Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Ljósmynd/Nice Sky Adventures Fiðringur Íeda Herman flaug í fyrsta sinn í svifvæng í Utah á síðasta ári. Eigandi svifvængjafélagsins fagnaði komu Íedu og slagorðið „88 and feeling great“ varð til. Hann hefur notað það í auglýsingum og það hefur vakið lukku. New York-borg birtast við sjón- deildarhringinn. Þau hjónin höfðu verið um viku á leiðinni með skipi bandaríska hersins og þó að gott væri að eygja land fylltist Íeda skelfingu á sama tíma. „Ég var gjörsamlega græn og hafði ekki nokkra hugmynd um hvað ég hefði nú komið mér út í. Það var sérstök upplifun þegar ég kom aftur til Reykjavíkur því að mér leið nánast eins og þegar ég kom til New York í fyrsta skipti. Öll þessi háhýsi og ótrúlegu byggingar komu mér í opna skjöldu,“ segir Íeda og minn- ist þess að þegar hún fór utan 1945 voru engar húsbyggingar hærri en Hótel Borg. „Það var fjórar eða fimm hæðir og hærri hús hafði maður ekki séð.“ Fyrstu vikurnar á erlendri grund einkenndust af einföldum samræðum því hin nýgifta íslenska sveitastúlka bjó ekki yfir fjöl- breyttum orðaforða. „Ég kunni enga ensku. Jú, ég gat sagt „yes“, „no“ og „sigarettes“ en það var líka allt og sumt,“ segir hún og hlær dátt að minningunni. Skipið hafði ekki siglt í margar klukkustundir frá Íslandi þegar Íeda komst að því að hún vildi ekki fara vestur um haf. „Ég vildi bara fara heim en hvernig átti ég að fara að því? Á þessum tíma var ekki hægt að stökkva upp í flugvél, fyrir utan að ég komst ekk- ert af skipinu. Maður getur rétt ímyndað sér ef börnin manns tækju upp á svona löguðu í dag. Hvað myndi maður gera? Binda þau?“ Sú var einmitt raunin að móðir Íedu var síður en svo sátt við að horfa á eftir tvítugri dóttur sinni hverfa til annarrar heimsálfu. Henni leist ekkert á þennan ráða- hag og óttaðist að dóttirin lenti í höndum ribbalda í Bandaríkjunum. „Fyrir það fyrsta voru stúlkur sem vildu vera með hermönnum litnar hornauga og þóttu ekki sérlega prúðar. En mamma sætti sig við það að lokum. Ég reyndi að spyrja Del hvaðan hann kæmi því mamma vildi vita hvar í Bandaríkjunum við myndum búa. Við þekktum bara þrjá staði: New York, Chicago og Hollywood. Stjörnurnar voru allar í Hollywood, skýjakljúfarnir voru í New York og í Chicago voru allir glæponarnir. Þannig að þegar ég sagði mömmu að maðurinn væri frá svæðinu í kringum Chicago hélt ég að mamma mín yrði ekki eldri. Hún greip andann á lofti og sá fyrir sér að hann væri einn af þessum glæpamönnum í Chicago,“ útskýrir Íeda sem man vel eftir skelfingar- svipnum á móður sinni. Síðar kom hún þó og heimsótti þau og sá að það fór vel um þau, þrátt fyrir „alla glæpamennina“ sem hún var viss um að væru í meirihluta. Vildi fljúga eins og máfur Það er erfitt að ímynda sér að þessi fíngerða kona hafi alið tíu börn í þennan heim á árunum 1945 til 1968. Það þótti sérstakt að þau Del skyldu eignast svona mörg börn og sumir báðu góðan guð að blessa Íedu þegar hún gekk um bæinn með krakkaskarann á eftir sér. Sjö stúlkur og þrír piltar. Barnauppeldið gekk vel og að því kom að Íeda gat farið í nám. Hún lærði innanhússhönnun í Chicago School of Interior Design og rak sína eigin hönnunarverslun. Hún skrifaði greinar í dagblöð og tíma- rit auk þess sem hún skrifaði hand- bók um hönnun. Hún hætti að vinna árið 2009 og nú lætur hún drauma sína rætast. Þá drauma sem eftir eru. „Einn þeirra var að geta flogið eins og máfur. Ég man eftir sjálfri mér, átta ára gamalli á Vopnafirði, þar sem ég bjó til eins konar vængi og ætlaði mér að fljúga. Það fór illa,“ segir Íeda og heil áttatíu ár liðu þar til hún gerði aðra tilraun til að fljúga eins og máfur. Það tókst í það skiptið en þá fór hún í svifvæng í Utah í Banda- ríkjunum. „Þeim fannst það dálítið merkilegt að 88 ára gömul kona vildi prófa þetta þannig að eigandi fyrirtækisins bjó til slagorð sem hann notaði síðar til að auglýsa sig. Þar stóð: Eighty eight and feeling great!“ Íeda er sannfærð um að aldur sé eitthvert fyrirbæri sem verður til í speglinum. „Ég lít í spegilinn og hugsa með mér: Hvaða gamla kona er þetta? Því ég finn ekkert fyrir því að ég sé orðin svona göm- ul. Maður tekur bara hverjum degi eins og hann kemur fyrir,“ segir Íeda sem hefur einstaka sinnum heimsótt eldri borgara í bænum þar sem þau hjón búa og haldið er- indi um Ísland. Hún hefur þá staðið sjálfa sig að því að segja að erindi loknu að „gamla fólkið hafi virki- lega notið þess að hlusta,“ og um leið áttað sig á að sumir áheyrend- anna voru á sama aldri eða jafnvel yngri en hún sjálf. Íeda er við góða heilsu en tekur því sannarlega ekki sem sjálfsögðum hlut þó svo að hún sé ung í anda. Hún veit að allt get- ur breyst í einni svipan en þangað til ætlar hún að njóta þess að vera allir vegir færir. „Ég ætla að fara í svifvæng hér á Íslandi áður en ég fer heim og Heidi, yngsta dóttir mín, ætlar með því hún hefur enn ekki prófað það,“ segir Íeda sem á bágt með að bíða eftir nógu góðu veðri til að láta sig svífa fram af Hafrafellinu. Hún vonast til að veð- ur leyfi það í dag. „Ég hlakka svo til að finna kitlið í maganum og spennuna líða úr mér. Þetta verður svo gaman og ég hlakka ofboðslega til,“ segir níræða ævintýrakonan Íeda Jónasdóttir Herman sem fagnar hverjum deginum sem renn- ur upp. „Ég lít í spegilinn og hugsa með mér: Hvaða gamla kona er þetta? Því ég finn ekkert fyrir því að ég sé orðin svona gömul. “ Í dag verður haldinn götumarkaður í Fógetagarðinum sem er á horni Að- alstrætis og Kirkjustrætis. Þetta er fyrsti laugardagurinn af fimm þar sem götumarkaðshátíðin KRÁS er haldin og mun fjöldi matreiðslu- manna af hinum ýmsu veitinga- húsum reiða fram kræsingar sem eru þó einfaldar og kallast götumatur. Á síðu makaðarins á Facebook segir að tilvalið sé að mæta með drykkjarföng og rölta á milli bása og smakka það sem boðið er upp á. Götumarkaðurinn verður opinn frá klukkan 13 til 16 og á sama tíma að viku liðinni. Götumarkaður í dag Morgunblaðið/Ómar Markaður Fógetagarðurinn mun ilma. KRÁS í Fógeta- garðinum Roller Derby á Íslandi og Reykjavík- urborg standa fyrir hjólaskauta- viðburðum víðsvegar um borgina í sumar. Í dag, laugardaginn 26. júlí, veður skautað með fram sjónum frá Nauthólsvík. Mæting er við Kaffi Nauthól strax að Druslugöngu lokinni, eða klukkan 15.30 og verður lagt af stað klukkan 16 sem leið liggur meðfram sjónum alla leið að Hörpu. Við Hörpu mun hljómsveitin White Signal byrja að spila klukkan 16.30 og halda uppi fjörinu sem mannskapurinn verður eflaust kominn í eftir skautaferðina. Skautað inn í sumarið Morgunblaðið/Kristinn Skautað Roller Derby á Íslandi. Hjólaskauta- viðburðir víða Íeda Herman skrifaði bókina Trolls - Monster Worm - Hidden People Fond Memories of Ice- land og kom sú bók út í Banda- ríkjunum fyrr á þessu ári. Bók- arkápan skartar skreytingu eftir Mugg og er bókin ljómandi skemmtilega skrifuð. Íeda skrif- aði bókina í raun og veru fyrir börnin sín og barnabörn „til þess að þau viti hvaðan þau koma,“ segir Íeda og brosir breitt. Hún er stolt af íslenska upprunanum og þegar börnin hennar voru lítil fengu þau að heyra ævintýralegar sögur af álfum og tröllum, furðuverum sem komu út úr íslensku þok- unni í dauðaþögn og síðast en ekki síst jólasveinunum sem börnin hennar lærðu snemma að þekkja með nöfnum. Íeda vinnur nú að annarri bók, barnabók, en veit að hún mun líka skrifa framhald ævi- minninga sinna. Af nógu er að taka og orka Íedu er hvergi nærri á þrotum. Æskuminn- ingar í bók FYRSTA BÓKIN KOMIN ÚT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.