Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍNoregi hefureftirlit veriðhert af ótta við að hryðju- verkamenn muni láta til skarar skríða. Ekki er vit- að hvenær, en upp- lýsingar Öryggisþjónustu norsku lögreglunnar þykja áreiðanlegar. Í fréttum hefur komið fram að ógnin er talin stafa af hópi vígamanna sem snúið hafi aftur til Evrópu eft- ir að hafa barist í Sýrlandi. Í Sýrlandi berjast nú um 12 þúsund erlendir vígamenn með uppreisnarmönnum. Flestir koma þeir frá araba- löndum og berjast með sam- tökunum Ríki íslams, sem hafa haslað sér völl í Sýrlandi og náð undir sig miklu landsvæði í Írak, þar á meðal stórborg- inni Mosul, þrátt fyrir fáa liðs- menn. Talið er að um tvö þúsund þessara erlendu vígamanna komi frá ríkjum Evrópusam- bandsins og kom fram í frétt frá AFP að miðað við höfðatölu væru þeir líklega flestir frá Noregi. Óttast er að þegar þessir menn snúi aftur til Evrópu muni þeir reyna að breiða út harðlínustefnu sína og reyna að fá unga menn til liðs við sig til að fremja hryðjuverk heima fyrir og erlendis. Í þessu sam- hengi er iðulega vísað til þess að hryðjuverkamaðurinn, sem myrti fjóra í Gyðingasafninu í Brussel í maí, barðist með uppreisnarmönnum í Sýrlandi í rúmt ár og þegar hann var handtekinn voru vopn hans vafin í klæði merkt Ríki ísl- ams. Samtökin, sem nú kalla sig Ríki íslams, hafa gengið undir ýmsum nöfnum. Í sjö ár var markmið þeirra að steypa stjórninni í Írak og bar barátta þeirra lítinn árangur. Sam- tökin voru við það að fjara út þegar uppreisnin var gerð í Sýrlandi í upphafi árs 2011. Liðsmenn samtakanna, sem þá hétu Ríki íslams í Írak og Sýr- landi og ýmist voru skamm- stöfuð ISIS eða ISIL, skárust í leikinn í Sýrlandi og óx smám saman fiskur um hrygg. Þau komust yfir vopn og peninga og nýir liðsmenn gengu í raðir þeirra. Um leið urðu samtökin róttækari. Með reynsluna frá Sýrlandi í veganesti og betri vopnabúnað hófu samtökin sókn í Írak fyrir nokkrum vik- um. Samtökin lýstu yfir því 29. júní að þau hefðu stofnað ísl- amskt ríki, nýtt íslamskt kalíf- at, og leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi, yrði í for- ustu og kallaðist framvegis Ibrahim kalífi. Því var bætt við að hann væri kalífi múslima alls stað- ar og „öllum mús- limum bæri skylda til að lýsa yfir holl- ustu við Ibrahim kalífa og styðja hann“. Þessi yfirlýsing lítilla sam- taka kann að virðast þýðing- arlaus, en hana má þó ekki vanmeta. Ríki íslams fangar nú at- hygli ungra íslamskra róttækl- inga og ógnar því veldi hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda. Næstum þrettán ár eru liðin frá árásinni á Bandaríkin 11. september 2001. Á meðan rót- tækir múslimar hafa verið að vaxa úr grasi hefur al-Qaeda verið í vörn og foringjar sam- takanna á flótta og í felum. Ríki íslams tengdist áður al- Qaeda, en sleit á tengslin. Með yfirlýsingunni í lok júní sögðu Samtökin í raun að al-Qaeda ætti að lúta þeim. Einn liðs- manna Ríkis íslams lýsir stöð- unni svo að al-Qaeda séu sam- tök, en „við erum ríki“: „Osama bin Laden, megi guð vera honum náðugur, barðist fyrir því að stofna íslamskt ríki til að ráða heiminum og – lof sé guði – við höfum látið draum hans rætast.“ Grundvallaratriði skilja samtökin að. Stefna al-Qaeda er að berjast gegn Vestur- löndum og stjórnum araba- ríkja með hryðjuverkum, en Ríki íslams er á kafi í átökum milli araba, súnníta við sjíta. Al-Qaeda hefur gagnrýnt Ríki íslams fyrir að drepa almenna borgara og heyja stríð gegn öðrum múslimum. Hermt er að reiði og ör- vænting ríki í röðum al-Qaeda. Segja sérfræðingar að jafnvel megi búast við því að samtökin reyni nú að láta til skarar skríða á Vesturlöndum til að gera sig gildandi á ný í sam- keppninni við Ríki íslams og ná til ungra bókstafstrúar- manna. Það er örugglega ein ástæðan fyrir því að Banda- ríkjamenn fóru í upphafi mán- aðarins fram á að eftirlit yrði hert á alþjóðlegum flugvöllum, sem flogið er frá til Bandaríkj- anna. Ríki íslams er ekki hreyfing afdalamanna. Hún rekur nú- tímalegan áróður á netinu og tekst þannig að höfða til ungra íslamista um allan heim – líka á Vesturlöndum – ýta undir róttækni þeirra og fá þá til liðs við sig á vígvöllum Austur- landa. Óttinn við þessa menn er ekki ástæðulaus. Hryðju- verkaógnin er eins og ófreskja, þegar eitt höfuð hennar er skorið af vex annað í staðinn. Um tólf þúsund erlendir vígamenn berjast með upp- reisnarmönnum í Sýrlandi} Þegar vígamennirnir snúa aftur E inu sinni gerðu vísindamenn til- raun. Fimm apar voru í búri. Í búrinu var stigi. Við enda stigans var banani. Í hvert skipti sem einhver apanna klifraði stigann til að ná í bananann var ísköldu vatni sprautað á hina fjóra. Eftir að aparnir höfðu nokkrum sinnum klifið stigann, með þeim afleiðingum að félagar þeirra fengu yfir sig vatnsgusur, þá tóku þeir upp á að grípa í hvern þann sem reyndi að klífa stigann og lemja hann hressi- lega. Ekki leið á löngu þar til enginn apanna reyndi að klifra upp stigann. Vísindamennirnir tóku þá upp á því að skipta einum apanna út fyrir nýjan apa. Nýi apinn fékk auðvitað þá snilldarhugmynd að klifra upp stigann sem þarna var og ná sér í gómsætan bananann. Áður en hann var kominn upp fyrsta þrepið höfðu hinir aparnir fjórir stöðvað hann og tuskað duglega til. Nýi apinn hætti því á endanum að reyna að klifra upp stigann, án þess að hafa nokkurn tíma fengið yfir sig vatnsgusu eða vita hvers vegna hinir aparn- ir lúskruðu á honum. Síðan var öðrum af uprunalegu öpunum skipt út fyrir nýjan apa, sem fékk auðvitað sömu snilldarhugmynd og fyrsti nýapinn, og hlaut að sjálfsögðu sömu örlög. Þannig gekk tilraunin þangað til að enginn af upp- runalegu öpunum var eftir. Enginn reyndi að klífa stig- ann. Vísindamennirnir spurðu apana sem eftir voru í búrinu, sem að sjálfsögðu eru uppspuni einn og geta því talað, hvers vegna enginn þeirra reyndi að klifra upp stig- ann og hvers vegna þeir hefðu lamið hvern þann sem reyndi það. „Ég veit það ekki,“ svör- uðu þeir allir, „svona hefur þetta bara alltaf verið gert“, meðan þeir reyktu fílterslausan kamel og drukku volgan uppáhelling. Tilraunin var að sjálfsögðu aldrei gerð og aparnir voru aldrei til. En boðskapurinn stendur. Þegar ástæðurnar fyrir því að gera hlutina á einn veg en ekki annan eru ekki aðr- ar en „Ég veit það ekki. Svona hefur þetta bara alltaf verið gert,“ þá þarf fólk að líta í eig- in barm. Góður vinur sagði mér eitt sinn að forpokun ætti sér stað í kynslóðum. Því fleiri kynslóðir sem hafa komið á eftir manni, því forpokaðri verður maðurinn. Sjálfur þoli ég ekki Justin Bieber og One Direction. Fyrsta stig forpok- unar er því þegar hafið, rétt eftir miðjan þrí- tugsaldur. Mér til mikillar gleði hef ég þó dæmin fyrir framan mig þess efnis að forpokun og stöðnun er ekki óumflýjanlegur raunveruleiki og fasti í tilverunni, heldur meðvituð uppgjöf fyrir því að aðlagast nýjungum og að halda sjálfum sér við. Frændi minn, rétt tæplega átt- ræður, ræðir enn við mig hugmyndir sem mér þykja framúrstefnulegar, óraunhæfar og þar af leiðandi geipi- lega spennandi. Ekkert: „þegar ég var ungur þá var þetta gert svona, og þess vegna er það betra.“ Eins og maðurinn sagði: Forpokað framsóknarfólk sem vill ekki útlenskt kjöt eða litasjónvarp fæðist ekki í því ástandi. Það verður til yfir langa ævi, og þegar að því kemur, þá er mál að linni. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Þá er mál að linni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Norðmenn lýstu yfir því ífyrradag að öryggis-gæsla yrði efld vegnaupplýsinga um að árás hryðjuverkamanna gæti verið yfir- vofandi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 hafði eftir Jon Fitje Hoffman, stjórn- anda í greiningardeild Öryggisþjón- ustu lögreglunnar, PST, að ástæða væri til að ætla að hópur manna hefði ferðast frá Sýrlandi með það að markmiði að fremja hryðjuverk á Vesturlöndum. „Sérstaklega var talað um Noreg,“ sagði hann. „Við vinnum að því að fá nánari upplýsingar og staðfesta þær, en við teljum að upplýsingarnar séu trúverðugar.“ Hoffmann sagði við TV2 að PST hefði einkum áhyggjur af ein- staklingum, sem farið hefðu frá Nor- egi til að ganga í lið með uppreisnar- hópum í Sýrlandi. Þessar áhyggjur komu fram í mati sem PST birti fyrr á þessu ári. Þar sagði að ógnin við Noreg hefði aukist vegna átakanna í Sýrlandi. Um 50 einstaklingar með tengsl við Noreg hefðu barist í Sýr- landi frá því að átökin hófust þar og um helmingur þeirra hefði snúið aft- ur. Í maí handtók PST þrjá menn sem grunaðir voru um að ætla að ganga til liðs við samtökin, sem áður kölluðust Ríki íslams í Írak og Sýr- landi (ýmist skammstafað ISIS eða ISIL), en eftir að leiðtogar þess lýstu yfir stofnun kalífats í upphafi mán- aðar kallast nú einfaldlega Ríki ísl- ams (IS). Ríki íslams er nú helsta hreyfing harðlínumanna sem kenna sig við heilagt stríð í Írak og Sýrlandi. Frá 2003 til 2011 komu erlendir vígamenn frá Mið-Austurlöndum til Íraks, en eftir að uppreisnin hófst gegn veldi Bashars al-Assads hafa vígamenn haldið til Sýrlands að heyja heilagt stríð. 23 þúsund erlendir vígamenn Myndun Ríkis íslams skákar áhrif- um hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda meðal harðlínumanna og bít- ast samtökin nú um nýliða og pen- inga. Að mati Evrópusambandsins eru nú um 12 þúsund erlendir vígamenn í Sýrlandi frá 81 landi. „Við sjáum að 85% erlendra vígamanna [í Sýrlandi] enda í röðum ISIL. Hvers vegna? Vegna þess að ISIL er með vopnin og þeir stjórna svæðunum við landa- mæri [Sýrlands], þannig að það er auðvelt fyrir þá að ná til sín víga- mönnum sem koma,“ sagði heimild- armaður Jane’s Defence Weekly, vikurits um hernaðarmál, í júní. Flestir koma aðkomumennirnir frá Marokkó, Sádi-Arabíu og Túnis, en talið er að um tvö þúsund víga- menn komi frá löndum Evrópusam- bandsins og margir beri annað vega- bréf frá Marokkó. Ríki ESB leita nú leiða til að rekja ferðir ríkisborgara aðildarríkjanna, sem vitað er að hafi barist í stríðum í öðrum löndum, yfir landamæri. Ónefndur embættismaður sagði hins vegar Jane’s Defence Weekly að slík- ar hugmyndir væru umdeildar og það gæti tekið drjúgan tíma að fá samþykki fyrir þeim. Ótti við hryðjuverk hefur farið vaxandi undanfarið. Upp úr mán- aðamótum var eftirlit hert á flug- völlum að ósk Bandaríkjamanna vegna þess að talið er að hryðju- verkamenn reyni nú að útbúa sprengjur sem erfitt sé að finna. Í maí voru fjórir menn skotnir til bana í Gyðingasafninu í Brussel. Tveir hinna látnu voru frá Ísrael. Mehdi Nemmouche hefur verið handtekinn fyrir verknaðinn. Hann var rúmt ár í Sýrlandi og talið er að hann hafi verið með liðsmönnum Rík- is íslams. Þegar hann var handtekinn í Marseille var hann með vopn vafin í hvítt lak sem á var krotað nafn ISIS. Ótti við evrópska vígamenn í Sýrlandi AFP Á varðbergi Vopnaður vörður stendur fyrir utan aðallestarstöðina í Ósló. Norsk yfirvöld óttast að hópur frá Sýrlandi hyggi á hryðjuverk í Noregi. Vígamenn bókstafstrúar- samtakanna ISIS, sem nú kalla sig Ríki íslams, reka markvissan áróður á netinu. Þeir framleiða myndbönd þar sem vestrænir liðsmenn tala fyrir málstaðnum og hvetja aðra til að feta í fót- spor sín. Samtökin nota síðan spjall- þræði, tölvupósta og smáskila- boð til að skipuleggja ferðir til Sýrlands til að hefja herþjálfun. Lögregla í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum hefur fundið vísbendingar um að margir út- lendingar hafi farið til Sýrlands eftir að hafa fengið innblástur frá efni á netinu. Nota fé- lagsmiðla NÁ Í LIÐSMENN Á NETINU AFP Liðsmenn Ríkis íslams í Írak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.