Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 POLAROIDPOLAROID VEIÐIGLERAUGU GUL, BRÚN OG GRÁ MEÐ FJÆRSTYRK TVÍSKIPT ALVÖRU GLER, STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Eins og kunnugt er seldi Nýherji alla starfsemi sína í Danmörku á fyrsta ársfjórðungi. Tekjur TM Software jukust um 19% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra, en athygli vekur að erlendar tekjur félagsins jukust um 86% á milli ára. „Meginskýringin á verulegum tekjuvexti TM Software er góður gangur í þróun og sölu á hugbúnaðarlausninni Tempo, sem er tímaskráningar- og verkbókhalds- kerfi sem er nú notað af um fimm þúsund viðskiptavinum í yfir hundr- að löndum. Tekjur af Tempo eru all- ar í erlendri mynt og eru vel á fjórða hundrað milljónir það sem af er ári,“ segir Finnur og bætir við að vel- gengni Tempo sé gott dæmi um hvernig íslenskt hugvit eigi erindi til viðskiptavina óháð landamærum. Til að styðja við áframhaldandi vöxt hefur enn meiri áhersla verið lögð á þróun á vörum Tempo og var stöðugildum til að mynda fjölgað um fimmtán á fyrri hluta ársins. Heimild til að auka hlutafé Á stjórnarfundi Nýherja í gær var samþykkt að auka hlutafé félagsins um allt að tíu milljónir hluta til að selja til starfsmanna og stjórnar- manna. Miðað við gengi bréfa félags- ins í gær nemur virði hlutafjáraukn- ingarinnar um fjörutíu milljónum króna. Finnur nefnir aftur á móti að aukningunni sé ekki ætlað að efla eiginfjárstöðu félagsins, sem sé nokkuð undir markmiðum stjórnar- innar. Með útboðinu sé fyrst og fremst verið að bregðast við sýndum áhuga starfsfólks á að kaupa bréf í félaginu. Eitt af meginverkefnunum framundan sé þó að laga eiginfjár- stöðuna. Þess má geta að stjórn Nýherja hefur heimild til að hækka hlutafé fé- lagsins um allt að 150 milljónir hluta, þ.e. um 600 milljónir króna, með sölu nýrra hlutabréfa. Nýherji úr tapi í hagnað Ljósmynd/Arnaldur Umskipti Nýherji skilaði 125 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi.  Forstjóri Nýherja segir afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi í samræmi við væntingar sínar  Til lengri tíma geri stjórnendurnir þó kröfur um betri afkomu Jákvæð afkoma » Afkoma allra félaga Nýherja- samstæðunnar var jákvæð á fyrri helmingi ársins. Heildar- hagnaður var 69 milljónir. » Athygli vekur að erlendar tekjur TM Software jukust um 86% milli ára. BAKSVIÐ Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, segir að afkoma samstæðunnar á öðrum fjórðungi ársins sé í samræmi við væntingar sínar. „Til lengri tíma gerum við þó kröfur um betri afkomu en það sem af er ári,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Mestu skipti þó að hafa náð ákveðnum við- snúningi í rekstri félagsins. Hagnaður Nýherja á öðrum árs- fjórðungi nam 69 milljónum króna, samanborið við 862 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. „Allar einingar okkar skila jákvæðri af- komu, horfur í rekstri þeirra eru góðar og við finnum byrinn í seglunum,“ segir Finnur. EBITDA samstæðunnar, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, nam 207 milljónum króna á ársfjórðungnum og jókst um tæp 29% á milli ára. Þá jókst vöru- og þjónustusala jafnframt lítillega og nam 2,85 milljörðum króna á tíma- bilinu. Finnur bendir á að félagið hafi dregið sig út úr starfsemi erlendis að mestu leyti og lagt þess í stað megin- áherslu á að þjónusta íslenskt at- vinnulíf um þarfir er snerta upplýs- ingatækni. „Þar erum við sterk og í sókn og endurspeglar afkoman það,“ segir hann. í kjölfar þess að matsfyrirtækið breytti horfum sínum fyrir íslenska ríkið. Ástæðan er sú að stór hluti vátryggingarekstrar og fjárfest- inga TM er á íslenskum markaði. TM hefur frá árinu 2007, eitt ís- lenskra tryggingafélaga, verið með styrkleikamat frá S&P. Matið gef- ur félaginu tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á erlenda markaði og er því mikilvægur liður í möguleikum þess til vaxtar, að því er félagið segir. Alþjóðlega matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s (S&P) hefur breytt horfum sínum fyrir fjárhagslegan styrkleika Tryggingamiðstöðvar- innar (TM) úr stöðugum í jákvæð- ar. Fjárhagsleg styrkleikaeinkunn félagsins til lengri tíma, BBB-, var jafnframt staðfest, en það er sama einkunn og S&P veitti langtíma- skuldbindingum íslenska ríkisins í síðustu viku. Breytingin á horfum TM er gerð S&P breytir horfum TM í jákvæðar  Félagið getur sótt á erlenda markaði Morgunblaðið/Eggert Einkunn Fjárhagsleg styrkleikaeinkunn TM til lengri tíma er BBB-. ● Upplýsinga- tæknifyrirtækið Omnis hefur sam- ið við Microsoft um að gerast söluaðili fyrir Windows Azure. Samningurinn er liður í því mark- miði Omnis að verða leiðandi í skýjaþjónustu en fyrirtækjum sem nota Azure- tölvukerfið hefur fjölgað mjög hér á landi. Omnis er eitt af stærri fyr- irtækjum landsins í rekstri tölvukerfa, með alls 35 starfsmenn. Omnis nýr söluaðili fyrir Windows Azure Eggert Herbertsson ● IFS greining spáir því að rekstrar- tekjur Icelandair Group aukist um 12% á milli ára og verði 286 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæpum 33 milljörðum króna, á öðrum fjórð- ungi ársins. Þá telur IFS að EBITDA fé- lagsins, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, verði um 34 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,9 milljarða króna, á ársfjórðungnum. Í afkomuspá sinni bendir IFS þó á að sú stærð sé háð nokkurri óvissu vegna verkfalla nokkurra starfsstétta félags- ins. Spá því að rekstrar- tekjur aukist um 12%                                      !"# #!## $# $ % #""  "" # &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %%  % !$$" #!"  $ #"! #$ "$#" %"   $ !$  #!"$ " $ #" #  "$ % #!"% ● Netsölufélagið Amazon skilaði tapi upp á 126 milljónir Banda- ríkjadala, jafnvirði um 14,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Afkoman var undir vænt- ingum greinenda en til marks um óánægju fjárfesta lækkuðu hlutabréf fé- lagsins um 6% eftir að uppgjörið var birt. Tekjur félagsins jukust þó umtals- vert á milli ára, eða um 23%, og voru í takti við væntingar sérfræðinga. Afkoma Amazon olli vonbrigðum Jeff Bezos, stofn- andi Amazon. STUTTAR FRÉTTIR ... ● Tekjur fjar- skiptarisans Voda- fone drógust sam- an á öðrum fjórðungi ársins. Samdrátturinn skýrist að mestu leyti af harðnandi samkeppni á spænska farsímamarkaðinum þar sem tekjur Vodafone drógust saman um meira en 15%. Forstjórinn Vottorio Colao sagði afkomuna í samræmi við væntingar. Tekjur Vodafone dróg- ust saman á milli ára Samdráttur í tekjum Vodafone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.