Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 ✝ Þuríður Sig-urðardóttir kennari fæddist í Reykjavík 17. maí 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Emilía Bergsteins- dóttir húsmóðir, f. 12.11. 1907, d. 30.8. 1985 og Sigurður Jónsson bif- reiðarstjóri, f. 17.7. 1908, d. 6.11. 1976. Systkini Þuríðar eru Þórir, f. 11.8. 1931, d. 26.11. 2002, Katrín, f. 20.11. 1941 og Jóna Sigrún, f. 4.1. 1944. Þuríður giftist Sigurjóni Kristinssyni frá Brautarhóli 1955. Þau skildu. Síðari maður Þuríðar er Guðni Lýðsson smið- ur frá Gýgjarhóli, f. 5.11. 1941. Agla Snorradóttir, f. 2.2. 1959. Dætur þeirra eru Freydís Halla og Freyja Hrönn. Þuríður ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi 1955. Síðar lauk hún BA-námi í dönsku og bókasafnsfræðum, auk þess sem hún aflaði sér kennsluréttinda við Kennarahá- skólann. Þuríður hóf kennslu við Reykholtsskóla haustið 1966 og vann við kennslu til 2000. Hún varð fyrst kvenna til að taka sæti í hreppsnefnd Bisk- upstungna. Auk þess að sinna lengst af fullu starfi utan heim- ilis og gegna ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveitunga sína var hún mikil handa- vinnukona, hún prjónaði og saumaði mikið auk þess sem eft- ir hana liggja margar vatnslita- myndir. Þuríður hafði mikinn áhuga á útivist, ferðalögum og skógrækt og voru þau Guðni samhent í þessum áhugamálum. Útför Þuríðar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag, 26. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 11. Foreldrar Guðna voru Lýður Sæ- mundsson og Guð- laug Guðnadóttir. Þuríður og Sig- urjón eignuðust fjögur börn. 1) Sig- ríður Björg, f. 17.7. 1955, hennar mað- ur er Páll Hjalta- son, f. 16.2. 1950. Synir þeirra eru: a) Sæþór, sambýlis- kona hans er Hildur Jóna Frið- riksdóttir, synir þeirra eru Úlf- ar Bjarki og Arnar Sölvi og b) Hjalti, sambýliskona hans er Ás- laug Rut Kristinsdóttir, þeirra börn eru Auðunn Torfi Sæland og María Elín. 2) Kristrún, f. 13.4. 1958. 3) María, f. 20.12. 1959, hennar maður er Paul Johansen, f. 26.10. 1954. 4) Frið- rik, f. 22.11. 1961, hans kona er Ég á margar ljúfar minningar um Þuríði Sigurðardóttur, tengdamóður mína. Fyrst þegar ég hitti væntanlega tengdafor- eldra grunaði þó engan að við myndum tengjast böndum síðar. Ég var á leið til Hveravalla ásamt föður mínum að aðstoða við raf- lögn í nýtt hús Veðurstofunnar. Þórir bróðir hennar hafði sent pakka, vélarhluti, ef ég man rétt. Móttökurnar voru innilegar eins og þeim var lagið. Rætt var um þau vatnsföll sem við áttum eftir að fara yfir, Sandá, Grjótá og Svartá, sem allar voru óbrúaðar. Þetta var mín fyrsta ferð á Kjöl og því algjört ævintýri. Síðar átti ég eftir að fara Kjöl oft með tengda- móður minni. Þegar við kynntumst betur varð ég var við hlýju hennar gagnvart mönnum og dýrum. Hún var orðvör og væri hún spurð um einhvern fyrrverandi nem- anda sinn, hvort hann/hún hefði verið ódæll krakki, þá kom: „Jú, hann/hún hefði verið fjörugt barn“ og síðan var eitthvað tínt til þessum nemanda hennar til hróss, þó maður vissi að á ýmsu hefði gengið. Það kom mér á óvart hvað henni sem borgarbarni þótti vænt um Tungurnar og landið. Það voru ófáar ferðirnar sem við fór- um inn á Kjöl, Fremstaver eða í Hvítárvatn til að leggja net. Þar höfðu þau Guðni komið sér upp húsaskjóli innan um hvannirnar og gæsirnar. Þessar ferðir voru minnisstæðar og gekk á ýmsu, enda oft farið um leið og fært var. En eins og uppsveitarmönnum var lagið þá var bara brosað og drullupollarnir fengu nöfn með tilheyrandi sögum. Þuríður var bókhneigð, svo það kom ekki á óvart að hún lauk há- skólanámi í bókasafnsfræðum á fullorðinsárum og notaði þá kunn- áttu bæði á Selfossi og í Tung- unum. Þessi bókelska hefur smit- að dæturnar því hjá þeim flæða bækur líka um öll herbergi. Aldrei kom maður við án þess að skoða bækur sem Þuríður hafði á borð- um, þær skoðaðar og ræddar. Það var rætt um sögu, gróður, nátt- úrulækningar, myndlist og handavinnu en ég verð að viður- kenna að þegar þær mæðgur fóru að ræða um prjónaskap, hekl eða bútasaum þá læddist ég til að skoða aðrar bækur. Bókasafnið hennar var gott, svo ævinlega var eitthvað áhugavert til að glugga í. Ég nýt þó þessarar handavinnu alla daga í vatnslitamyndum sem hún gerði, hekluðum gardínum, rúmteppum eða háum ullarsokk- um sem eru ómissandi í hverja veiðiferð. Barnabörnin nutu einnig um- hyggju hennar. Þegar barna- barnabörnin komu í heimsókn og voru fyrirferðarmikil þá var bara brosað og sagt: „Já, það er kraft- ur í þeim.“ Þegar ég heimsótti hana viku fyrir andlát hennar og spurði hvort hún hefði ekki eitthvað til að lesa eða glugga í þá sagði hún að nú væri bara gott að hvíla sig og hugsa. Hún væri sjálfsagt búin að lesa nóg um ævina. Það var ljóst að hún vissi að hverju stefndi. Engin handavinna lá á borðinu, engin blöð og engar bækur. Óneitanlega varð maður hálfdap- ur. Minnið sem alltaf hafði reynst traust var farið að bregðast og maður fann að það tók hana sárt. Þegar ég kveð tengdamóður mína þakka ég fyrir samfylgdina, umhyggjuna og skemmtunina. Ég votta Guðna og hennar nán- ustu mína samúð. Gæfan fylgi ykkur. Páll Hjaltason. Ótal ljúfar minningar streyma fram í hugann er við minnumst ömmu okkar. Helst ber að nefna heimsóknir í Vegatungu og ævin- týraheiminn í sveitinni. Að vera í heyskap fram á kvöld og koma síðan heim og fá kvöldhressingu hjá ömmu. Seinna tóku við ferða- lög upp á Kjöl, inn í Fremstaver og í Girðingavíkina. Síðustu ár ferðuðumst við saman í göngu- ferðum og í einni slíkri bauð hún með sér vinkonu sinni, Áslaugu Rut. Sú ákvörðun var örlagarík því þar kynntist Hjalti ástinni sinni. Amma var hæfileikarík og fannst gaman að handavinnu. Eft- ir hana liggja fjölmargar myndir, peysur, sokkar og aðrir munir. Í eitt skiptið tók hún að sér margra ára verkefni og gerði bútasaums- rúmteppi fyrir alla fjölskylduna. Hún var jafnframt framsýn því okkur táningsstrákunum var gef- ið rúmteppi á hjónarúm. Amma okkar var einstök. Á mannamótum mátti alltaf sjá hvar hún var, hún hafði sinn eigin fata- stíl. Hún var mikið náttúrubarn og á undan sinni samtíð með að nota náttúrulegar afurðir. Hún naut þess að eyða tíma við rækt- unartilraunir í Athvarfinu og henni leið hvergi betur en þar. Við fengum að njóta vinsemdar og kærleika hennar. Við erum þakklátir að hafa getað komið með börnin okkar í heimsókn til hennar, þar sem þau fengu að kynnast langömmu sinni. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði. Sæþór og Hjalti Pálssynir. Við María færðum Þuríði ömmu á afmælisdegi hennar, þann 17. maí síðastliðinn, gullfal- legan blómvönd með appelsínu- gulum blæ sem lýsti henni svo vel. Þuríður hafði lagt sig og tók hún vel á móti okkur þegar hún kom fram. Þegar við María vorum að fara sýndi hún mér nýju skotthúf- una sína sem hún hafði keypt ný- lega. Mér vöknaði um augu þegar ég kvaddi hana í þetta sinn þar sem hún stóð í forstofunni með nýju húfuna sína og orðin 79 ára gömul. Það helltust yfir mig skemmtilegar minningar frá þeim tíma sem við vorum nágrannar og miklir mátar í sveitinni. Þuríður var ævinlega reiðubúin til þess að aðstoða og gefa manni tíma til þess að ræða um allt mögulegt. Hún bankaði upp á hjá mér í Kistuholtinu fyrir tíu árum þegar Auðunn minn var nýfæddur og bauð fram aðstoð sína og sagði mér að ég ætti að vera óhrædd við að leita til hennar með hvað sem væri. Ég varð mjög snortin yfir þessari heimsókn og hugsaði með mér hvaða ofurkona þarna væri á ferð. Úr varð að Þuríður passaði fyr- ir mig reglulega ásamt öðrum góðum konum í hverfinu meðan ég stundaði vinnu. Auk þess kom hún reglulega færandi hendi með vélprjónuð teppi, lambhúshettur og sokkabuxur á Auðun. Auk þess kom hún oft færandi hendi með grænmeti sem hún og Guðni ræktuðu sjálf. Hún færði mér meira að segja eitt sinn norska uppeldisbók. Einu sinni sem og oft áður fóru þau hjónin í ferðalag og hugsuð- um við Auðunn um „púddurnar“ eins og Þuríður kallaði hænurnar sínar meðan þau voru í ferðalagi. Ég var hálfhrædd við hænurnar og ég man að ég fékk alltaf ein- hvern með mér til þess að fara inn til þeirra og gefa þeim. Ég vildi alls ekki segja þeim frá því þegar þau komu að ég hefði varla þorað að gefa þeim matinn sinn. Ég veit að Þuríður hefði ekki trúað sínum eigin eyrum ef ég hefði sagt henni þetta. Hún hefði sennilega tekið mig í kennslu þangað til ég væri hætt að vera hrædd við hænurn- ar. Við Auðunn fórum reglulega í heimsókn til Þuríðar og Guðna. Ég man að Auðunn bað stundum sérstaklega um að heimsækja Þuríði. Ég gæti fengið mér kaffi og hann gæti fengið sér ís. Við vorum jafnframt sammála um að Guðni og Þuríður ættu flottustu bílana í sveitinni og þó sérstak- lega húsbílana. Eftir að ég fluttist til Reykja- víkur hringdi Þuríður í mig öðru hvoru og spurði mig hvernig lífið væri í borginni. Eitt sinn sagði ég henni frá því að ég hefði skráð mig í Ferðafélag Íslands og hugð- ist ganga á fjöll um sumarið. Þur- íður varð hrifin af þeirri hugmynd enda mikill náttúruunnandi sjálf. Úr varð að ég fór aldrei með Ferðafélagi Íslands heldur bauð Þuríður mér með sér í ferð með gönguhópnum Handan við hæð- ina til Hornstranda. Í þeirri ferð kynntist ég Hjalta mínum og nú í dag hef ég gengið með þeim gönguhópi á hverju ári að undan- skildu einu ári. Þar sem ég er stödd í lífinu dag á ég mikið til að þakka henni Þur- íði. Hún hefur verið mér traust og góð vinkona og í seinni tíð varð hún langamma barna minna og það er ég þakklát fyrir. Elsku Guðni, ég votta þér mína dýpstu samúð og megi góður guð vernda þig og styrkja um ókomna tíð. Áslaug Rut Kristinsdóttir. Á mínum uppvaxtarárum kom ég mjög oft í Vegatungu þar sem Sigurjón bróðir mömmu og Þurí bjuggu. Stutt var á milli bæja og þegar ég var yngri var mér skutl- að til þess að leika við krakkana eða afi skildi mig eftir ef hann þurfti að sendast eitthvað. Við lékum okkur saman og svo var farið í kaffi. Þurí sá alltaf til þess að nóg væri á borðum handa svöngum hóp og svo var rokið út aftur að leika meira. Svo liðu árin og oft var farið í Vegatungu í smölun, heyskap, afmæli, ferm- ingar eða jólaboð. Sem unglingur man ég eftir því að ég vildi setja bætur á buxur sem ég átti og bað ömmu að hjálpa mér, bæturnar voru fótspor en henni fannst bæt- urnar ekki smekklegar eða ekki á smekklegum stað svo ég fór út í Vegatungu til Þuríar og bað hana um að hjálpa mér. Tvisvar spurði hún mig: „Ertu viss um að þú vilj- ir hafa þessar bætur aftan á bux- unum?“ Ég svaraði játandi og þá sagði hún: „Jæja, þetta eru þínar buxur og þú ætlar að ganga í þeim.“ Og þar með var það út- rætt. Þurí hafði sterkar skoðanir á mörgum hlutum og fór varlega í að dæma. Hún talaði við mig und- ir fjögur augu þegar ég var að byrja í 9. bekk í Skálholti undir stjórn Heimis Steinssonar. Hún réð mér heilt og mér til heilla fór ég eftir hennar ráðleggingum. Eftir að ég fullorðnaðist og kom aftur í Tungurnar kynntist ég Þurí upp á nýtt. Hún og Sigurjón voru þá skilin og þau Guðni tekin saman. Við hittumst oft og áttum gott spjall. Við Guðni vorum í Skálholtskórnum og komu þau með í nokkrar skemmtilegar ut- anlandsferðir með kórnum. Ég minnist Þuríar með hlýju og þakklæti. Elsku Guðni, Sigga, Rúna, Maja, Friðrik og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Berglind Sigurðardóttir. Þegar ég flutti í Biskupstung- ur, sumarið 1982, til að verða kennari þar var fyrsta heimilið sem ég kom á Vegatunga. Hross- unum mínum hafði verið komið þar fyrir og þar átti ég athvarf í áratugi. Þuríður tók á móti mér með sínu hressilega fasi og blíða brosi. Við áttum eftir að vinna saman nokkur ár og ennfremur að búa undir sama þaki um tíma og kynntumst vel. Þuríður skar sig úr fjöldanum, bráðskörp, hafði talsvert aðra sýn á marga hluti en aðrir og var alltaf hún sjálf. Fas hennar gleymist ekki, hallaði aðeins undir flatt, striksaði áfram þó stuttstíg væri. Hún hafði eitthvað við sig þannig að fólk leitaði gjarnan til hennar til að spjalla, sá ef til vill lengra en nef hennar náði eða hafði þriðja augað. Allavega fóru fáir daprir frá henni. Hún hafði líka sinn ein- staka dillandi hlátur sem hreif alla með sér, þær eru ófáar hláturrok- urnar sem urðu til í Vegatungu- eldhúsinu. Þuríður var skemmti- legur vinnufélagi, hafði góð áhrif á stafsmannahópinn. Eftir að ég fækkaði komum mínum í Bisk- upstungurnar höfðum við alltaf spurnir hvort af öðru en hittumst ekki oft og þegar við töluðum saman þá var eins og við hefðum hist í gær, þannig eiga góðir vinir að vera. Þar sem ég get ekki verið við útför Þuríðar kveð ég hana með þessum fátæklegu orðum og ylja mér við skemmtilegar og góðar minningar. Ég sendi aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Daníel Hansen. Þuríður Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, INGVAR GUNNAR GUÐNASON, til heimilis að Merkigarði í Skagafirði og að Karfavogi í Reyjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans laugardaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. Bryndís S. Guðmundsdóttir, Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir, Pétur Reynisson, Védís Sigríður Ingvarsdóttir, Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir, Guðni Hannesson, Rósa Marta Guðnadóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET ARADÓTTIR, Hringbraut 39, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinsdeild Landspítalans. Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir, Stefán Birnir Sverrisson, Hildur Björk Rúnarsdóttir, Gísli Engilbert Haraldsson, Guðný Hrund Rúnarsdóttir, Þórður Guðmundsson, Jón Ari Rúnarsson, María Björk Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ Útför ÓLAFÍU SALVARSDÓTTUR frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarfélög. Jarðsett verður síðar frá Vatnsfjarðarkirkju. Baldur Vilhelmsson, Evlalía S. Kristjánsdóttir, Jóhann Hallur Jónsson, Hallfríður Baldursdóttir, Ragnheiður Baldursdóttir, Kristján Bj. Sigmundsson, Þorvaldur Baldursson, Stefán O. Baldursson, Guðbrandur Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRJÁNN GUÐJÓNSSON, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 22. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.30. Baldur Brjánsson, Birna Hannesdóttir, Júlíus Ingvar Brjánsson, Ásta Fanney Reynisdóttir, Guðjón Svarfdal Brjánsson, Dýrfinna Torfadóttir, Björk Elfa Brjánsdóttir, Angantýr Arnar Árnason, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir, Kristján Már Magnússon, Þráinn Brjánsson, Petra Sif Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BOGADÓTTIR sjúkraliði frá Seyðisfirði, til heimilis að Lyngbrekku 8, Kópavogi, lést miðvikudaginn 23. júlí á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Alexander E. Einbjörnsson, Þóra B. Alexandersdóttir, Ólafur Sturla Hafsteinsson, Ragnheiður K. Alexandersdóttir, Björn E. Alexandersson, Ari Halldórsson, Örn Alexandersson, Ragnhildur Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.