Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa nú til meðferðar erindi varðandi hana- gal sem berst frá bænum Suður- Reykjum í sveitarfélaginu. Erindið sendi Vígmundur Pálmarsson á Reykjahvoli, en hann segir hanagal- ið ónáða sig og fleiri íbúa á svæðinu. „Þetta er búið að standa yfir í 2-3 ár og við erum að verða brjáluð á þessu,“ segir hann. Um er að ræða tvo hana sem gala á nokkurra sek- úndna fresti yfir daginn að sögn Víg- mundar. „Ég sendi bæjarráði bréf í mínu nafni en ég er búinn að tala við nágranna mína sem eru allir sam- mála um það að þetta sé mjög þreyt- andi,“ segir hann. Segja hanana friðarspilla Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, hefur beitt sér fyrir reglugerð um þessi mál. Bjarki, sem var formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar á síðasta kjörtímabili, hóf ásamt nefndinni að semja reglur um hænsnahald. Þær hafa þó ekki verið samþykktar. „Í þessum reglum mun hanahald ekki vera leyft,“ segir Bjarki. „Hanarnir eru satt best að segja algjörir friðar- spillar.“ Sá hængur er á, að Suður-Reykir er lögbýli. Að sögn Bjarka flækir þetta málin töluvert. „Lögbýlishafar hafa ákveðinn rétt fram yfir íbúa í almennum íbúðarhúsum og þar af leiðandi myndu reglurnar ekki ná yf- ir þessa hana.“ Vígmundur er ekki sáttur við þetta. „Þetta er ekki í lagi og eina lausnin er að hanarnir fari,“ segir hann. Hann hefur að eigin sögn reynt að ræða við lögbýlishafana á Suður-Reykjum, en það hefur ekki skilað árangri. „Þeir voru harðir á rétti lögbýlisins og vildu ekki gefa eftir.“ Hann hefur áður leitað til bæjar- yfirvalda vegna hananna en án ár- angurs. Honum hefur enn ekki bor- ist svar við bréfinu sem hann sendi fyrr í þessum mánuði, en erindið er komið á borð umhverfisstjóra og stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar. Ætlar að halda hönunum Kristján Ingi Jónsson á Suður- Reykjum, sem er titlaður arfasali í símaskrá, er eigandi hananna og segir þá ekki vera á förum. „Ég held hönunum og ætla að halda þeim,“ segir hann. Kristján segist ekki hafa orðið var við ósætti nágranna ný- lega, en á því hafi borið í upphafi. „Það er fullt af fólki hér í kringum mig sem elskar þetta,“ segir hann. „Í upphafi bar aðeins á ósætti frá tveimur en ég benti á það að ef fólk vildi ekki búa í sveit þá væri örugg- lega pláss í 101 Reykjavík.“ Kristján segir hanana sóma sér vel. „Þeir eru í einangruðu húsi og við hleypum þeim ekki út fyrr en um klukkan 10-11 á morgnana og svo koma þeir inn um 6-7 leytið á kvöld- in.“ Ástæðu hanahaldsins segir hann þá að erfiðara sé að halda hænsna- hópnum saman ef aðeins eru til stað- ar hænur. „Hænurnar vilja bara hafa sína hana,“ segir hann. Spurður um afskipti bæjarráðs segir Kristján niðurstöðuna aug- ljósa: „Þeir geta ekkert gert, ég er á lögbýli.“ Hanagal í Mosfellsbæ truflar íbúa á svæðinu  „Ég held hönunum og ætla að halda þeim,“ segir eigandi Umdeildir Ég ætla að halda hönunum, segir húsbóndinn á Suður-Reykjum. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Opnað var fyrir umferð frá gatna- mótum Hverfisgötu og Bar- ónsstígs að Vitastíg í gær en áfram er unnið að opnun kaflans frá Barónsstíg að Snorrabraut. Áætlað er að hleypt verði á um- ferð á þann hluta í seinni hluta ágústmánaðar og að frágangi ljúki í lok ágúst. Ljóst er að framkvæmdir við Hverfisgötu hafa tafist um nokkr- ar vikur en upphaflega stóð til að verkinu, sem hófst í mars á þessu ári, yrði lokið í heild í lok júlí eða í byrjun ágúst. Ráðist var í umtalsverðar framkvæmdir á Hverfisgötu á seinasta ári en þar á meðal var Hverfisgata milli Klapparstígs og Vitastígs endurnýjuð. Allt yfirborð götu og gangstétta var endurnýj- að, ásamt þeim lögnum sem komn- ar voru á tíma. Þá voru malbik- aðar hjólareinar beggja vegna götu og gatnamót við þvergötur voru steinlagðar og upphækkaðar. Snjóbræðsla var sett í gönguleiðir, hjólareinar og upphækkuð gatna- mót. Götutré hafa verið gróðursett og strætisvagnar sem fara um Hverfisgötu munu framvegis stöðva í götunni og hjólandi veg- farendur fara aftur fyrir strætó- skýli. Á Hverfisgötu, á milli Lækj- argötu og Snorrabrautar, verða umferðarljós svo fjarlægð og beygjuakreinar lagðar af. Opna fyrir umferð í seinni hluta ágúst Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Ráðist var í umtalsverðar framkvæmdir við Hverfisgötu á seinasta ári en áfram er unnið að opnun kaflans frá Barónsstíg að Snorrabraut. Áætlað er að hleypt verði á umferð á þeim hluta í seinni hluta ágúst. Framkvæmdum við Hverfisgötu fer senn að ljúka en þær hafa staðið yfir frá því á seinasta ári Leirdalsheiði, vegur F839 sem liggur að göngusvæði í Fjörðum og á Látraströnd, er enn lokuð vegna snjóa. Gunnar Bóasson, yf- irverkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík, segir hana ekki hafa opnast í fyrra fyrr en bændur fóru að sækja fé sitt. „Það er bara al- veg rosalegur snjór á þessu svæði og eru aðstæður ekki ósvipaðar þeim sem finna má efst í Fljót- unum. Það hefur bara kyngt niður snjó þarna,“ segir Gunnar. Spurð- ur hvort ekki sé hægt að moka leiðina kveður hann nei við. „Þetta er meira og minna moldartroðn- ingur og ef þetta er mokað þá bara rennur allur jarðvegur í burtu.“ Dyngjufjallaleið, vegur F910 milli Nýjadals og Öskju, er einnig lokuð. Aðstæður þar verða þó skoðaðar betur í dag. „Það er örugglega mjög stutt í að hún opnist en það er samt allt fullt af snjó þarna enn,“ segir Gunnar og bendir á að leiðin kunni að opnast á næstu dögum. Morgunblaðið/RAX Ísland Hálendið heillar marga ferðalanga. Enn eru fjallvegir lokaðir vegna snjóa Óvenjumargir einstaklingar hafa undanfarna daga greinst með niður- gang af völdum kampýlóbakters. Þórólfur Guðnason, settur sóttvarna- læknir, segir að vart hafi orðið við sýkinguna víða um land og ekki sé um sameiginlega orsök að ræða. Undanfarin ár hafa um 50-120 ein- staklingar greinst með sýkinguna ár- lega og til að mynda um 100 manns í fyrra. Bakterían smitast einkum með menguðum matvælum en smit með vatni er líka vel þekkt. Einkenni geta verið í einn til sjö sólarhringa. Sýk- ingin veldur oft miklum niðurgangi, ógleði, uppköstum, krampakenndum kviðverkjum og hita en einkennin geta líka verið lítil. Þórólfur segir að sumarið geti verið viðsjárverður tími. Fólk ferðist hugsanlega meira en ella, borði árstíðabundinn mat, jafn- vel illa eldaðan grillmat, og neyti vatns úr menguðum vatnsbólum. Hvorki sé um eina tegund matvæla að ræða né ákveðin vatnsból. Þórólf- ur segir að vel sé fylgst með einstak- lingum sem veikjast, hvaðan þeir koma, hvað þeir hafi borðað og svo framvegis. „Þetta er í sífelldri athug- un,“ segir hann og leggur áherslu á að fólk gæti almenns hreinlætis og sérstaklega við matreiðslu á við- kvæmum matvælum og neyslu á vatni. steinthor@mbl.is Engin ein sam- eiginleg orsök  Óvenjumargir greinst með niðurgang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.