Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fimm Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelskum hermönnum og landtökumönnum á Vesturbakk- anum í gær. Árás Ísraela á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gaza- ströndinni á fimmtudag sem banaði sextán Palestínumönnum varð kveikja mótmæla á Vesturbakkan- um en leiðtogar Palestínumanna höfðu efnt til „dags reiði“ vegna harmleiksins. Mótmælin voru þau fjölmennustu á Vesturbakkanum í fjölda ára. Um tvö aðskilin atvik var að ræða. Í því fyrra voru þrír Palestínumenn drepnir af ísraelskum hermönnum þar sem þeir tóku þátt í mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gaza í Beit Unmar, nærri borginni Hebron. Í því seinna skutu landtökumenn á hóp palestínskra mótmælenda eftir að þeir síðarnefndu höfðu kastað grjóti í átt að bílum þeirra fyrr- nefndu nærri Nablus. Átján ára gamall Palestínumaður féll í skot- hríðinni. Annar ungur mótmælandi beið svo bana þegar ísraelskir her- menn skutu á hópinn og beittu táragasi. Að minnsta kosti tveir aðrir Pal- estínumenn létust í mótmælum í Qa- landia á Vesturbakkanum á fimmtu- dag þegar í það minnsta tíu þúsund mótmælendur komu saman til að mótmæla mannfallinu á Gaza. Þá eru tvö hundruð Palestínumenn og 29 ísraelskir lögreglumenn sagðir sárir eftir að til átaka kom á milli þeirra. Vill sjö daga vopnahlé Árásir Ísraela á Gaza og eld- flaugaárásir Hamas-samtakanna á Ísrael héldu áfram í gær á sama tíma og unnið var að því á bak við tjöldin að koma á vopnahléi. Tillaga þess efnis var lögð fyrir fulltrúa ríkisstjórnar Ísraels og Hamas og réri John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, að því öllum árum að sátt næðist um hana sem fyrst. Fjölmiðlar í Ísrael sögðu að stjórn landsins hefði hafnað tillög- unni. Kerry fundaði meðal annars með Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og utanríkisráðherra Egyptalands. Þá fór Ahmet Davu- toglu, utanríkisráðherra Tyrklands, til fundar við Khaled Meshaal, leið- toga Hamas, í Doha í Katar til að fá hann til að styðja tillöguna. Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins The Washington Post felur tillaga Kerry í sér að deilu- aðilar leggi niður vopn í um það bil sjö daga. Sá tími yrði notaður til þess að koma á varanlegum friði. Ísraelskir fjölmiðlar gerðu að því skóna að tillagan veitti Ísraelum undanþágu til að halda áfram að eyðileggja jarðgöng herskárra Pal- estínumanna. Því þyrftu þeir mögu- lega ekki að draga landher sinn til baka meðan á vopnahléinu stæði. Reyndist það rétt væri ólíklegt að leiðtogar Hamas myndu fallast á samkomulagið. Fregnir hermdu seint í gærkvöldi að Ísraelar og leiðtogar Hamas hefðu ákveðið að gera tólf klukku- stunda hlé á árásunum í dag af mannúðarástæðum. Ófriðurinn á Gaza breiðist út til Vesturbakkans  Fjölmenn mótmæli á landsvæðum Palestínumanna  Vopnahléstillögu hafnað AFP Mótmæli Palestínumenn henda steinum í átt að ísraelskum öryggisveitum nærri landtökubyggð gyðinga nærri Ra- mallah í gær. Fjölmenn mótmæli voru á Vesturbakkanum í gær og á fimmtudag vegna árása Ísraela á Gaza. Blóðbað » Dagurinn í gær var átjándi dagur árása Ísraela á Gaza. Að minnsta kosti 850 Palestínu- menn hafa látið lífið í þeim og rúmlega 5.200 særst, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gaza. » Ísraelsher tilkynnti í gær um fall hermanns. Samtals hafa nú 33 ísraelskir hermenn fallið og þrír óbreyttir borgarar. Flugriti flugvélar alsírska flug- félagsins Air Algerie sem hrapaði í Malí á fimmtudag er fundinn. Eng- inn þeirra 116 sem voru um borð komst lífs af. Um hundrað franskir her- menn á þrjátíu farartækjum sem staðsettir hafa verið í Malí vegna átakanna sem hafa geisað þar undanfarið fóru að brotlend- ingarstaðnum í gær. Að sögn Bernards Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, gereyddist vélin þegar hún brot- lenti. „Við teljum að flugvélin hafi hrapað af ástæðum sem tengjast veðuraðstæðum, þó að ekki sé hægt að setja fram neina kenningu á þessari stundu,“ sagði hann. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, til Al- geirsborgar í Alsír þegar hún hrap- aði. Meirihluti farþeganna var franskur. Enginn um borð komst lífs af Forsætisráðherra Búrkína Fasó hug- hreystir einn að- standanda. Yfir fjörutíu starfsmenn Grænfrið- unga hafa krafist þess að Pascal Husting, yfirmaður alþjóðlegra verkefna samtakanna, segi af sér eftir að upplýst var um að hann not- aði flugvél til að fara til vinnu í Hol- landi frá heimili sínu í Lúxemborg. Starfsmennirnir telja að þetta óumhverfisvæna háttalag Hustings hafi skaðað trúverðugleika samtak- anna. Stjórnmálamenn og fyrirtæki séu þegar farin að véfengja bar- áttufólk samtakanna. „Ef Grænfrið- ungar fara ekki að eigin ráðum, af hverju ættu aðrir að gera það?“ seg- ir m.a. í bréfi starfsmannanna. Vilja að yfir- maður Græn- friðunga hætti Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tæknirisinn Google hefur samþykkt um helming þeirra 90.000 beiðna sem hann hefur fengið um að afmá niðurstöður úr leitarvél sinni í kjöl- far úrskurðar Evrópudómstólsins um rétt einstaklinga til að vera gleymdir. Fulltrúar Google funduðu með persónvernd ESB-ríkja í vik- unni til þess að ræða hvernig fyr- irtækið hefur framfylgt dómnum. Beiðnirnar ná til um 328.000 leit- arniðurstaðna sem einstaklingar vildu ekki að kæmu upp þegar leitað væri að þeim með leitarvélinni. Go- ogle segist hafa samþykkt um 50% þeirra, hafnað um 30% en í 15% til- fella hafi verið farið fram á frekari upplýsingar. Flestar beiðnirnar koma frá Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Spáni. Skrifuðu aftur um gamalt mál Evrópsk persónuverndaryfirvöld hafa haft sérstakar áhyggjur af því á hve áberandi hátt Google hefur framfylgt dómnum. Þannig hefur fyrirtækið meðal annars sent fjöl- miðlum tilkynningar um að hlekkir á fréttir þeirra hafi verið fjarlægðir af leitarvélinni þegar ákveðin leitarorð eru slegin inn. Þetta varð meðal ann- ars til þess að Wall Street Journal skrifaði aftur um fjárfesti í Hollandi Google kallað á teppi per- sónuverndar  Deila á vinnubrögð í kjölfar dóms Dómurinn » Evrópudómstóllinn kvað upp úr með að einstaklingar hefðu rétt á því að fá upplýs- ingar á leitarvélum um sig af- máðar. » Dómurinn hefur hins vegar aðeins gildi í Evrópu þannig að netnotendur þar hafa getað farið í kringum hann með því að nota alþjóðlega útgáfu Google.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.