Anna Karen Guðmundsdóttir,
Andrés Jóhannsson,
Markús Guðmundsson, Anna Kristín Björgmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, mamma, tengda-
mamma, amma og langamma,
MARGRIT ÁRNASON (MAGGÍ)
á Sjávarborg,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
fimmtudaginn 24. júlí.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
fimmtudaginn 31. júlí kl. 14.00.
Haraldur Árnason,
Helga Haraldsdóttir,
Gyða Haraldsdóttir, Steingrímur Steinþórsson,
Edda Haraldsdóttir, Björn Hansen,
Nanna Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar