Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Það er allt í lagi
að það blási svolítið
Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni
eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um
framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið
#$%&' ()** $+ ),,-% .++/* 01,2 200* 1 02(' 34 32& 506/' 7%$//'0$(2 1 89 :$*%2 7;&
<.% 7%2-+/0=**-++' ><%'% +)%&2+ ?@%>$00A
Velkomin í heimsókn í sumar!
Búrfellsstöð
B2(+#'%, )%,-/C+'+( $% )D'+ 2002 E2(2 ,0A F9GFHI >%6 FA J@+1A
Starfsfólk tekur á móti gestum við vindmyllurnar
2002 02-(2%E2(2 1 J@01 ,0A FLGFHA
www.landsvirkjun.is/heimsoknir
Malín Brand
malin@mbl.is
S
kærblá augu Íedu Her-
man tindra af lífsgleði
og af þessari smávöxnu
og fíngerðu konu stafar
eins konar ævintýra-
ljóma. Hún verður níræð í maí og
eiginmaður hennar til sjötíu ára,
Del Herman, verður níræður fáein-
um mánuðum síðar. Þau eru stödd
hér á landi ásamt tveimur af tíu
börnum sínum til að fagna tíma-
mótum. Annars vegar sjötíu ára
brúðkaupsafmæli og hins vegar ní-
ræðisafmæli þeirra hjóna. Afmælin
eru í rauninni ekki fyrr en á næsta
ári en þau ákváðu að taka eilítið
forskot á sæluna á meðan Del hefur
heilsu til að ferðast. Á næsta ári
munu þau fagna í Bandaríkjunum
ásamt börnum sínum tíu, barna-
börnunum átján og barna-
barnabörnunum sem eru fjórtán
talsins.
Bónorð 24 tímum síðar
Íeda er vel að sér í ættfræð-
inni og getur rakið ættir sínar allt
aftur til landnáms. Hún er eins ís-
lensk og nokkur Íslendingur getur
verið þó svo að hún tali íslenskuna
ekki í dag. Hún skilur hana þó og
hefur tilfinningu fyrir málinu.
Íeda sigldi brott frá Íslandi í
seinni heimsstyrjöldinni, snemma
árs 1945, þá nýgift. „Ég hitti þenn-
an hermann á dansleik á Hverfis-
götunni árið 1944. Ég fór afar
sjaldan út en vinkona mín taldi mig
á að líta á dansleikinn, þannig að ég
fór og þar hittumst við,“ útskýrir
Íeda. Ekki leið á löngu þar til þau
hittust öðru sinni. „Ætli það hafi
ekki liðið um tuttugu og fjórar
klukkustundir og þá bað hann mín.
Ég talaði varla ensku svo ég sagaði
bara já við því sem hann sagði,
hvað sem það nú var!“ Hún er
sannfærð um að þetta hafi verið
heillaskref enda hefur hjónabandið
enst og þau Del hafa átt góða ævi
saman.
Þó svo að turtildúfurnar hafi
árið 1944 vitað hvað þau vildu er
ekki þar með sagt að það hafi
gengið snurðulaust fyrir sig að vera
saman á þessum tíma í Reykjavík.
Hann var vissulega bandarískur
hermaður og hún íslensk stúlka og
að mati margra áttu þau ekki að
eiga nokkurt samneyti. „Það var
lagt blátt bann við hjónabandi her-
manna og íslenskra stúlkna. Það
var í gildi bann en eftir að því var
aflétt vorum við fyrsta parið sem
gekk í hjónaband,“ segir Íeda.
Brúðkaupsdagurinn var 25. mars
1945 og voru þau gefin saman í
Dómkirkjunni að viðstöddu fjöl-
menni. Brúðhjónin þekktu ekki
nærri því alla sem þar voru en svo
merkilegt þótti að banninu hefði
verið aflétt að fólk hreinlega þurfti
að sjá það með eigin augum.
Ameríka og ribbaldarnir
Þau hjónin ætla að vera við-
stödd messu í kirkjunni á morgun
og rifja um leið upp þessa merki-
legu og mikilvægu stund sem þau
áttu í kirkjunni fyrir nær sjötíu ár-
um.
Þann sjötta júní horfði Íeda á
Svifvængjaflug í til-
efni 90 ára afmælis
Tvítugri sveitastúlku frá Vopnafirði varð ekki um sel þegar hún sigldi í banda-
rísku herskipi að New York árið 1945. Henni leist ekkert á þessi háhýsi sem fyrir
augu bar og runnu á hana tvær grímur. Nú, tæpum sjötíu árum síðar, sér hún
ekki eftir að hafa gifst bandaríska hermanninum, ástinni í lífi sínu, og eignast
með honum tíu börn. Íeda Jónasdóttir Herman er stödd hér á landi til að fagna.
Morgunblaðið/Malín Brand
Ferðalangar Del og Íeda Herman ásamt hluta fjölskyldunnar. Í miðjunni er
yngsta dóttir þeirra hjóna, Heidi Bryant, ásamt Bonnie og Tim Herman.
Stóri dagurinn Hinn 25. mars árið 1945 gengu þau Íeda Jónasdóttir og Del
Herman í hjónaband í Dómkirkjunni. Um tólf vikum síðar fluttu þau út.
Höfundar bókarinnar Útivist og af-
þreying fyrir börn – Reykjavík og ná-
grenni, þær Lára og Sigríður, halda
úti áhugaverðri vefsíðu. Þar er að
finna eitt og annað sniðugt sem for-
eldrar og börn geta gert saman. Við-
burðir ýmiss konar eru kynntir þar og
er megináherslan lögð á að foreldrar
verji tíma með börnunum sínum.
Á síðunni má fletta upp eftir flokk-
um og dagsetningum. Flokkarnir eru
ýmiss konar, eins og til dæmis úti-
svæði, blóm, föndur, söfn og sýningar
svo fátt eitt sé nefnt.
Með því að skoða síðuna vandlega
er óhætt að segja að ýmsar hug-
myndir kvikni að því sem hægt er að
gera í góðu tómi. Eins og höfundarnir
benda á þá líður sá tími hratt sem
foreldrar fá með börnunum og því
dýrmætt að nýta stundirnar með
þeim vel. Endilega nýtum þær gæða-
stundir vel.
Vefsíðan www.fyrirborn.is
Morgunblaðið/Ómar
Leikur Fátt þykir börnum skemmtilegra en að leika sér og helst með foreldrum.
Eitt og annað fyrir börnin
Í dag, laugardaginn 26. júlí klukkan
14, verður haldið af stað í druslu-
göngu. Í Reykjavík hefst gangan við
Hallgrímskirkju og verður gengið
niður Skólavörðustíg, Bankastræti
og endað á Austurvelli. Þar taka við
fundarhöld og tónleikar. Á Akureyri
verður gengið frá Akureyrarkirkju á
sama tíma.
Þetta er fjórða árið í röð sem
gangan er farin hér á landi en víða
erlendis er hefð fyrir göngunni und-
ir heitinu Slut Walk. Tilurð göng-
unnar má rekja til ummæla sem lög-
reglustjórinn í Toronto lét eitt sinn
falla um að nauðganir væru á vissan
hátt á ábyrgð kvennanna sjálfra
sem fyrir þeim yrðu. Frjálslegur
klæðaburður og stutt pils ýttu undir
nauðganir.
Ummæli lögreglustjórans voru
kveikjan að göngunni þar sem meg-
ináherslan er lögð á að ábyrgð kyn-
ferðisglæpa færist frá þolendum til
gerenda. Ekki sé hægt að afsaka
gjörðir þeirra sem fremja kynferð-
isglæpi með klæðaburði fórnar-
lamba, ástandi þeirra eða hegðun.
Að þessu sinni er athyglinni beint
að dómskerfinu og því að mörg til-
kynnt kynferðisbrot enda ekki með
ákæru heldur falla niður.
Nánari upplýsingar um gönguna
er að finna á Facebook-síðu viðburð-
arins undir Drusluganga.
Endilega …
… farið í
druslugöngu
Ljósmynd/Guðni Einarsson
Eyjar Í fyrra var drusluganga farin í
Vestmannaeyjum og víðar.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.