Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - að ástandið sé eins í Eystri-Rangá samkvæmt hans upplýsingum. „Við erum orðnir bjartsýnir núna,“ segir Jóhannes um framhaldið. Hann segir talsvert mikið um stórlax þetta árið og að sá stærsti sem náðst hafi á land hafi verið 96 sentimetrar á lengd. Besti morgunninn í fyrradag Skúli Kristinsson, staðarhaldari í Langá, segir besta morgun sumars- ins hafa verið í fyrradag þegar 11 lax- ar náðust á land. „Það er lítið að ganga af fiski inn og það þarf eitt- hvað mikið að gerast ef það á að ræt- ast eitthvað úr þessu,“ segir Skúli. Hann segir um 10-15 fiska hafa geng- ið inn á hverju flóði núna í viku. „Það kom einn um daginn, hann var svo ógeðslegur að maður hefur aldrei séð annað eins, maður vildi varla koma við þetta,“ segir Skúli léttur í bragði um 750 gramma smá- lax sem kom inn í ána nú á dögunum. Þetta er skrýtið finnst manni, það eru að koma algjörir ræflar og svo þokkalegir inn á milli. Við höfum ver- ið að fá fína fiska líka, um fjögur pund,“ segir Skúli sem hugsar til árs- ins 2012 með söknuði. „Þó að það hafi nú verið lélegt þá kom bara miklu meira af fiski þá,“ segir Skúli. Stærsti lax sumarsins í Aðaldal Stórlaxaveiðimaðurinn Nils Folmer Jörgensen veiddi stærsta lax sumarsins hingað til á Lönguflúð á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal á fimmtudaginn síðastliðinn. Reyndist laxinn vera 112 cm hængur og senni- lega nálægt 30 pund að þyngd. „Hjá okkur í Laxárfélaginu er meira en annar hver lax 15 pund eða stærri þannig að við eigum von á ör- fáum svona risum í sumar,“ segir Orri Vigfússon, formaður Laxár- félagsins. Hann segir að það sé heldur meiri veiði á svæði Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal en í fyrra. „Gott stórlaxaár, en eins og annars staðar er spurn- ingamerki við smálaxinn, hvað kem- ur mikið af honum,“ segir Orri. Stærsti lax sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist þann 10. júlí 1942 í Laxá í Aðaldal og segir Orri menn vakandi fyrir því að slá metið á hverj- um degi. „Við erum orðnir bjartsýnir núna“  Smálaxi hefur fjölgað í Rangánum  Á Vesturlandi hugsa menn til ársins 2012 með söknuði  Annar hver lax hjá Laxárfélaginu 15 pund eða stærri  Stærsti lax sumarsins hingað til er 112 cm Stórlax Nils Folmer Jörgensen veiddi stærsta lax sumarsins hingað til á Lönguflúð á Nessvæðinu í Laxá í Aðaladal. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Blanda (14) Þverá-Kjarrá (14) Norðurá (15) Eystri-Rangá (18) Miðfjarðará (10) Haffjarðará (6) Ytri-Rangá & Hólsá, v. (20) Laxá á Ásum (2) Laxá í Aðaldal (18) Elliðaárnar (6) Selá í Vopnafirði (7) Vatnsdalsá í Húnaþingi (7) Laxá í Kjós (8) Grímsá og Tunguá (8) Víðidalsá (8) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma Staðan 23 júlí 2014 2013 2012 1471 1857 2285 645 1101 1145 847 425 331 697 353 318 461 680 271 675 402 685 908 553 668 935 92 252 620 702 142 218 239 138 1060 656 595 558 471 395 344 331 283 277 253 234 221 202 190 STANGVEIÐI Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Stangveiðimenn á Suðurlandi eru farnir taka gleði sína á ný en svo virð- ist vera sem smálaxi sé að fjölga þar í ám en smálaxagöngur hafa verið með minnsta móti í ár. Á Norðurlandi hefur veiði gengið ágætlega í sumar og sagði veiðimað- ur sem var við veiðar við Húseyjar- kvísl í Skagafirði í samtali við blaða- mann að þar væri laxveiðin í góðu meðallagi en um 110 laxar hafa veiðst á stangirnar tvær. Þykir veiðimönn- um sem þekkja vel til vera óvenju- mikið af stórum og afar vel höldnum um laxi. Þá er smálaxinn einnig að sýna sig þessa dagana, lúsugur og vel haldinn. „Talsvert er um 60 senti- metra langa fiska eins og víðar í ám á Norðurlandi,“ sagði veiðimaðurinn. Bókuðu sig aftur á næsta ári „Það sem er að gerast núna er aukning í smálaxinum. Glænýr lús- ugur lax sem er að koma inn,“ segir Jóhannes Hinriksson, yfirleiðsögu- maður í Ytri-Rangá. Hann segir lax- inn vera að ganga vel upp í ána núna og að smálaxinn sé vel haldinn, allt frá 1,6 kílóum upp í 2,5 kíló. „Þeir fengu sjö vel haldna, lúsuga smálaxa á neðsta svæðinu í morgun. Smálaxar voru að veiðast út um alla á og nokkr- ir stórir líka, það er að glæðast úr þessu,“ segir Jóhannes. Hann segist hafa verið með nokkra Spánverja í vikunni sem höfðu verið við veiðar á Vesturlandi þar sem illa gekk að veiða. „Þar voru þeir nokk- urn veginn með öngulinn í rassinum en þeir voru mjög ánægðir hjá mér og eru búnir að bóka aftur að ári,“ segir Jóhannes. Hann segir Rangárnar oft hafa verið seinar í gang og að það verði spennandi að fylgjast með gangi mála næstu daga. „Það er mjög spennandi að sjá hvað þessi straum- ur gefur núna en það er greinilega byrjað að ganga núna dagana á undan,“ segir Jóhannes og bætir við Eyþór Ingi Guðmundsson, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík, var við veiðar í Eystri-Rangá í vikunni ásamt föður sínum, Guðmundi Jóni Friðrikssyni, og afa sínum, Friðriki Guðmundssyni. Fékk hann maríulax- inn í ferðinni og að sögn Friðriks, afa hans, var ugginn bitinn af honum. Friðrik segir kynslóðirnar þrjár hafa byrjað á svæði fimm um morgun- inn. „Það var mjög hvasst og við fengum ekkert, nema nokkra tveggja punda urriða. Síðan fórum við á svæði fjögur og það var hvasst framan af en sonur minn Guðmundur fékk strax einn flugulax, 12 punda fisk,“ segir Friðrik. Hann segist sjálfur hafa misst fisk fljótlega eftir það en hafi náð einum sem var 10,6 pund. Rétt áður en þeir hættu náðist svo maríulaxinn. Ljósmynd/Friðrik Guðmundsson Þrjár kynslóðir við veiðar í Eystri-Rangá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.