Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 43
1987, en árið 1992 ákvað hann að leggja gítarinn til hliðar og snúa sér að fyrirtækjarekstri. Einar stofnaði fyrirtækið EB Kerfi í apríl 1992, þá 17 ára, og hefur starf- rækt það síðan. Fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, sölu og þjónustu með hljóð- og ljósakerfi fyrir ýmsa við- burði, stóra sem smáa, m.a. búnað fyrir hljómsveitir, en Einar var lengi hljóðmaður hjá Björgvini Halldórs- syni og hljómsveitum hans. Þá hefur EB Kerfi séð um hljóðkerfi fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sl. 18 ár ásamt fjölda annarra viðburða í rúma tvo áratugi. Árið 2007 flutti Einar EB Kerfi í stærra húsnæði á Selfossi og hóf jafn- framt rekstur á skemmtistaðnum Hvíta húsinu sem hann hefur nú rek- ið í tæp sjö ár. Ári síðar bætti hann við athafnasemina og tók við rekstri á Útvarpi Suðurlands. Útvarpið hefur vaxið og dafnað síðan og notið mikilla vinsælda sumarbústaðagesta og ann- arra á Suðurlandi. Enn bættust við verkefni því árið 2010 lét Einar gamlan draum rætast og hélt í fyrsta sinn kjöthátíðina Kótelettuna á Selfossi sem hann hef- ur síðan haldið annan laugardag í júní, ár hvert, við sívaxandi vinsældir landsmanna. Ellefu ára athafnamaður Einar hefur alltaf haft gaman af öllum sínum verkefnum: „Ég held að það sem reki mig áfram í öllu þessu stússi sé áhuginn á því að skemmta öðrum. Ég hef alltaf haft gaman af því að sjá fólk kætast og koma því á óvart. Þessi störf mín hafa í raun öll snúist um þá áráttu. Þegar ég var ellefu ára héldum við krakkarnir í hverfinu tónleika í bíl- skúrnum hjá Gumma Lýðs og Hildu sem við fengum til afnota. Við sung- um og spiluðum Eurovision-lög og seldum poppkorn og djús á staðnum. Daginn eftir fórum við með ágóðann í verslunina Höfn, keyptum þar pylsur sem við grilluðum og buðum krökk- unum í götunni til grillveislu. Ég byrjaði ungur að matreiða og hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að grilla íslenskt kjöt. Auk þess er ég hófsamur veiðimaður en ég hef haft það fyrir reglu að fara einu sinni á ári að veiða í Rangánum ásamt kærum frændum mínum. Á veturna höfum við fjölskyldan svo farið á skíði þegar tími til gefst.“ Fjölskylda Sambýliskona Einars er Anna Stella Eyþórsdóttir, f. 9.8. 1981, hægri hönd eiginmannsins í allri hans atvinnustarfsemi. Hún er dóttir Ey- þórs Kristjánssonar, f. 31.7. 1959, húsasmiðs í Reykjavík, og Ragnhild- ar Vilhjálmsdóttur, f. 23.11. 1958, húsfreyju og fyrrv. verslunarstjóra á Selfossi. Börn Einars og Önnu Stellu eru Karen Lind Einarsdóttir, f. 22.4. 2002, Einar Bjarki Einarsson, f. 14.10. 2005, og Jón Daði Einarsson, f. 27.9. 2011. Systkini Einars eru Kjartan Björnsson, f. 4.9. 1965, rakarameist- ari á Selfossi; Gísli Björnsson, f. 4.11. 1969, kaupmaður á Selfossi; Björn Davíð Björnsson, f. 2.5. 1980, rak- arameistari á Selfossi. Foreldrar Einars eru Björn Ingi Gíslason, f. 2.9. 1946, rakarameistari á Selfossi, og Hólmfríður Kjart- ansdóttir, f. 6.1. 1948, fyrrv. skrif- stofukona hjá Selfossveitum. Úr frændgarði Einars Björnssonar Einar Björnsson Þorbjörg Grímsdóttir húsfr. í Rvík Aðalbjörn Stefánsson prentari í Rvík Katrín Aðalbjörnsdóttir þjónustukona á Hvolsvelli Kjartan Einarsson húsasmiður á Hvolsvelli Hólmfríður Kjartansdóttir skrifstofukona á Selfossi Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. á Sperðli Einar Einarsson b. á Sperðli í Landeyjum Þóra Gunnlaugsdóttir húsfr. á Kljáströnd og Ólafsfirði Sigurbjörn Jóhannsson b. á Kljáströnd Rannveig Sigurbjörnsdóttir húsfr. á Selfossi Gísli Sigurðsson rakari og eftirherma í Rvík og á Selfossi Björn Ingi Gíslason rakarameistari á Selfossi Ingigerður Björnsdóttir húsfr. á Króki Sigurður Þorbjörnsson b. á Króki í Ölfusi Afmælisbarnið Einar skemmtana- og útvarpsstjóri með meiru. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Þórarinn Sigurjónsson alþing-ismaður fæddist í Sætúni íVestmannaeyjum 26.7. 1923. Foreldrar hans voru Sigurjón Árna- son, bóndi og smiður í Pétursey í Mýrdal, og Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja. Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Ólöf Ingibjörg Haraldsdóttir hús- freyja og eru börn þeirra Sigríður, Haraldur, Kristín, Sigurjón sem lést í æsku, Sigurjón Þór sem lést í æsku og Ólafur Þór. Þórarinn lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1943 og sinnti síðan ýms- um störfum til sjós og lands. Hann starfrækti um árabil alhliða við- gerðaverkstæði í Pétursey, ásamt uppeldisbróður sínum, Þórhalli, og stundaði fólks- og vöruflutninga á eigin bifreiðum. Þórarinn var bústjóri í Laugar- dælum 1952-80. Hann var alþing- ismaður Sunnlendinga fyrir Fram- sóknarflokkinn 1974-87, sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1977-85, í stjórn Framkvæmdastofn- unar ríkisins 1980-83, var formaður Þingvallanefndar, Veiðimálanefndar ríkisins, Sauðfjársjúkdómanefndar, Sambands eggjaframleiðenda, Verk- stjórafélags Suðurlands, sat í stjórn Verkstjórasambands Íslands, var sýslunefndarmaður Hraungerðis- hrepps, formaður Framsóknarfélags Árnessýslu um árabil, sat í stjórn Kaupfélags Árnesinga í 30 ár og var formaður þess um árabil og sat í stjórn SÍS 1968-92. Að auki voru honum falin fjölmörg önnur opinber trúnaðarstörf sem og í atvinnu- og félagslífi. Þórarinn var alla tíð mikill áhuga- maður um starf ungmennafélags- hreyfingarinnar, var félagi í Rotary og lét sig miklu varða velferð Laug- ardælakirkju sem fyrir hans til- stuðlan og fleiri var endurreist á hin- um forna kirkjustað fyrir nærri hálfri öld. Hann var meðal annars formaður sóknarnefndar og með- hjálpari um áratuga skeið. Sigurjón var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr- ir störf að landverndar- og landbún- aðarmálum Sigurjón lést 20.7. 2012. Merkir Íslendingar Þórarinn Sigurjónsson Laugardagur 95 ára Friðrik Glúmsson 90 ára Ragnhild Johanne Röed 85 ára Inga Nancy Wendel 80 ára Fríða Kristín Gísladóttir Svava Sumarrós Ásgeirsdóttir 75 ára Anna Pálsdóttir Gíslína Jóhannesdóttir Guðmundur Baldursson Guðmundur Guðmundsson Högni Kristinsson Margrét Sigurðardóttir Ragna Fossádal 70 ára Arnór Benediktsson Atli Magnússon Áshildur Emilsdóttir Guðmundur H. Friðgeirsson Gylfi Garðarsson Hrafnhildur B. Kjartansdóttir Jón Hákonarson Rafn H. Ingólfsson 60 ára Eiríkur Pétursson Elfa Bryndís Kristjánsdóttir Elín Sigríður Jósefsdóttir Erla Þórkatla Bjarnadóttir Höskuldur Sveinsson Miriam Juarbal Portillo Pétur Jóhannes Jensen Rósa María Tryggvadóttir Þóra Hansdóttir 50 ára Anna Stefánsdóttir Bóas Eydal Árnason Guðmundur Guðmundsson Jón Gíslason Kári Ragnarsson Kjartan Steinarr Egilson Kristín Þ. Sigurðardóttir Magnús H. Steingrímsson Ómar Ragnarsson Sigríður Anna Hjartardóttir Sigríður Sigurðardóttir Sigurður Þór Elíasson 40 ára Bjarni Grétarsson Guðmundur Helgi Sævarsson Guðmundur Sigmarsson Hildur Rósa Konráðsdóttir Joy Nanna Mariusz Zbigniew Sledz Maríanna Þorgrímsdóttir Róbert Reynisson Svetlana Markovic 30 ára Anna Jóna Kristjánsdóttir Anton Örn Pálsson Arnar Freyr Einarsson Árni Pétur Gunnsteinsson Catharine Alexandria Fulton Eugen Schuldeis Halla Ósk Haraldsdóttir Haraldur Orri Björnsson Helga Sigurðardóttir Lovísa Ósk Þrastardóttir Thomas Markus Dyck Þuríður Hall Sölvadóttir Sunnudagur 85 ára Anna G. Júlíusdóttir 80 ára Guðný J. Buch Guðríður G. Kristjánsdóttir Guðrún Bergsdóttir Hávarður Birgir Sigurðsson Hulda Sigurðardóttir Jóhann Jónsson Jóna Jónmundsdóttir Pétur Jónsson 75 ára Erna Magnea Ólafsdóttir Guðmundur Elíasson Guðrún Alfreðsdóttir Silvía J. Garðarsdóttir Sverrir Sveinsson Úlfar Sigurðsson 70 ára Ásdís L. Sveinbjörnsdóttir Fjóla Rósantsdóttir Guðmundur Þ. Guðmundsson Sigríður Ragnarsdóttir Sigurjón Ólafsson 60 ára Aivars Lucis Guðlaug Skúladóttir Jóhann Hannibalsson Jón Pálmi Pálsson Kristján Bjartmars Ólafur Þorkell Pálsson Óli Grétar Metúsalemsson Sólveig Svavarsdóttir Sveinbjörn Egill Hauksson Yuzuru Ogino 50 ára Baldur Þórir Guðmundsson Bergþóra Björg Jósepsdóttir Birna Lísa Jensdóttir Björgvin Viktor Færseth Hanna Andrea Guðmundsdóttir Jamroon Yuchangkoon Karl Þór Thomsen Karlsson Katla Gylfadóttir Kristjana Einarsdóttir Magndís Bára Guðmundsdóttir Ólafur V. Sigurvinsson Ólöf Þuríður Ragnarsdóttir Sólveig Jóna Ögmundsdóttir Svanhvít Jóhannesdóttir Vilhjálmur B. Bragason 40 ára Aðalheiður Níelsdóttir Bjarki Arnarson Bjarni Geir Gunnarsson Fanney Long Einarsdóttir Gunnar Reynisson Gyða Rós Flosadóttir Hafdís Unnur Daníelsdóttir Jóhann Tómas Sigurðsson Margrét Hrefna Pétursdóttir Pablo Rolando Diaz Orellana Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir Valgarður Ingi Ragnarsson Viðar Gunnlaugur Hauksson 30 ára Anders Daniel Wendt Barbara Wielgosz Dóra Marteinsdóttir Eiður Kristinn Eiðsson Guðni Björn Gunnlaugsson Guðrún Sigurlín Ólafsdóttir Margrét Lára Guðmundsdóttir Marta Goðadóttir Sigríður Jörundardóttir Steinar Björnsson Tómas Sigurður Friðjónsson Valdimar Þórðarson Vitalija Bielskyte Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.