Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 19
SVIÐSLJÓS Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Stríður straumur ferðamanna hefur legið austur á land í sumar, en þar hefur ríkt mikil veðurblíða. Margir hafa flúið rigninguna á höfuðborg- arsvæðinu í leit að sólinni og því hef- ur verið þétt setið á tjaldsvæðum á Austurlandi undanfarið. Að sögn Myrru Mjallar Daðadótt- ur, tjaldvarðar í Atlavík í Hallorms- staðarskógi, hefur verið nóg af fólki á svæðinu síðustu vikur. „Seinustu 10 daga hefur verið nánast fullt upp á hvern dag,“ segir hún. „Það hafa verið í kringum 600-1.000 manns hér á hverjum degi.“ Að sögn Myrru hefur veðrið verið gott og stærstur hluti fólks á svæðinu verið höf- uðborgarbúar sem flúið hafi rign- inguna. Sól farin að skína fyrir norðan Sólin hefur einnig látið sjá sig á Norðurlandi síðustu daga og hefur ferðamönnum fjölgar mikið á svæð- inu. Á tjaldsvæðinu Hömrum í Kjarnaskógi á Akureyri hefur verið fjöldi fólks undanfarna daga. Þar hefur staðið yfir Landsmót skáta og segir Tryggvi Marinósson, fram- kvæmdarstjóri Hamra, fjöldann skipta þúsundum. „Það eru rosalega margir hérna á svæðinu og fólki er alltaf að fjölga,“ segir hann. „Það fóru allir af stað þegar sólin fór að skína,“ bætir hann við og segir flest tjaldsvæði á Norð- urlandi hafa verið fullbókuð síðustu daga. Nóg hefur verið að gera á veit- ingahúsum og gistiheimilum á Aust- urlandi og samkvæmt upplýsingum frá Gistihúsinu Egilsstöðum hefur verið stríður straumur bæði er- lendra og innlendra ferðamanna í allt sumar. Rólegt á höfuðborgarsvæðinu Einnig hefur verið mikið að gera á veitingahúsum víðar, en Rauða hús- ið á Eyrarbakka hefur oft og tíðum verið fullsetið í sumar. Að sögn starfsmanns staðarins hefur mikið verið um erlenda ferðamenn á staðn- um, og oft hafi húsið fyllst. Aukið flæði fólks út á land í sumar hefur gert það að verkum að rólegt hefur verið hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Jóns Stefánssonar leigubílstjóra eru ferð- irnar mun færri en síðustu ár. „Traffíkin er miklu minni og það er stundum að maður sér ekki bíl,“ seg- ir hann. „Það er ekki lengur þannig að maður sjái fólk úti á götu að veifa leigubíl.“ Nóg hefur hins vegar verið að gera hjá bílaleigum, en samkvæmt upplýsingum frá bílaleigunni Avis eru um 1.100 bílar í útleigu þessa stundina. Hafa starfsmenn fyrirtæk- isins þurft að vísa ferðamönnum, sem hafa ætlað sér að leigja bíla, frá vegna skorts á bílum til leigu. Reynir Hallgrímsson, stöðvar- stjóri á Bílaleigu Akureyrar, segir einnig nóg vera að gera þar, „Það leiðist að minnsta kosti engum.“ Hann segir flesta viðskiptavini bíla- leigunnar vera erlenda ferðamenn sem eru hér á landi í 1-2 vikur og vilja keyra um landið. Hann segir samkeppnina þó mikla, „Það eru mun fleiri um bitann nú en fyrir nokkrum árum. Það eru komnar í kringum 150 bílaleigur um landið á móti 60 fyrir nokkrum árum.“ Flýja rigninguna í leit að sólinni  Þétt setið á tjaldsvæðum á Norður- og Austurlandi  Tjaldvörður segir stóran hluta vera höfuð- borgarbúa í leit að betra veðri  Mikið að gera hjá bílaleigum en leigubílstjórar taka skellinn Sækja í sólina » Hátt í 1.000 manns eru á hverri nóttu á tjaldsvæðinu í Hallormsstaðarskógi á Austur- landi. » Mörg tjaldsvæði á Norður- landi eru full í veðurblíðunni. Nokkur þúsund manns eru á Akureyri á Landsmóti skáta. » Nóg er að gera hjá bílaleigum landsins, en lægð í leigubíla- akstri. Leigubílstjóri segir ferð- irnar mun færri en síðustu ár. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Mærudagar hófust á fimmtudaginn síðastliðinn á Húsa- vík og standa yfir fram á sunnudag. Hátíðin, sem hefur verið árlegur viðburður á Húsavík síðan 1994, er menn- ingar- og fjölskylduhátíð og þar er ýmsa afþreyingu að finna. Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi á hátíð- inni er hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður Völsungs og fjöldi tónlistarviðburða. Auk þess fara þar fram hin- ir ýmsu íþróttaviðburðir og má þar einna helst nefna Mærumót í strandblaki, Mærumót Völsungs í knatt- spyrnu, Opna norðlenska Mærudagsmótið og Mæru- hlaupið. Hefð hefur verið fyrir því að skipta bænum upp í þrjú litahverfi og hafa hverfin skrýðst sínum hverfalitum undanfarna daga. Einar Gíslason, verkefnastjóri Mærudaga, segir há- tíðina hafa farið vel af stað. „Það er múgur og marg- menni í bænum og tjaldsvæðin eru mjög þétt setin,“ segir hann. Jafnframt segir hann veðrið eiga stóran þátt í fjölmenninu. „Það er búið að vera rosalega gott veður, sól og árleg Mærublíða,“ segir hann alsæll að lokum. if@mbl.is Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Blíða Mærumótið í strandblaki fór fram á fimmtudag í mikilli veðurblíðu. Árleg Mærublíða á Húsavík um helgina Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Norræni sumarháskólinn hófst formlega í Árskóla á Sauðárkróki í gærmorgun en þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem háskólinn er hald- inn á Íslandi. Norræni sumar- háskólinn er norrænt tengslanet um rannsóknir og þverfaglega menntun og markmiðið er að vera vettvangur fyrir vísindamenn og nemendur til að skiptast á þekkingu og þróa nýjar hugmyndir. „Þetta eru átta vinnuhópar sem starfa undir ákveðnu þema. Einu sinni á ári er haldið vetrarþing þar sem hver og einn hópur hittist en á sumrin hittast allir hóparnir á einni stórri ráðstefnu,“ segir Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, formaður skipu- lagsnefndar ráðstefnunnar. Ekki er það aðeins norrænt fólk sem sækir sumarháskólann heldur kemur fólk alls staðar að úr heim- inum til þess að bera saman bækur sínar. „Sérstaða skólans er meðal annars að allir geta tekið þátt. Við erum með fólk frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og fleiri löndum. Það eru margir hér sem eru að vinna að rannsóknum sem eru ekki endilega inni í akadem- íu sem koma hingað og hafa áhuga á að tengjast og kynnast öðru fólki. Svo erum við með grunnnema í há- skólum, doktorsnema, blaðamenn og fleiri sem finna sig kannski ekki á týpískum formföstum ráðstefnum en finna sig vel hér,“ segir Ingibjörg. Töluvert fleiri taka þátt í há- skólanum en gert hafa undanfarin ár. Færri komust að en vildu en há- skólinn stendur yfir þar til á fimmtu- daginn í næstu viku „Þetta eru um 150 manns sem taka þátt í ár. Stemningin er rosa- lega góð og allir eru mjög glaðir. Það sem fólk talar mest um núna er hreina loftið á Íslandi. Maður áttar sig ekki alltaf á því að það búa ekki allir við þau forréttindi að geta and- að að sér hreinu lofti. Fólki líður því vel hérna á Sauðárkróki þótt það rigni aðeins á okkur,“ segir Ingi- björg. Norræni sumarháskólinn hófst formlega í gær en skólinn er vettvangur til að skiptast á þekkingu og þróa nýjar hugmyndir Skólinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi í tíu ár Ljósmynd/Norræni sumarháskólinn Sumarháskóli Norræni sumarháskólinn er norrænt tengslanet um rannsóknir og þverfaglega menntun. Átta vinnuhópar starfa undir ákveðnu þema og einu sinni á ári hittast hóparnir á einni stórri ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.