Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
LEIÐSÖGUNÁM
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn-
dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal
að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.
• Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Mannleg samskipti.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu
sviðum.
Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir.
Umsögn:
- Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8- 2
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð vel
undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu að kennslunni og áttu
þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki
síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er og þá
virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver
á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila. Námið gefur mikla
atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.
GUÐRÚN HELGA BJARNADÓTTIR,
VESTMANNAEYJUM
Það vorar seint í fjörunni við eyðibýlið Sker,
utarlega á Látraströnd í Eyjafirði. Sjómenn
sem eiga leið þar hjá hafa fylgst af áhuga með
skaflinum í sumar. Einn þeirra er Halldór
Halldórsson á Hauganesi. „Við höfum aldrei áð-
ur tekið eftir snjó niðri í fjöru. Ég veit ekki til
þess að það hafi gerst áður.“ Ísold Ásdís Hall-
dórsdóttir og afi hennar, Lárus Reynir Hall-
dórsson, standa á skaflinum.
Halldór reiknar frekar með að skaflinn
hverfi, þótt áliðið sé sumars, en þó sé aldrei að
vita því komin séu næturfrost þar nyrðra.
Fannfergi var óvenjumikið í fjöllum Norður-
lands síðastliðinn vetur og enn sjást merki þess
í fjöllunum.
Það vorar seint á Látraströnd þetta árið
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Enn myndarlegur skafl í fjörunni við Sker
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
sýknað konu af kröfu Arion banka um
að þola fjárnám í fasteign hennar
vegna veðs sem hún lánaði syni sín-
um. Er bankanum gert að greiða
málskostnað konunnar upp á 450 þús-
und krónur.
Helstu málsatvik eru þau að sonur-
inn fékk veðskuldabréf hjá Kaupþingi
banka árið 2007 upp á 3,5 milljónir
króna, með veði í íbúð sinni í Kópa-
vogi. Var hann þá að kaupa íbúð í
vesturbæ Reykjavíkur og í desember
sama ár var gefið út tryggingarbréf í
Kaupþingi upp á 9,7 milljónir, til
tryggingar skuldum hans og með veði
í nýju íbúðinni. Erfiðlega gekk að
selja íbúðina í Kópavogi og í júní 2008
var veðskuldabréfið gjaldfellt. Í ágúst
2008 var síðan gefinn út viðauki við
tryggingabréfið, en eftirstöðvarnar
voru þá komnar í 10,6 milljónir kr.
Viðaukabréfið var tryggt með 5. veð-
rétti í fasteign móðurinnar, en hún
hafði þá ritað undir viðaukann og
samþykkt að fasteign hennar yrði
sett að veði.
Athygli vekur að í lok ágúst 2008,
nokkrum vikum eftir að lán sonarins
hafði verið gjaldfellt, gerði Kaupþing
greiðslumat fyrir hann. Í matinu kom
fram að nokkuð vantaði upp á að hann
gæti staðið undir skuldum sínum.
Móðirinn hafði skrifað undir greiðslu-
matið og samþykkt sem veðeigandi.
Eftir hrunið tók Nýi Kaupþing
banki og síðar Arion banki við lánum
sonarins. Eftir að íbúð hans í Kópa-
vogi hafði verið seld og aðrar skuldir
gerðar upp stóð eftir skuld við Arion
banka upp á 7,5 milljónir. Krafði
bankinn móðurina um greiðslu skuld-
arinnar.
Greiðslumat eftir gjaldfellingu
Fram kemur í kröfum móðurinnar
fyrir dómnum að henni hafi ekki verið
kunnugt um að greiðslugeta sonarins
hafi verið metin af bankanum og nið-
urstaða þess mats hafi ekki verið
kynnt fyrir henni. Jafnframt að
Kaupþing hafi ekki gætt reglna í sam-
komulagi sem lánastofnanir gerðu um
notkun ábyrgða á skuldum einstak-
linga, samningalögunum svonefndu.
Þá hafi henni ekki verið gerð grein
fyrir því að skuld sonarins hafi verið
gjaldfallin þegar hún skrifaði undir
veðleyfi og greiðslumat. Hefði hún
vitað það hefði hún aldrei heimilað
veðsetninguna. Fram kemur í dómn-
um að sonurinn hafi verið sendur með
veðleyfið til móður sinnar, þar sem
búið hafi verið að merkja þá staði sem
hún hafi átt að skrifa undir. Í dómn-
um segir að í raun hafi sonurinn þar
með tekið að sér hlutverk bankans,
sem lögum samkvæmt hafi leiðbein-
ingarskyldu að gegna. Er þetta gagn-
rýnt í dómnum og bankinn sagður
hafa brugðist alvarlega skyldum sín-
um. Þá verði að telja „bæði rangt og
villandi“ að bankinn hafi getið þess í
greiðslumati að 24 dögum áður en það
var gert hafi bankinn gjaldfellt það
lán sem móðirin leyfði að tryggt yrði
með veði í fasteign sinni.
Frá Arion banka fengust þau svör
að ekki væri búið að ákveða hvort
dómnum yrði áfrýjað. Bankinn væri
að kynna sér dóminn betur.
Banki brást skyldu sinni
Móðir skuldara sýknuð af kröfum Arion banka Bankinn gerði fjárnám í íbúð
hennar vegna ábyrgðar á láni sonarins Sonurinn tók að sér hlutverk bankans
Humlur, öðru nafni hunangsflugur, hafa ekki átt gott
sumar í ár að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræð-
ings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
„Blautt sumar hefur haft gríðarleg áhrif á huml-
urnar. Þeim finnst leiðinlegt að fljúga í rigningu og
nenna því ekki að standa í því að fræva, að minnsta
kosti ekki meira en nauðsyn krefur,“ segir Erling.
Vegna rigninga í sumar hefur sést lítið af hunangs-
flugum en þær fara af stað um leið og sólin brýst
fram.
Erling segir að hugsanlegt sé að léleg bláberja-
spretta sé afleiðing þessa, því bláberjalyngið þurfi
humlurnar til að frævast. „Ef þær nenna ekki að fljúga
getur orðið lélegri uppskera hjá lynginu.“
Sumarið hefur farið illa með fleiri skordýrategundir,
en eins og sagði í Morgunblaðinu fyrir stuttu hefur
mjög lítið sést af holugeitungi í sumar.
ingveldur@mbl.is
Humlum finnst leiðinlegt
að fljúga og fræva í bleytu
Berjalyngið þarf þær til að frævast
Morgunblaðið/Ómar
Hunangsfluga Hefur verið löt að fljúga og fræva.
Starfsmönnum
Alþingis láðist að
koma fundar-
boðum til Katr-
ínar Jakobs-
dóttur, formanns
VG og vara-
manns Árna Þórs
Sigurðssonar,
fulltrúa flokksins
í utanríkis-
málanefnd,
vegna fundar nefndarinnar með
Anders Fogh Rasmussen, frkv.stj.
NATO, sl. miðvikudag. Árni Þór er
nú staddur í Lundúnum og segir
Katrín aðspurð að hann hafi beðið
starfsfólk Alþingis um að boða
hana á fundinn. baldura@mbl.is
Fékk ekki boð á
fund með fram-
kvæmdastjóra NATO
Katrín
Jakobsdóttir
Karlmaður slasaðist alvarlega er
hann féll af þaki húss við Stór-
höfða í Reykjavík í gærmorgun.
Maðurinn féll niður fjórar hæðir.
Hann var fluttur með sjúkrabifreið
á slysadeild í lögreglufylgd.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
var um vinnuslys að ræða, en út-
kallið barst rétt fyrir klukkan níu í
gærmorgun. Maðurinn var að sinna
viðhaldsvinnu á þakinu er hann féll
niður um 12 metra. Hann hlaut al-
varlega áverka, m.a. á höfði, og er
honum haldið sofandi í öndunarvél
samkvæmt upplýsingum frá lækni á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Slasaðist alvarlega
við 12 metra fall
Steingrímur Þórðarson, lög-
maður konunnar, segir
nokkra dóma hafa verið að
falla í þessa átt að und-
anförnu og þeir verið stað-
festir í Hæstarétti, þar sem
veðleyfi hafi verið fellt úr
gildi á grundvelli ógilding-
arlaga samningalaga.
„Ég held að nokkuð sé um
svona mál í samskiptum
banka og lántakenda, þar
sem ekki er vandað til verka
þegar verið er að fá ábyrgðir
hjá móður eða föður skuld-
ara. Í raun er verið að reyna
að verða sér úti um nýjan
skuldara með ódýrum hætti,“
segir Steingrímur, sem hvetur
ábyrgðarmenn til að kynna
sér réttarstöðu sína.
Nokkuð um
svona mál
LÖGMAÐUR STEFNDU