Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 2
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra og Stef- án Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgar- svæðisins, áttu fjóra fundi eftir að rannsókn lögreglu á hinu svokallaða lekamáli hófst. Tveir fyrri fundirnir, 18. mars og 3. maí, voru ákveðnir í sameiningu af ráðherra og lögreglustjóra en boðað var til fundanna 16. og 18. júlí af hálfu ráðuneytisins. Þá hafði lögregla lokið rannsókn málsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við seinni fyrirspurn umboðsmanns Al- þingis, Tryggva Gunnarssonar, um samskipti ráðherra við lögreglu- stjóra í tengslum við rannsókn á lekamálinu, en í svarinu er ítrekað að enginn fundanna hafi verið boðaður eða haldinn til að ræða rannsóknina. Tilefni fyrri fundanna tveggja var að sögn ráðherra að upplýsa hana al- mennt um löggæslu- og öryggismál og stöðu ýmissa verkefna á því sviði en á þeim voru engin gögn lögð fram og ekki skrifuð fundargerð, sam- kvæmt svari ráðherra. „Tilefni fundarins 16. júlí var að ræða við lögreglustjóra sem annan þeirra umsækjenda sem hæst höfðu verið metnir af þeim sem sótt höfðu um starf forstjóra Samgöngustofu. Fundurinn 18. júlí var haldinn í fram- haldi af því eftir að lögreglustjóri hafði dregið umsókn sína til baka. Þá tilkynnti lögreglustjóri mér að hann hygðist taka við starfi hjá Reykjavík- urborg og ræddi um leið hvernig hann vildi standa að starfslokum sínum sem lögreglustjóri,“ segir enn fremur í svari ráðherra. Þar kemur einnig fram að þar sem hvorki fyrri fundirnir tveir né símtöl sem ráðherra og lögreglustjóri áttu á umræddu tímabili hafi varðað mál sem voru formlega til meðferðar í ráðuneytinu hafi umrædd samskipti ekki verið skráð í málaskrá ráðu- neytisins. „Fundir mínir með lög- reglustjóra 16. og 18. júlí vörðuðu hins vegar tiltekið mál sem til um- fjöllunar var í ráðuneytinu, þ.e. ráðn- ingu nýs forstjóra Samgöngustofu. Fundir þessir voru skráðir í dagbók ráðherra en þeir voru hins vegar ekki að öðru leyti skráðir í málaskrá ráðuneytisins,“ segir í svari ráð- herra, sem býður umboðsmanni að kynna sér heildarskrá ráðuneytisins í ráðuneytinu. Lítið til um sam- skiptin  Seinni fundirnir skráðir í dagbók Hanna Birna Kristjánsdóttir 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Gísla Frey Val- dórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis- ráðherra. Er honum gert að sök að hafa brotið gegn þagnarskyldu í starfi sínu með því að hafa á tíma- bilinu 19.–20. nóvember 2013 „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskrift- ina „Minnisblað varðandi Tony Omos““. Í yfir- lýsingu sem Gísli Freyr sendi frá sér í gærkvöldi segist hann hafa lýst yfir sakleysi í málinu frá upp- hafi en hann hef- ur verið leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Gísli Freyr er ákærður fyrir að hafa brotið gegn 1. mgr. 136. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, en í ákærunni segir m.a. að í saman- tektinni hafi verið að finna „við- kvæmar persónuupplýsingar og upplýsingar um einkamálefni þriggja einstaklinga sem leynt áttu að fara“ og að tilteknar upplýsingar, sem voru til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda, hafi birst í Fréttablaðinu og á netmiðlunum visir.is og mbl.is að morgni 20. nóvember 2013. Málefni dómstóla og ákæru- valdsins verði færð annað Það er Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem fer með málið, en í ákærugögnunum kemur fram að ákæruvaldið muni leiða fram eftirfarandi vitni við aðalmeð- ferð málsins: Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, Þóreyju Vilhjálmsdótt- ur, Ragnhildi Hjaltadóttur, Bryndísi Helgadóttur, Guðmund Örvar Bergþórsson, Sigríði Krist- ínu Axelsdóttur, Hinriku Söndru Ingimundardóttur, Mörð Árnason, Jón Bjarka Magnússon, Einar Steingrímsson, Grím Grímsson, Heiðar Örn Guðnason, Gylfa Dýr- mundsson og Þórbjörn Sigurðsson. Í tilkynningu sem innanríkisráð- herra sendi frá sér í gærkvöldi kem- ur fram að Gísli Freyr hafi ávallt haldið því fram gagnvart ráðherra að hann sé með öllu saklaus af mál- inu og geri enn, en hann hafi verið leystur frá störfum. „Ég hef að auki óskað eftir því við forsætisráðherra að þau málefni sem undir mig heyra og hafa með dómsstóla og ákæru- vald að gera færist til annars ráð- herra í ríkisstjórn á meðan dóms- mál á hendur Gísla Frey stendur yfir, enda tel ég mikilvægt að friður skapist um fjölmörg mikilvæg verk- efni innanríkisráðuneytisins,“ segir Hanna Birna. Segir grun lögreglu byggja á framburði blaðamanns DV Í yfirlýsingu Gísla Freys segir hann ákvörðun ríkissaksóknara valda sér sárum vonbrigðum. „Ítar- leg rannsókn lögreglu, sem tók tæpt hálft ár, leiddi ekkert í ljós sem varpar sekt á mig í þessu máli. Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfir- gnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð. Auk þess er vert að benda á að í greinargerð lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt er á vef Hæstaréttar, kemur fram að leitað hafi verið allra leiða til að upplýsa málið en það teljist þó enn óupplýst.“ Gísli Freyr segir enn fremur að samkvæmt rannsóknargögnum virðist grunur lögreglu byggja á framburði blaðamanns DV, „sem sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að honum hefði borist það til eyrna að aðstoðarmaður ráðherra hefði sent frá sér trúnaðargögn úr tölvupósti (vinnupósti) ráðuneytisins“. Þetta segir Gísli rangt, enda hafi ekkert komið fram við rannsókn málsins sem styðji fullyrðingu blaðamanns- ins. Ekki refsivert að eiga í sam- skiptum við fjölmiðlamenn Að sögn Gísla Freys rannsakaði lögregla farsímanotkun hans á 10 mánaða tímabili auk þess sem hún fékk aðgang að persónulegum tölvupósti hans og tölvu og utaná- liggjandi tölvudrif afhent. Ekkert annað hafi komið í ljós en að hann hafi lesið það gagn sem hann fékk sent um málið upphaflega og að hann hafi átt samtöl við starfsmenn fjölmiðla þá daga sem rannsóknin náði til. „Því er til að svara að aðstoðar- menn ráðherra eiga, eðli málsins samkvæmt, í nær daglegum sam- skiptum við hina ýmsu fjölmiðla af margvíslegu tilefni. Þess utan, eftir að hafa starfað sjálfur sem blaða- maður í rúm fimm ár, á ég marga vini og kunningja á flestum fjöl- miðlum landsins sem ég er í reglu- legum samskiptum við, eins og á við í þessum tilvikum. Það gefur því auga leið að það eitt, að eiga í sam- skiptum við fjölmiðlamenn á tíma- bili sem nær yfir tvo daga, felur ekki í sér refsivert athæfi og getur ekki talist annað en eðlilegt í því starfi sem ég gegni. Þess utan skrif- uðu þeir fréttamenn, sem ég var í samskiptum við umrædda daga, ekki fréttir um þetta tiltekna mál,“ segir Gísli Freyr. Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur Gísla Frey  Fullviss að hann verði sýknaður í málinu  Leystur frá störfum tímabundið Morgunblaðið/Eggert Dómsmál Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur óskað eftir því að þau málefni sem hafa með dóm- stóla og ákæruvaldið að gera færist til annars ráðherra á meðan dómsmálið gegn Gísla Frey stendur yfir. Gísli Freyr Valdórsson Ákæran » Ríkissaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. » Í ákærunni kemur fram að samantektin hafi verið unnin til upplýsingar fyrir ráðherra í til- efni af boðuðum mótmælum vegna brottvísunar Tony Omos. » Í tilkynningu sinni segist Gísli Freyr þess fullviss að hann verði sýknaður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra svaraði í gær fyrir- spurn umboðsmanns Alþingis, Tryggva Gunnarssonar, um það hvort núverandi ríkisstjórn hefði samþykkt siðareglur fyrir ráðherra. Í svari forsætisráðherra kemur m.a. fram að tvær meginbreytingar hafi verið gerðar á ákvæði um siðareglur ráðherra við heildarendurskoðun stjórnarráðslaganna, en ný lög tóku gildi 2011. „Í fyrsta lagi er það nú ríkis- stjórnin sem heild sem fer með ákvörðunarvald um efni siðareglna en ekki forsætisráðherra einn og í öðru lagi gera lögin ekki lengur þá kröfu að hver ríkisstjórn setji sér eða staðfesti siðareglur sér- staklega heldur hafi samþykktar og birtar siða- reglur einfald- lega gildi þar til þeim er breytt. Ríkisstjórnin hefur í samræmi við þetta litið svo á að siðareglur nr. 360/ 2011 eigi við um störf ráðherra og fengu þeir kynningu á reglunum í upphafi starfstíma ríkisstjórnar- innar. Þær eru líka hluti af handbók sem ráðherrar fengu afhenta þegar þeir tóku við embætti.“ Í svari Sigmundar Davíðs kemur einnig fram að ekki sé ólíklegt að ráðist verði í breytingar á siða- reglunum til að skýra þær og ein- falda. Fyrirmynda verði leitað sem víðast ef af verði. „Í því sambandi leyfir undirritaður sér að spyrja hvort settar hafi verið siðareglur fyrir embætti umboðsmanns Al- þingis og ef reglur hafi verið settar hvort mögulegt sé að fá aðgang að þeim,“ segir í lok erindisins. Reglurnar frá 2011 gilda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  Spyr um siðareglur fyrir embætti umboðsmanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.