Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Þess er nú minnst í
Noregi að 200 ár eru
liðin frá því að stjórn-
arskrá landsins var
staðfest á Eidsvoll
1814. Hún telst til
elstu stjórnarskráa
Norðurlandanna og af
þessu tilefni eru hátíð-
arhöld um allan Nor-
eg, sem teygja sig til
Reykholts í Borg-
arfirði þar sem hátíð-
ardagskrá verður nú á laugardaginn
þegar Reykholtshátíð stendur sem
hæst. Dagskráin er samvinnuverk-
efni Snorrastofu og norska sendi-
ráðsins á Íslandi og er þetta í annað
skiptið sem sömu aðilar standa
sameiginlega að sérstakri norsk-
íslenskri dagskrá. Sá viðburður stóð
yfir í tvo daga í júlí árið 2010 og var
mjög vel sóttur. Fyrri daginn var
fjallað um tengsl Snorra Sturluson-
ar við Noreg, en seinni daginn um
áhrif Bjørnstjerne Bjørnson á Ís-
lendinga, en hann var vinsæll hér á
landi á sínum tíma. Þá voru 100 ár
liðin frá því að Bjørnson lést, enda
voru þessi tímamót kveikjan að dag-
skránni.
Snorri Sturluson er órjúfanlegur
hluti af sjálfstæðisbaráttu Noregs
því með skrifum sínum
í Heimskringlu um
norsku konungana
staðfesti hann mik-
ilvægan þátt í sögu
landsins, sem að öðr-
um kosti hefði glatast.
Efni dagskrárinnar í
Reykholtskirkju í dag
hefst klukkan 13. Þar
fara saman ávörp, er-
indi og tónlist í hönd-
um tónlistarfólks
Reykholtshátíðar sem
helgast af þessu tilefni
af hlut Snorra Sturlu-
sonar í sögunni. Snorrastofa mun í
lok dagskrár veita viðtöku gjöf
Norðmanna á eftirgerð af legsteini
Skúla jarls, en hann átti beinan þátt
í að Snorri var sæmdur norskri
jarlstign á sínum tíma.
Dagskráin hefst með ávörpum
Björns Bjarnasonar, formanns
stjórnar Snorrastofu, Olemic Thom-
messen, forseta norska Stórþings-
ins, og Einars K. Guðfinnssonar,
forseta Alþingis. Þá flytja nokkrir
fræðimenn erindi. Jon Gunnar
Jørgensen flytur erindið „Inspira-
sjon fra sagaene på Eidsvoll 1814“,
Knut Ødegård flytur fyrirlestur
með yfirkriftina „Noen tanker om
maskulinitetsideal og homofobi i
eddaens gudedikt“ og Steinar Bjer-
kestrand frá Þrándheimi mun flytja
tölu sem ber heitið „Vår kristne og
humanistiske arv. Arven fra Nid-
aros.“ Þá mun Óskar Guðmundsson
í lokin flytja stutt erindi í sýning-
arsal Snorrastofu, sem hefur fengið
hefur yfirskriftina „Venner helt til
döden. Nogle tråder i forholdet
mellem Skule jarl, hertug og konge
– og hans ven og kompagnion
Snorre Sturlason skjald – og jarl – i
Island“.
Að dagskrá lokinni verður boðið
til veitinga í Finnsstofu inn af sýn-
ingarsal Snorrastofu á jarðhæð.
Dagskrárslit verða í höndum sendi-
herra Noregs á Íslandi, Dags
Wernø Holter, og dagskrárstjóri
verður sr. Geir Waage. Dagskráin
er öllum opin og er aðgangur
ókeypis.
Hátíð í Reykholti
Eftir Berg
Þorgeirsson » Snorri Sturluson er
órjúfanlegur hluti af
sjálfstæðisbaráttu Nor-
egs því með skrifum sín-
um í Heimskringlu um
norsku konungana stað-
festi hann mikilvægan
þátt í sögu landsins.
Bergur
Þorgeirsson
Höfundur er forstöðumaður Snorra-
stofu í Reykholti.
Hvað veist þú
merkilegra en það að
vera valinn í lið lífsins?
Æska þessa lands
þarf að fá að heyra,
upplifa og finna að það
sé raunveruleg von,
þrátt fyrir allt. Að þau
séu sólarmegin í lífinu,
hvernig sem allt velk-
ist. Að við séum ekki
hérna fyrir tilviljun.
Að við séum elskuverð
og óendanlega dýrmæt í augum
Guðs. Og að þau eigi lífið fram-
undan, jafnvel þrátt fyrir sjálfan
dauðann, síðasta óvininn sem að
engu verður gjörður. Að það sé til-
gangur með veru okkar hérna. Okk-
ur sé ætlað hlutverk og
að höfundur og full-
komnari lífsins hafi
áætlun með líf okkar.
Áætlun til heilla en
ekki til óhamingju.
Líka í aðstæðum mót-
lætis og vonbrigða. Því
mátturinn fullkomnast
í veikleika.
Eilíf samfylgd
Hvað veist þú ann-
ars dýrmætara en vera
ávarpaður að morgni
lífsins af sjálfum höf-
undi þess og fullkomnara með orð-
unum: Sjá ég verð með þér alla
daga allt til enda veraldar? Að vera
valinn í lið lífsins og fá að spila með
til sigurs.
Gæska Guðs
Ef gæska Guðs á eingöngu að
mælast í okkar heilsufari, ævilengd
eða eftir því hve fáum eða mörgum
vonbrigðum við verðum fyrir um
ævina, þá veit ég reyndar kannski
ekki alveg hvaða staðla á að nota.
Enda held ég að flestir myndu þá
gefast upp á Guði fyrr en síðar.
Gæska Guðs er svo miklu dýpri og
varanlegri en það. Kærleikur hans
víðari, breiðari og hærri. Og frið-
urinn æðri okkar skilningi.
Aldrei lofað auðveldri ævi
Okkur var reyndar aldrei lofað
auðveldri ævi, jafnvel þótt við legð-
um okkur fram. Það eina sem
öruggt var þegar þú fékkst dags-
birtuna í augun var að fyrr eða síðar
myndu augu þín bresta og hjarta
þitt hætta að slá. Það eina sem þér
var lofað var eilíf samfylgd af höf-
undi og fullkomnara lífsins. Í gegn-
um þykkt og þunnt, súrt og sætt.
Sigursveigur sem ekki fölnar
Þótt heilsa, mannlegur heiður,
vinir og virðing þig svíki, yfirgefi og
hafni, þá mun ekkert geta gert líf
þitt viðskila við kærleika Guðs sem
okkur býðst að meðtaka í syni hans,
Kristi Jesú, og við um síðir munum
fá að njóta. Ævinnar gleði er nefni-
lega eitthvað svo skelfing skamm-
vinn og velgengnin völt. Sigrarnir
sætir en kransarnir svo ótrúlega
fljótir að fölna.
Hin varanlega gleði er fólgin í því
að eiga nafn sitt letrað með himn-
esku letri í lífsins bók. Gleðjumst
þeirri gleði, því að hún er sig-
ursveigur sem ekki fölnar.
Friður sem ég skil ekki
Þess vegna veit ég ekkert dýr-
mætara en að mega fela mig höf-
undi og fullkomnara lífsins, dag
hvern, já hverja stund. Í trausti
þess að hann muni vel fyrir sjá eins
og hann hefur heitið. Sú fullvissa
veitir mér innri frið sem mér finnst
gott að fá að njóta og hreinlega
ómetanlegt að fá að hvíla í. Jafnvel
þótt ég skilji það ekki. Ég er þess
nefnilega fullviss að ævinnar bestu
stundir, dýrmætustu augnablik, feg-
urstu draumar og ljúfustu þrár, séu
rétt aðeins sem forrétturinn að
þeirri himnesku veislu sem lífið
raunverulega er og dýrð eilífð-
arinnar mun hafa upp á að bjóða.
Ekkert er öruggt
Ekkert er öruggt í þessum heimi.
Ég þekki engan og hef ekki heyrt
um neinn sem ekki verður fyrir von-
brigðum á ævigöngunni. Tilvera
okkar getur hrunið á einu auga-
bragði líkt og spilaborg. Það hefur
margsýnt sig, það þekkjum við úr
heimssögunni, jafnvel okkar nán-
asta umhverfi og jafnvel eigin lífi.
En þá er gott að mega hafa orð
Jesú í huga, þar sem hann segir:
Í heiminum hafið þér þrenging,
en verið hughraust, ég hef sigrað
heiminn.
Lifi lífið!
Hvað veist þú dýrmætara … ?
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Raunveruleg gæska
Guðs verður ekki
mæld í heilsufari okkar,
fjárhagsstöðu, ævilengd
eða hversu fáum eða
mörgum vonbrigðum
við verðum fyrir um æv-
ina.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur.
Hann læddist að okk-
ur og kom ósköp rólega
í byrjun með kannski
svolítið kaldara veðri og
stöku jaka og virtist í
byrjun vera ósköp sak-
leysislegur en svo gat
gert harðar norðanáttir
sem hrúguðu honum
upp að landinu með
nístandi kulda fyrir allt
líf í landinu, jafnt menn
og skepnur og jafnvel
grasið sem var undirstaða lífs í land-
inu óx ekki.
Hann flutti hvarvetna með sér sorg
og kvíða í hjörtu landsins barna og
sögurnar af þeim hörmungum sem
hann flutti með sér nísta hjörtu okkar
nútímamanna. Sem betur fer erum
við nútímamenn betur undir það bún-
ir að mæta svoleiðis uppákomum og
þó svo að einn og einn ísbjörn láti sjá
sig þá erum við snöggir að vopnbúast
og hleypum ekki slíkum vágestum
inn í okkar friðsæla land.
En þrátt fyrir að það sé ekki í
formi hafíss, þá læðist að okkur
landsins forni fjandi og reynir að
komast inn um bakdyrnar hjá okkur
og væri ekkert að því ef það væru
bara ísbirnir sem að okkur sæktu, nei
heldur eru það kol-
svartir brennivínsbirnir
sem vilja koma brenni-
víninu sem víðast í rétt
seilingarfjarlægð frá
okkur og börnunum
okkar. Þeir sjá líklega
hagnaðarvon í því að
geta gert sem flesta
háða víndrykkjunni og
þegar fram í sækir vel
fitnandi peningabudd-
urnar sínar og finnst
mér sárt að sjá virtan
þingmann okkar ganga
fram fyrir skjöldu og
ætla að greiða götu þessara vafasömu
viðskipta. Látum það vera að þeir
komi hér með hollar, góðar og ódýrar
vörur sem bætt geta hag og heilbrigði
landsmanna en látum þá engan veg-
inn komast upp með það að brjótast
inn á viðkvæma staði og gera usla hjá
þeim sem síst skyldi í þjóðfélagi okk-
ar.
Bjóðum þeim að koma og stunda
hér viðskipti samkvæmt íslenskum
lögum en breytum alls ekki vín-
sölulögum okkar fyrir þá.
Ef það er eitthvað skilyrði hjá þeim
þá veri þeir bara heima hjá sér.
Við þekkjum allt of margar sorg-
arsögur um sundruð heimili og alvar-
leg slys sem verða af völdum áfeng-
isneyslu og er það ekkert nýtt í sögu
þjóðar okkar að áfengið er enginn
happafengur, við þekkjum því miður
margar átakanlegar sögur úr sam-
tíma okkar um óæskileg áhrif áfeng-
isneyslu en snemma í sögu lands okk-
ar er rætt og skrifað um böl það sem
brennivínsneysla færir þjóðinni
Í ferðabók Eggerts og Bjarna sem
var rituð á árunum 1752 til 1757
minnast þeir félagar nokkuð víða á
það hvað brennivínsdrykkja sé þjóð-
inni til vansa og kenna þar gjarnan
um erlendum kaupmönnum sem
haldi víni að ungu og óreyndu fólki.
Þannig að það er ekkert nýtt í sög-
unni að erlendir kaupmenn sjái
gróðaveg í því að bjóða okkur upp á
ódýrt og auðfengið vín.
Látum ekki þennan landsins forna
fjanda leggja íslenskar fjölskyldur og
heimili í rúst.
Costco og landsins forni fjandi
Eftir Hjálmar
Magnússon » Bjóðum þeim að
koma og stunda hér
viðskipti samkvæmt ís-
lenskum lögum en
breytum ekki vín-
sölulögunum fyrir þá.
Hjálmar
Magnússon
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri og
áhugamaður um afkomu lands og
þjóðar.
Aukablað
alla þriðjudaga
Mikil spenna hefur ein-kennt aðdraganda Ól-ympíumótsins íTromsö en um tíma
þurftu mótshaldarar þar að starfa
undir hótunum frá FIDE vegna
reglugerðarbrota rússneska skák-
sambandsins sem alltof seint til-
kynnti lið sitt í kvennaflokknum.
Norðmennirnir leystu málið með
því að samþykkja breytingarnar. Í
kosningunum til forseta FIDE gæt-
ir greinilegrar pólitískrar slagsíðu.
Þar takast á þrásetumaðurinn Kirs-
an Iljumzinhov, forseti frá 1995,
rækilega studdur af stjórninni í
Kreml, og Garrí Kasparov, fyrrver-
andi heimsmeistari. Hnútukast milli
norska framkvæmdaraðilans og
FIDE er sennilega aðeins reyk-
urinn af þeim réttum sem fram
verða bornir í Noregi. Íslenska
skáksambandið hefur haldið sér til
hlés í þessum átökum en styður
framboð Kasparovs. Mikillar
spennu gætir einnig vegna frétta af
Gaza-svæðinu. Uppákomur í sam-
hengi við þau mál og ýmis önnur
þyrftu ekki að koma á óvart.
Skáklistin verður vonandi í aðal-
hlutverki. Þeir Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Hjörvar Steinn Grét-
arsson sem skipa 1. og 2. borð
íslensku sveitarinnar í Tromsö hafa
verið að undirbúa sig með tafl-
mennsku á mótum í Andorra og
Tékklandi. Eftir fimm umferðir í
Andorra hefur Hjörvar Steinn hlot-
ið 4 ½ vinning og er í toppbarátt-
unni. Hannes Hlífar er meðal kepp-
enda á opna tékkneska
meistaramótinu í Pardubice og er
með 4 vinninga af 6 mögulegum.
Systkinin Björn Hólm, Bárður Örn
og Freyja Birkisdóttir gerðu sér
einnig ferð til Tékklands og tefla í
neðri styrkeikaflokki og hafa staðið
sig frábærlega vel, Björn og Bárður
voru báðir með 5 vinninga af sex
mögulegum.
Athyglin að íslenska liðinu sem
teflir á Ólympíumótinu hefur ekki
síst beinst að liðsstjóranum Jóni L.
Árnasyni sem fékk boð um starfið
sl. vor og sló til. Hann var síðast
liðsmaður Íslands á Ólympíumótinu
í Moskvu fyrir 20 árum og hafði þá
teflt á níu Ólympíumótum því að
hann kom fyrst í liðið í Buenos Ai-
res árið 1978.
Jón var alltaf góður liðsmaður og
vann marga mikilvæga sigra og í
baráttu sem við háðum reglulega
við Sovétríkin hélt hann alltaf sínum
hlut. Sennilega hafa Englendingar
hugsað honum þegjandi þörfina
þegar hann lagði með tilþrifum
John Nunn og síðan Michael Adams
á mótunum 1990 og 9́2. Jón var ekki
búinn að gleyma óförunum í Dubai
1986. Þar náði hann reyndar að
jafna gamla reikninga við eitt mesta
efni sem komið hafði fram í Indóne-
síu. Ekki er úr vegi að virða fyrir
sér takta liðsstjórans frá því móti:
OL í Dubai 1986:
Jón L. Árnason – Utut Adianto
(Indónesíu)
Caro – Kann
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4.
Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. f4
Sjaldséð afbrigði en gott til síns
brúks.
7. … e6 8. Rf3 Bd6
Lítil reynsla var komin á leið
Jóns þegar skákin var tefld en 8. …
Rd7 virðist traustara.
9. Re5 Bxe5 10. fxe5 Re7 11. h5
Bh7 12. c3 c5 13. Dg4 Hg8 14. Bc4
cxd4 15. O-O!
Teflt í gömlum og góðum gambít-
stíl. Svartur þarf nú að reikna með
hótuninni –Hxf7.
15. … Dc7 16. b3! dxc3 17. Ba3
Rbc6
„Houdini“ leggur til 17. … c2 og
telur að svartur geti haldið í horf-
inu. En nú kemur fórn sem Jón
hafði undirbúið svo vel.
18. Hxf7! Dxe5
Eða 18. … Kxf7 19. Dxe6+ Ke8
20. Df7+ Kd8 21. Hd1+ Kc8 22.
De6+ Kb8 23. Hd7 og vinnur.
19. Bxe6 c2 20. Haf1 Bd3 21.
Bd7+ Kd8 22. Bxc6!
- og Adianto gafst upp.
Liðtækur liðsstjóri
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is