Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 BAKSVIÐ Skúli Halldórsson sh@mbl.is Jón Árni Ágústsson fram- kvæmdastjóri greiðir hæstu skatta Íslendinga í ár, eða tæplega 412 milljónir króna. Kemur þetta fram í yfirliti ríkisskattstjóra um hæstu gjaldendur í álagningu ein- staklinga fyrir árið 2013, sem birt var í gær. Næst á eftir Jóni er Guð- björg M. Matt- híasdóttir, út- gerðarmaður í Vestmanna- eyjum, en hún greiðir tæplega 390 milljónir króna í skatt. Í þriðja sæti listans er Ingibjörg Björnsdóttir framkvæmdastjóri, en hún greiðir tæplega 239 millj- ónir króna. Skattakóngurinn datt út Athygli vekur að 30 hæstu gjaldendur á lista ríkisskattstjóra greiða mun hærri skatta í ár en í fyrra. Í ár greiða þeir samtals rúma 3,8 milljarða króna, en í fyrra greiddu þeir tæpa 2,3 millj- arða. Það er næstum jafnmikið og þeir tíu gjaldhæstu greiða núna, en það nemur rúmum 2,3 millj- örðum króna. Í fyrra greiddu þeir aðeins um 1,1 milljarð. Magnús Kristinsson, skatta- kóngur síðasta árs, er ekki á með- al 30 hæstu gjaldenda ársins 2014. Magnús greiddi um 190 milljónir króna í skatta í fyrra en skatta- kóngurinn í ár greiðir ríflega tvö- falt hærri skatta. Þá greiðir Krist- ján V. Vilhelmsson, sem vermir 6. sætið á listanum, hærri skatta í ár en Magnús greiddi á síðasta ári. Helmingur býr í Reykjavík Tíu konur eru á listanum og eru þrjár þeirra meðal fjögurra hæstu gjaldenda landsins. Þá eru fjórar konur í tíu efstu sætum listans, en þær voru tvær í fyrra. Af þeim þrjátíu einstaklingum sem eiga sæti á listanum eru fimmtán með lögheimili í Reykjavík. Fjórir búa í Kópavogi, þrír í Garðabæ og tveir í Hafnarfirði. Alls búa því 24 af þessum 30 einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru til heimilis á Akureyri, einn í Vestmannaeyjum og einn á Akranesi. Þá er Skúli Mogensen, fjárfestir og forstjóri Wow air, skráður með lögheimili í Bret- landi. Ljóst þykir að helstu stjórn- endur deCODE hafa átt hluti í fé- laginu sem fylgdu með þegar félagið var selt til Amgen á 52 milljarða króna. Þannig greiða þau Kári Stefáns- son, Hákon Guðbjartsson, Daníel Fannar Guðbjartsson, Jóhann Hjartarson, Unnur Þorsteins- dóttir, Gísli Másson og Chung Tung Augustine Kong, samtals rúmar 532 milljónir króna í skatta. Nafn þess síðastnefnda vekur athygli, en hann hefur starfað sem stjórnandi hjá deCode síðan árið 1996. Þar áður kenndi hann við Háskólann í Chicago en hann út- skrifaðist með doktorsgráðu í töl- fræði frá Harvard háskóla árið 1986. Pappírsframtöl eru hverfandi Á skattgrunnskrá voru 268.452 framteljendur, en það er fjölgun um 4.260 frá fyrra ári. Þá sættu 12.478 einstaklingar áætlunum op- inberra gjalda sökum þess að þeir skiluðu ekki framtali. Er það í kringum 4,65% af heildarfjölda framteljenda, en í fyrra var hlut- fallið 4,77% og hefur minnkað undanfarin ár. Aldrei hafa jafnmargir framtelj- endur skilað rafrænu framtali og í ár, en af 256.119 framtölum voru aðeins 0,41% þeirra papp- írsframtöl, eða 1.060 talsins. Í fyrra voru þau 1,91% af heild- arfjölda framtala, eða 4.810 tals- ins. Því er ljóst að fjöldi papp- írsframtala fer ört minnkandi. Greiða hærri skatta en í fyrra  Alls eru tíu konur á lista ríkisskattstjóra yfir 30 hæstu gjaldendur  Tíu hæstu greiða meira en þrjátíu hæstu á síðasta ári  24 af 30 búa á höfuðborgarsvæðinu  Starfsmenn deCode áberandi Hæstu gjaldendur í álagningu einstaklinga 2014 Nafn Starf/menntun Heimili Sveitarfélag Samtals gjöld ´14 Samtals gjöld ´13 1 Jón Árni Ágústsson framkvæmdastjóri Hrefnugötu Reykjavík 411.842.058 57.135.381 2 Guðbjörg M. Matthíasdóttir útgerðarmaður Birkihlíð Vestmannaeyjum 389.163.843 135.647.707 3 Ingibjörg Björnsdóttir framkvæmdastjóri Hlyngerði Reykjavík 238.833.509 Ekki á lista í fyrra 4 Kristín Vilhjálmsdóttir fjárfestir Ægisgötu Reykjavík 237.916.060 Ekki á lista í fyrra 5 Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður Barðstúni Akureyri 211.152.221 85.525.210 6 Kristján V. Vilhelmsson útgerðarmaður Kolgerði Akureyri 189.902.544 152.301.324 7 Helga S. Guðmundsdóttir fjárfestir Laufásvegi Reykjavík 185.711.288 57.251.241 8 Ingimundur Sveinsson arkitekt Skeljatanga Reykjavík 172.706.840 Ekki á lista í fyrra 9 Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður Fjölnisvegi Reykjavík 163.095.083 Ekki á lista í fyrra 10 Sigurður Örn Eiríksson tannlæknir Kornakri Garðabæ 103.507.662 109.592.774 11 Kolbrún Ingólfsdóttir athafnamaður Kolgerði Akureyri 98.824.957 67.579.095 12 Stefán Hrafnkelsson framkvæmdastjóri Brautarlandi Reykjavík 86.983.556 Ekki á lista í fyrra 13 Kári Stefánsson forstjóri Þingholtsstræti Reykjavík 85.578.319 Ekki á lista í fyrra 14 Arnór Víkingsson læknir Kársnesbraut Kópavogi 84.421.624 77.452.328 15 Chung Tung Augustine Kong tölfræðingur Marargötu Reykjavík 77.307.871 Ekki á lista í fyrra 16 Hákon Guðbjartsson þróunarstjóri Selvogsgrunni Reykjavík 77.124.324 Ekki á lista í fyrra 17 Skúli Mogensen fjárfestir Bretlandi 76597722 60.163.730 18 Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Sóleyjargötu Akranesi 75.947.861 Ekki á lista í fyrra 19 Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur Vesturbrún Reykjavík 75.806.022 Ekki á lista í fyrra 20 Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður Kaplaskjólsvegi Reykjavík 75.280.889 Ekki á lista í fyrra 21 Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir lyfjafræðingur Dalakri Garðabæ 75.007.069 62.057.738 22 Jóhann Hjartarson lögfræðingur Síðuseli Reykjavík 74.703.057 Ekki á lista í fyrra 23 Magnús Árnason framkvæmdastjóri Lindasmára Kópavogi 74.226.345 Ekki á lista í fyrra 24 Sigurbergur Sveinsson kaupmaður Miðvangi Hafnarfirði 73.526.365 97.890.768 25 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Næfurholti Hafnarfirði 72.727.448 115.385.776 26 Unnur Þorsteinsdóttir erfðafræðingur Melaheiði Kópavogi 71.983.504 Ekki á lista í fyrra 27 Guðný María Guðmundsdóttir röntgentæknir Lindasmára Akureyri 71.938.403 Ekki á lista í fyrra 28 Jóhann Tómas Sigurðsson lögfræðingur Stigahlíð Reykjavík 71.707.761 Ekki á lista í fyrra 29 Finnur Reyr Stefánsson fjárfestir Mávanesi Garðabæ 70.971.797 69.487.059 30 Gísli Másson stærðfræðingur Hörpugötu Reykjavík 69.527.677 Ekki á lista í fyrra Jón Árni Ágústsson skattakóngur Skúli Halldórsson sh@mbl.is Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segist í samtali við Morgun- blaðið vera ánægður með þann ár- angur sem náðst hefur með innleiðingu rafrænna framtala. „Verkefnið hófst árið 1998 og voru fyrstu rafrænu framtölin send inn árið 1999. Þetta jókst jafnt og þétt en við töldum þetta hafa náð ákveð- inni mettun á tímabili. Þá héldum við að ekki yrði unnt að auka útbreiðslu rafrænna framtala,“ segir Skúli. Síð- an hafi verið breytt um stefnu. „Fyrir þremur árum síðan tókum við svo ákvörðun um að reyna að fjölga þeim enn meira. Við settum okkur í samband við þá sem skiluðu pappírsframtölum og buðum þeim aðstoð við gerð rafrænna framtala. Við erum að uppskera árangurinn af því starfi,“ segir Skúli, og bætir við að þróunin muni halda áfram. „Við sjáum það fyrir okkur að á næstu tveimur árum muni þetta þróast á þann veg að framtölin verði eingöngu rafræn. Áformað er að taka í notkun nýtt framtalsforrit ár- ið 2016 sem hannað verður sér- staklega fyrir rafræn skil.“ Þrátt fyrir þetta segir Skúli að álagið hafi ekki minnkað að ráði.„Það hefur aðallega breyst, tölvurnar létta okkur auðvitað vinnuna en hins vegar er nú meira álag við öflun launamiðanna og undirbúning við sjálfa álagninguna.“ Þá segir hann að töluverðar breyt- ingar séu í farvatninu hjá embættinu til að auka skilvirkni skattkerfisins og nefnir meðal annars skattkortin sem dæmi um það sem nú þarfnast endurskoðunar. „Skattkortin voru tekin í notkun árið 1987 og eru löngu orðin úrelt þó þau hafi þjónað tilgangi sínum ágæt- lega í upphafi. Í skoðun er hvort hægt sé að sleppa þeim alfarið. Okk- ar mat er hins vegar að allar hreyf- ingar í þá átt kalli á lagabreytingar.“ Nú mun vera í gangi úttekt á veg- um embættisins til að meta umfang undanskota frá skatti. „Vinnan við þetta er flókin og erfið en við von- umst til að geta kynnt niður- stöðurnar síðar á þessu ári.“ Ánægður með fleiri rafræn framtöl  Skattkortin fyrir löngu orðin úrelt Skúli Eggert Þórðarson Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.