Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Gististaðir spretta upp í Reykjavík VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jökull Tómasson, eigandi K Apart- ments, er með 57 íbúðir í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir flest íbúðahótelin greiða 20-27% þóknun af söluverði gistingar til bókunarsíðna á borð við Booking og Expedia. „Til viðbótar greiðum við ýmis gjöld, þar með tal- inn 7% virðisaukaskatt og gistinátta- gjald, svo er náttúrlega starfsmanna- kostnaður og viðhald.“ Spurður um meðalnýtingu hjá íbúðahótelum tekur Jökull bókanir hjá K Apartments í fyrra sem dæmi. Meðalnýtingin árið 2013 var 70% yfir árið og 80-87% yfir sumarið. Minnsta nýtingin var í janúar, eða um 58%. Meðalverð á gistingu hjá K Apart- ments var 97 evrur í fyrra, eða um 15.200 krónur. Meðalverðið 23 þúsund Meðalverðið í júní til ágúst 2013 var 150 evrur, eða 23.000 krónur, eða 18.400 til 20.010 krónur, eftir því hvort nýtingin er 80% eða 87%. Meðalnýtingin hjá K Apartments er yfirfærð á verð á gistingu hjá nokkrum fyrirtækjum hér til hliðar. Fram hefur komið í umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um hótel- geirann á síðustu dögum, að ýmsir eigendur íbúðahótela hafi áhyggjur af hugsanlegri offjölgun á gistirými í Reykjavík vegna fyrirhugaðra hótela og mikils fjölda leiguíbúða. Spurður út í þessi sjónarmið segir Jökull mikilvægt að hér verði ekki gerð sömu mistök og voru gerð í Prag á síðasta áratug. Borgin hafi komist í tísku sem áfangastaður og heimamenn brugðist við aukinni eft- irspurn með mikilli fjölgun gisti- staða. Offramboð myndaðist í Prag Afleiðingin var sú að offramboð myndaðist þannig að meðalverð á gistingu lækkaði úr 200 evrum í um 40 evrur á nóttina. Hefur verðið ekki jafnað sig með tímanum. Með þetta í huga telur Jökull brýnt að stuðlað verði að fjölgun flugferða til Íslands á verði sem sé viðráðan- legt fyrir hinn dæmigerða ferða- mann. Jökull telur hættu á að ella geti orðið mikil verðlækkun á hótel- markaði, einkum yfir veturinn. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að greiningardeildir Bookings og Expedia, þar sem um 6.000 manns starfa, hafi veitt því athygli sl. vor að færri bókanir höfðu þá borist í hótel og íbúðir á Íslandi en árið áður. Ein af ástæðum var talin hækkandi verð fyrir gistingu á Íslandi. Að mati Jök- uls sýnir það að Ísland megi „ekki verðleggja sig út af markaðnum“. Bókunun hafi síðan fjölgað með til- komu Easy Jet. „Það á mikinn þátt í að bókunum tók svo að fjölga að Easy Jet hefur staðið sig vel í því að lækka verð. Það þarf að lækka verð frekar til að lokka hinn dæmigerða ferðamann til lands- ins. Það er ekki að ganga upp þetta plott, að allir fái mikið í sinn hlut, flugfélög og hótel. Þetta er ekki eins ábatasamt og margir virðast álíta.“ Þarf fleiri til að fylla rýmið „Breska flugfélagið Flybe er byrj- að að fljúga til Íslands frá Birming- ham. Það flugfélag þarf að byrja að fjölga ferðunum til að markaðurinn stækki inn í allt þetta hótelrými sem er verið að búa til. Fjölgun ferða- manna getur ekki orðið með Nor- rænu. Þeir geta bara komið í flugi. Því þurfum við að fá inn ný flugfélög eða opna frekar inn á Ameríkumark- að til að dæmið gangi upp. Easy Jet er nú orðið stærra á íslenska mark- aðnum og með fleiri farþega en Wow air. Samt eru félögin tvö saman með aðeins 20% af heildarmarkaðnum. Icelandair er með afganginn.“ – Er því ljóst að einhverjir munu tapa sem koma inn á markaðinn? „Já, það verður bakslag eins og hefur orðið í borgum þar sem fjölgun gististaða er of ör, sérstaklega ef verðið á leigunni [sem leiguhótelin þurfa að borga fasteignaeigendum] hækkar mikið. Svo jafnast það von- andi út. Prag hefur til dæmis aldrei jafnað sig. Hagkerfið þar í borg er svipað og á Íslandi á þann átt að Tékkland er tiltölulega nýlega komið Geri ekki sömu mistök og Tékkar  Eigandi íbúðahótels segir brýnt að hótelum og ferðamönnum fjölgi í takt Dæmi um verð fyrir dagsleigu á íbúðum yfir sumarið Tölur yfir nýtingu eru frá K Apartments rekstrarárið 2013 *9 Nafn söluaðila Staðsetning Dagsleiga 2014/15 Fjöldi herbergja Samtals á mánuði *8 M.v. 25% afslátt Á mánuði m.v. 80% nýtingu í júní-ágúst Á mánuði m.v. 87% nýtingu í júní-ágúst Á mánuði m.v. 70% meðalnýt- ingu yfir árið Blacktower101.com *1 Einholt Apartments *2 Einholt Apartments *2 Reykjavik4youApartments Hotel *3 Reykjavik4youApartments Hotel *3 Black Pearl Apartments *4 Black Pearl Apartments *4 Room with a view Apartments *5 Room with a view Apartments *5 Reykjavík Centro Apartments *7 REYApartments REYApartments *6 REYApartments *6 Airbnb *10 Airbnb *10 Airbnb *10 Airbnb *10 Airbnb *10 Airbnb *10 Tryggvagötu 18A Einholti 2 Einholti 2 Bergstaðastræti 12 Laugavegi 85 Tryggvagötu 18A Tryggvagötu 18A Laugavegi 15/18 Laugavegi 15/18 101 Reykjavík Grettisgötu 2A Grettisgötu 2A Grettisgötu 2A Íbúð í Túnum Íbúð í Hlíðum Íbúð í Norðurmýri Íbúð í Vesturbæ Íbúð í Vesturbæ Íbúð í Hlíðum 27.600 22.184 42.506 34.129 68.258 61.208 155.414 21.253 78.342 55.692 28.406 45.325 54.638 11.160 12.710 23.095 23.250 19.840 7.595 2 1 2 1 2 1 2 1 (Budget Studio) 4 2 1 (Standard Studio) 2 3 1 1 3 2 2 1 855.600 687.704 1.317.686 1.057.999 2.115.998 1.897.448 4.817.834 658.843 2.428.602 1.726.452 880.586 1.405.075 1.693.778 345.960 394.010 715.945 720.750 615.040 235.445 641.700 515.778 988.265 793.499 1.586.999 1.423.086 3.613.376 494.132 1.821.452 1.294.839 660.440 1.053.806 1.270.334 259.470 295.508 536.959 540.563 461.280 176.584 513.360 412.622 790.612 634.799 1.269.599 1.138.469 2.890.700 395.306 1.457.161 1.035.871 528.352 843.045 1.016.267 207.576 236.406 429.567 432.450 369.024 141.267 558.279 448.727 859.790 690.344 1.380.689 1.238.085 3.143.637 429.895 1.584.663 1.126.510 574.582 916.811 1.105.190 225.739 257.092 467.154 470.289 401.314 153.628 449.190 361.045 691.785 555.449 1.110.899 996.160 2.529.363 345.893 1.275.016 906.387 462.308 737.664 889.233 181.629 206.855 375.871 378.394 322.896 123.609 *1-6 Verð miðast við uppgefið verð á síðunni booking.com 25.-26. júní 2015. *7 Verð miðast við uppgefið verð á síðunni Iceland Summer 25. september 2014. *8 Miðað er við 31 dag í mánuði. Tekið skal fram að í sumum tilfellum er veittur afsláttur fyrir lengri tíma leigu. *9 Jökull Tómasson, eigandi K Apartments, áætlar að á tímabilinu frá janúar til mars sé slegið að jafnaði um 25% af sumarverðinu. Meðalnýting hjá fyrirtækinu var 80-87% í júní-ágúst í fyrrasumar og meðalnýting yfir árið var 70%. *10 Verð miðast við 13-15. ágúst 2014. Morgunblaðið/Kristinn Kostaboð í miðbænum Margar verslanir gera út á ferðamenn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil eftirspurn erlendra ferða- manna eftir leiguíbúðum í Reykjavík er komin til að vera og verður ekki aftur snúið í þeim efnum. Því verður áfram mikil eftirspurn eftir eignum á góðum stöðum sem henta vel til slíkrar útleigu. Sú eftirspurn mun áfram þrýsta upp fasteignaverði í miðborginni, ekki síst ef spár um mikla fjölgun ferðamanna rætast. Þetta er mat Baldvins Baldvins- sonar, annars eigenda og stjórnar- formanns bókunarvefsins Iceland Summer sem leigir út íbúðir í Reykjavík, á Höfn og Akureyri, fyrir hönd eigenda þeirra. Vilja meiri upplýsingar Baldvin segir eina afleiðingu nets- ins og snjallsímavæðingar þá að al- menningur vilji orðið sífellt meiri upplýsingar um vörur og þjónustu. Ferðalög séu þar ekki undanskilin. „Netið hefur gert það miklu auð- veldara fyrir venjulegt fólk að skipu- leggja ferðir sínar. Allt aðgengi að upplýsingum er orðið mjög auðvelt. Það þarf ekki lengur að notast við ferðaskrifstofur heldur er nóg að fara á netið og á bókunarsíður. Á vefsíðum eins og Dohop.com er hægt að velja dagsetningu og lægsta verð á flugi. Að því loknu er hægt að finna gistingu á bókunarsíðum eins og Booking.com eða AirBnB [sem bjóða þúsund íbúðir í Reykjavík til leigu]. Þar má tilgreina nákvæmlega hvaða óskir viðskiptavinurinn hefur. Þannig er hægt að skipuleggja ferð- ina miklu betur eftir þörfum hvers og eins en ef um væri að ræða pakkaferð hjá ferðaskrifstofu. Undirbúningur ferðanna er því orð- in gífurlega nákvæmur og ólíklegt er að viðskiptavinurinn verði fyrir von- brigðum með það sem hann fær.“ Baldvin bendir á að á netinu sé hægt að nálgast ljósmyndir af hót- elum og leiguíbúðum og afla upplýs- inga um afþreyingu og þjónustu, sem áður tók langan tíma að afla. Viðskiptavinir vilji sjá hvað þeir fá fyrir peninginn áður en þeir borga. Hann segir regluverkið um út- leigu íbúða í fjöleignarhúsum ekki hafa aðlagast ört vaxandi markaði. „Áður en við hófum reksturinn fyrir fimm árum fórum við í gegnum allar reglur varðandi leigu íbúða á Íslandi. Þá sá maður hvað lagaum- hverfið er gamaldags og úr takti við tímann. Lögin um fjöleignarhús eru komin til ára sinna. Þegar þau voru sett var ekki umfangsmikil leiga á íbúðum eins og nú er. Það þarf því að aðlaga lögin svo hlutirnir gangi bet- ur. Dæmi um hvað lögin eru úrelt eru mismunandi kröfur eftir því hvort um skammtíma- eða lang- tímaleigu er að ræða. Við þurfum að fá leyfi frá heilbrigðiseftirliti, Brunamálastofnun og sýslumanni til þess að geta verið með íbúð í útleigu. Þetta er eðlilegt. Þessi krafa á hins vegar aðeins við þá sem leigja íbúð- irnar í allt að sjö nætur. Ef íbúðin er leigð út í meira en átta daga þarf hins vegar ekki þessi leyfi. Þá spyr maður sig hvort ekki þurfi alveg eins leyfi frá heilbrigðiseftirliti og bruna- eftirliti fyrir þá sem eru alla daga í húsum sínum, þ.e.a.s. í langtíma- leigu, því þá er notkunin á húsnæð- inu miklu meiri,“ segir Baldvin. Aðeins 1% veldur ónæði „Ég hef rætt við marga sem leigja út íbúðir. Það er gaman að segja frá því að nágrannar voru hræddir við útleiguna í byrjun. Svo hefur komið í ljós að það er mun minna ónæði af ferðamönnum en af fjölskyldum. Hefðbundnum fjölskyldum getur fylgt ýmislegt ónæði eins og óþrifn- aður, slæm umgengni, reykingar, partístand og mikið slit á húsnæði. Ferðamenn fara úr húsi á morgnana og eru í burtu allan daginn. Ég myndi giska á að ónæði sé vegna 1% ferðamanna. Reynslan er ótrúlega góð. Við höfum leigt út eignir sjálfir og höfum heyrt hjá fasteignasölum og öðrum sem við skiptum við að þeir vilja fá svona rekstur í húsin.“ – Hvaða áhrif hefur útleiga mörg hundruð íbúða, jafnvel 1.500 til 2.000, á fasteignamarkaðinn? „Hún hefur þau áhrif að fasteigna- verð hækkar. Því meira framboð sem er af slíkum íbúðum þeim mun meira hækkar leiguverð og fast- eignaverð. Framboðið minnkar á hinum almenna markaði. Þar af leið- andi verða eignir á almennum mark- aði hærra verðlagðar, vegna þess að það er til svo lítið af eignum.“ Iceland Summer greiðir 14.000 kr. á nótt fyrir 2ja manna íbúð, 17.000 kr. fyrir fjögurra manna íbúð og 21.000 kr. fyrir sex manna íbúð. Þá er boðið upp á fast mánaðargjald fyrir góðar íbúðir eða hús, einn, tvo eða þrjá mánuði í senn. Mánaðar- leigan er jafnan 100-250 þúsund kr. Útleiga íbúða til ferðamanna er framtíðin  Eigandi vefjarins Iceland Summer segir netið breyta ferðaháttum fólks Í viðskiptum Baldvin Baldvinsson er annar eigenda Iceland Summer. Ljósmyndir/Dagbjört Eilíf/Birt með leyfi Vönduð hönnun Hér má sjá eina af lúxusíbúðum Nordic Apartments.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.