Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 UNFURL kr. 109.000 Svefnbreidd 120x200 TRYM kr. 198.900 Svefnbreidd140x200 RECAST kr. 123.900 Svefnbreidd 140x200IDUN Svefnsófi kr. 259.900 I Svefnbreidd 140x200 SVEFNSÓFAR Góðir að nóttu sem degi... ... ... ... sem hafði verið bendlaður við kyn- lífshneyksli árið 1998 eftir að óskað hafði verið eftir því að tengill á frétt- ina frá þeim tíma yrði fjarlægður. Yfirvöld hafa einnig áhyggjur af því að enn sé hægt að fá upp þær leit- arniðurstöður sem óskað hefur verið eftir að „gleymist“ á alþjóðlegri út- gáfu Google-leitarvélarinnar. „Þegar þeir halda þessu áfram þýðir það að fjölmiðlar endurbirta upplýsingarnar og þá fer lítið fyrir réttinum til að vera gleymdur,“ segir Billy Hawkes, yfirmaður persónu- verndar Írlands. Of mikið gert úr áhyggjum Margir hafa litið á þessar hreins- anir úr leitarniðurstöðum sem rit- skoðun eða sögufölsun og hafa vef- síður sem halda skrá um niðurstöður sem hafa verið máðar út sprottið upp. Þar á meðal steig stofnandi Wikipedia, Jimmy Wales, fram fyrir skjöldu og sagði að ekki ætti að láta einkafyrirtækjum eins og Google eftir að „endurskrifa söguna“. Það væri hættulegt að láta fyrirtæki ákveða hvað ætti að birtast á netinu og hvað ekki. Christopher Graham, yfirmaður persónuverndar Bretlands, segir hins vegar að of mikið hafi verið gert úr slíkum áhyggjum. Google græði fúlgur fjár á að fara með persónu- upplýsingar fólks. Fyrirtækið þurfi að taka til í sínum ranni. „Allt þetta tal um að verið sé að endurskrifa söguna og má út vand- ræðalega hluti úr fortíðinni, þetta er þvættingur, það er ekki að fara að gerast,“ segir hann. AFP Netrisi Auk Google voru fulltrúar Microsoft og Yahoo kallaðir fyrir evr- ópsk persónuverndaryfirvöld í vikunni til þess að ræða um áhrif dómsins. Um 230.000 manns hafa flúið heimkynni sín í austanverðri Úkraínu vegna átaka milli aðskiln- aðarsinna og stjórnarhersins, að sögn talsmanns flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í gær. Talsmaðurinn sagði að um 100.000 flótta- mannanna hefðu flúið til annarra héraða í Úkra- ínu en 130.000 yfir landamærin til Rússlands. Flestir flóttamannanna koma frá tveimur hér- uðum sem borgirnar Lugansk og Donetsk til- heyra. óvissa vegna afsagnar Arsenís Jatsenjúks for- sætisráðherra. Jatsenjúk var mjög heitt í hamsi þegar hann tilkynnti afsögn sína á þingi Úkra- ínu í gær. Hann kvaðst ekki eiga annarra kosta völ en að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt eftir að nokkrir flokkar höfðu dregið sig út úr samsteypustjórn landsins. Líklegt er að afsögnin verði til þess að Petro Porosénko, forseti Úkraínu, boði til þingkosn- inga á næstunni. Á meðal flóttafólksins eru einnig að minnsta kosti 12.000 tatarar sem flúðu frá Krímskaga eftir að hann var innlimaður í Rússland. Átökin í Úkraínu hafa kostað um það bil þús- und manns lífið síðustu þrjá mánuði að sögn fréttaveitunnar AFP. Jatsenjúk sagði af sér Ofan á ófremdarástandið vegna átakanna í austanverðu landinu hefur bæst mikil pólitísk Um 230.000 manns á flótta  Átökin í Úkraínu hafa kostað um þúsund manns lífið  Um 130.000 manns hafa flúið til Rússlands  Mikil pólitísk óvissa eftir að forsætisráðherrann sagði af sér AFP Hersýning Sjóliðar í Svartahafsflota Rússlands æfa hersýningu í borginni Sevastopol á Krímskaga sem var innlimaður í Rússland fyrr á árinu. Síðasta vika var sú blóðugasta frá því að stríðið í Sýrlandi hófst en yfir 1.700 manns eru taldir liggja í valnum í átökum síðustu daga. Fregnir bárust af því í gær að liðsmenn Isis hefðu náð stórri herstöð í nágrenni borgarinnar Raqqa á sitt vald. Birtu íslamist- arnir myndir af því þegar stjórnar- hermenn voru höfuðhöggnir eftir að orrustunni um stöðina lauk. Isis ræður þegar stórum hluta landsvæðisins í kringum Raqqa. Fyrr í vikunni er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið þegar uppreisnarmenn tóku yfir gaslind í Homs-héraði. Alls hafa um 170.000 manns fallið frá því að átök brutust út í Sýrlandi fyrir rúmum þremur árum og milljónir eru á flótta. SÝRLAND Blóðugasta vikan frá upphafi borg- arastríðsins Manni bjargað úr rústum í Aleppo. Rússneskir vís- indamenn töpuðu í vikunni sam- bandi við gervi- hnött sem inni- heldur meðal annars hóp eðla og annarra dýra. Unnið er að því að ná aftur stjórn á hnettinum sem var skotið á loft um síðustu helgi. Dýrin eru hluti af rannsókn á áhrifum þyngdarleysis á æxlun eðl- anna sem eru af gekkótegund en auk þeirra eru nokkrar tegundir skordýra og plantna um borð. Hnötturinn þar sem frjálsar ástir eðlanna eru í algleymingi svífur nú um á sjálfstýringu. Þrátt fyrir það hafa vísindaleg gögn haldið áfram að berast niður til jarðar, þar á meðal myndbandsupptökur af eðl- unum að eðla sig. RÚSSLAND Ástarfley eðlanna svífur stjórnlaust Einhleyp gekkóeðla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.