Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 23
BAKSVIÐ
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Fjölgun ferðamanna hér á landi hefur
verið ævintýraleg síðustu ár og er
gert ráð fyrir að fjöldi þeirra í ár hafi
nær tvöfaldast frá árinu 2010. Þetta
hefur kallað á mikla uppbyggingu í
hótel- og gistibransanum og sjá má
fjölmörg ný hótel spretta upp, sér-
staklega í kringum miðbæ Reykjavík-
ur. Síðustu daga hefur verið fjallað
um þessa miklu uppbyggingu og á
kortinu hér á síðunni má sjá hversu
þétt gistiþjónustan er orðin mið-
svæðis.
Ekki eru þó allir sammála um
ágæti þessarar hröðu uppbyggingar
og hefur verið talað um bólumyndun
og offjölgun, eins og komið hefur
fram á síðustu dögum í umfjöllun
blaðsins. Hafa meðal annars nokkrir
eigendur gistiþjónustu lýst yfir
áhyggjum að á næstu árum kunni að
koma til verðlækkunar vegna mikillar
uppbyggingar hótela og fjölgunar
íbúða í leigu til ferðamanna.
Loðdýr og myndbandaleigur
Íslendingar þekkja ágætlega til
þess þegar allt fer af stað í ákveðinni
grein og margir hlaupa til og stofna
þar fyrirtæki. Ekki þarf að horfa
lengra en til síldveiða, loðdýraræktar
og myndbandaleiga til að sjá hversu
heill iðnaður getur verið fallvaltur.
Þegar uppgangurinn er jafn mikill og
raun ber vitni í ferðaþjónustu er því
eðlilegt að spyrja sig hvort farið sé of
hratt og of mikil bjartsýni ríki.
Morgunblaðið ræddi við starfs-
mann eins viðskiptabankanna sem
þekkir vel til fyrirtækjaútlána. Hann
vill aðeins koma fram undir nafn-
leynd, en telur að huga þurfi að
ákveðnum varúðarljósum. Segir hann
að þrátt fyrir að vel gangi í dag og að
útlitið sé bjart þurfi líka að skoða
hvað gerist ef bakslag komi í grein-
ina. Bendir hann á að innan banka-
geirans séu nú miklar væntingar til
ferðaþjónustu og þá sérstaklega hót-
eluppbyggingar. Bankarnir liggja á
töluverðu fé og eru með hátt eigin-
fjárhlutfall. Því séu þeir opnir fyrir
verkefnum sem líti vel út.
Bjartsýni í spánum
Þegar verkefni eru metin segir
hann að gerð sé greining þar sem
bestu og verstu aðstæður séu metnar.
Í dag spái greiningardeildir því að
farþegum muni fjölga á komandi ár-
um og því sé mjög sterkt að gera ráð
fyrir góðri fjölgun áfram í öllum út-
reikningum. Segir hann að oft og tíð-
um sé versta sviðsmyndin óbreytt
ástand, en ekki sé horft til þess ef far-
þegum muni fækka. Íslendingar
þekkja vel þegar hlutir breytast hratt
og nærtækasta dæmið er auðvitað ef
kæmi til eldgoss sem gæti takmarkað
mikið ferðaþjónustu yfir háannatíma.
Hann segir að miðað við hversu
hátt boginn sé spenntur gæti komið
til þess að bankarnir muni horfa til
breytinga á lánum á næstu fimm ár-
um, ef vöxturinn haldi ekki áfram á
því góða skriði sem hann hefur verið.
„Það gæti allt gengið upp, en hvað ef
það gerist ekki?“ segir hann.
Síðustu ár hafa Íslendingar getað
búið við nokkuð stöðugt gengi krón-
unnar í skjóli hafta, en hann spyr
Hvað gerist ef bakslag kemur í
ferðaþjónustuna á næstu árum?
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sopi í rigningunni Miðborg Reykjavíkur hefur orðið alþjóðlegan blæ.
Bankamaður telur varhugavert að ganga út frá fjölgun ferðamanna sem vísri
hvað gerist ef krónan fari að styrkj-
ast, eins og margir væntanlega vonist
til. Ef til þess kemur sé ljóst að ferða-
lög hingað verði ekki jafn hagstæð
fyrir ferðamenn og áður og eins og
sýnt hafi sig erlendis geti straumur
ferðamanna breyst snögglega eftir
verðlagi og tískustraumum.
„Hvort er líka betra fyrir Ísland,
styrking krónunnar eða fleiri ferða-
menn?“ spyr hann og bendir á að
ferðaþjónustan sé oft og tíðum lág-
launastétt. Erfitt sé að halda svip-
uðum vexti og hefur verið hér síðustu
ár ef krónan fer að styrkjast mikið og
Ísland komi ekki lengur upp sem
áhugaverður staður og viðráðanlegur
í verði.
Þegar kemur að stórum útlána-
klösum eins og ferðaþjónustu
hafa viðskiptabankarnir venju-
lega gert eigin greiningu og sett
upp fjölda sviðsmynda. Við
vinnslu fréttarinnar var haft
samband við bankana og þeir
spurðir út í áhættumat og við
hvaða spár sé stuðst þegar
kemur að ferðamannafjölda.
Arion banki svaraði ekki, en
svör hinna voru keimlík.
Horft er til þess mats sem
greiningardeildir hafa gert, auk
þess sem miðað er við spár um
fjölgun ferðamanna á heims-
vísu, sem er nokkuð undir
spánni hér á landi. Ekki er horft
á hótel sem sérstaka áhættu-
fjárfestingu, heldur er áhættu-
stuðull svipaður og með
almennar fasteignir.
Miða við spár
um fjölgun
ÁHÆTTUMAT BANKA
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
með sjálfstæði. Athafnamenn í Prag
eiga stundum erfitt með að hafa hem-
il á sér, eins og við Íslendingar stund-
um.“
Verður 6-10% af markaðnum
Jökull telur aðspurður ekki raun-
hæft að sterkefnuðum ferðamönnum
á Íslandi muni fjölga hratt næstu ár.
„Markaðurinn fyrir efnaða ferða-
menn mun eitthvað vaxa en verður
hins vegar alltaf í hlutfalli við það
sem þekkist erlendis. Þar er þessi
hópur 6-10% af heildarmarkaðnum.
Mesta fjölgunin verður í ferðamönn-
um sem hafa aldrei haft ráð á því að
koma til Íslands vegna þess að það
var of dýrt, en hafa haft ráð á því eftir
hrun,“ segir Jökull sem telur ferða-
þjónustuna á mörkum þess að geta
vaxið frekar, vegna hækkandi verðs á
gistingu.
„Það má ekki gleyma því að við er-
um í samkeppni við aðrar borgir.
Ferðamaður í til dæmis Bretlandi
þarf að velja Ísland. En ef íbúð á Ís-
landi, eða hótelherbergi, kostar 200
evrur í dag, en 120 evrur 2010 eða
2011 og 2012, þá verðleggjum við
okkur út úr stóra markaðnum. Þá
velur fólk að fara annað.
Bretinn getur til dæmis farið með
fjölskylduna til Grikklands í viku fyr-
ir 800 pund en komið til Íslands og
borgað 3.000 pund. Þannig að ég held
að fjölgunin muni ekki halda áfram
nema verð á gistingu og flugi verði
áfram samkeppnishæft.
Ég held að það muni koma verðfall
á markaðnum þegar öll þessi hótel
koma á markaðinn næsta sumar. Því
held ég að við ættum að skoða vel það
sem kom fyrir í Prag. Það sama gæti
komið fyrir okkur. Eigendur íbúða-
hótela þurfa allir orðið að greiða
mjög háa húsaleigu og verða því að
geta selt nóttina á 200 evrur. Mikill
fjöldi hótela er að koma á markaðinn
og það ásamt miklum fjölda leigu-
íbúða sem einstaklingar eiga mun að
óbreyttu leiða til verðhruns. Verðið
gæti því lækkað niður í 120, 99 evrur.
Við félagar mínir í bransanum
undirbúum okkur undir verðlækkun.
Það er ekki hægt að tvöfalda framboð
á gistingu í Reykjavík á meðan flugið
er ekki að tvöfaldast,“ segir Jökull og
nefnir hvernig dæmigerð húsaleiga
fyrir meðalstórt hótelherbergi í mið-
borginni hafi hækkað úr 90-100 þús-
und krónum árið 2011 í allt að 260
þúsund krónur nú. Eigendur fast-
eigna vilji „stóra sneið af kökunni“.
þessi uppbygging oft í hendur við
endurnýjun gatna og breytingu á
næsta umhverfi gististaða.
Borgaryfirvöld hafa verið dugleg
við að taka nokkrar af helstu versl-
unargötum borgarinnar í gegn
undanfarinn áratug og er nærtæk-
ast að líta til Laugavegs, Hverfis-
götu og Skólavörðustígs. Samhliða
Fjölgun hótela og hótelíbúða í
Reykjavík er ein stærsta breyting
sem hefur átt sér stað í Reykjavík
undanfarna áratugi, en því fylgir
lagfæring íbúða, uppbygging húsa
og aukinn mannfjöldi, aðallega
miðsvæðis í borginni. Hliðaráhrif
þessa er aukin verslun, fleiri veit-
ingahús og önnur þjónusta. Þá helst
þessum breytingum sækist verslun
og þjónusta eftir aðstöðu á þessum
svæðum sem kallar á að hús í
slæmu ásigkomulagi séu löguð eða
endurbyggð sem aftur útvíkkar
svæði „heitra reita“ í borginni.
Uppbygging sem þessi er þó ekki
eintóm sæla, því margt þarf að hafa
í huga. Miðborg Reykjavíkur er til-
tölulega lágreist, en með auknum
vinsældum miðsvæðis þrýstist lóða-
verð upp og því leggja verktakar á
það áherslu að byggja hærri og
rúmmeiri hús. Þetta fellur ekki allt-
af að götumynd eða stemningu í
miðbænum.
Fjölgun ferðamanna hefur einnig
orðið til þess að hægt er að upplifa
sig sem útlending í eigin borg, en
ferðamenn eru í miklum meirihluta
gangandi vegfaranda í miðborg-
inni, allavega yfir sumartímann.
Undanfarna daga hafa Morgun-
blaðið og mbl.is tekið saman fjölda
hótela og íbúðahótela miðsvæðis í
Reykjavík. Kortið hér sýnir umfang
rekstursins. thorsteinn@mbl.is
Breytt ásýnd miðborgar Reykjavíkur
Gífurleg uppbygging innviða ferðaþjónustu er ein mesta breytingin í Reykjavík í áratugi
Hótel, hótelíbúðir og leiguíbúðir í Reykjavík
Breytt ásýnd miðbæjarins miðað við stöðuna nú og áformaða uppbyggingu til 2017
Hótel Hótelíbúðir
Fimm hótel eru í þessum
tveimur póstnúmerum.
Póstnúmer 101
Íbúðir á airbnb: 465
Póstnúmer 107
Íbúðir á airbnb: 50
Póstnúmer 105
Íbúðir á airbnb: 223
Póstnúmer 103 + 108
Íbúðir á airbnb: 55