Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 8
Á diskinn Svínakjöt er vinsælasta kjöttegundin. Sala á svínakjöti hefur aukist um 4% hjá inn- lendum framleiðendum á síðustu tólf mánuðum. Er svínakjötið eina kjötafurðin sem eykur hlut- deild sína á markaðnum. Alifuglakjöt er vinsælasta afurð íslenskra kjöt- framleiðenda. Þótt salan hafi dregist saman um 2,8% á síðustu tólf mánuðum er hlutur kjúkling- anna enn 32% af markaði fyrir íslenskar kjöt- afurðir. Kindakjötið er í öðru sæti með 26,4% hlutdeild en hefur gefið eftir um 1,4%. Svínakjötið er í þriðja sæti með 24,3% og bætir við sig, eins og fyrr segir. Íslenskt nautakjöt hefur 14,8% markaðs- hlutdeild þótt salan hafi minnkað um 16% á milli ára vegna samdráttar í framleiðslu og aukins inn- flutnings. Hlutdeild hrossakjöts er 2,5%. Ekki er tekið tillit til áhrifa innflutnings á kjöti á markaðinn. Töluvert hefur verið flutt inn af nautakjöti en ekkert af kindakjöti. Að teknu tilliti til innflutnings má sjá að kjötneysla hefur ekki minnkað. helgi@mbl.is Svínakjötið heldur hlut sínum  Sala svínakjöts hefur aukist um 4% á ári  Sala á öðrum tegundum minnkar 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Eyðum líka hörðum diskum www.gagnaeyding.is Bæjarflöt 4 / 112 Reykjavík / Sími: 568 9095 Við sækjum gögnin þegar þér hentar. Kostnaðurinn við að koma 100krónum í veski launþega á Ís- landi er 174 krónur, samkvæmt frá- sögn Viðskiptablaðsins sem unnin er upp úr skýrslum tveggja hug- veitna. Þetta er reiknað þannig út að við það sem launþeginn fær út- borgað bætist tryggingagjald og framlag vinnuveit- anda í lífeyrissjóð, tekjuskattur og framlag launþega í lífeyrissjóð.    Álagið á það sem launþeginn færí sinn hlut er því 74% hér á landi, sem er um miðbik þess sem gerist innan Evrópusambandsins, sem haft er til samanburðar í þess- um skýrslum.    Til samanburðar er Bretlandmeð 46% álag og Írland 36% álag.    Hluti af skýringunni á því hvehátt hlutfallið er hér á landi er sú hækkun á tryggingagjaldi sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir og réttlætti með auknu atvinnuleysi.    Framkvæmdastjóri Samtaka at-vinnulífsins bendir á að „fyr- irtæki sem er með 10 manns í vinnu er með ellefta manninn á launaskrá vegna tryggingagjaldsins og þá er ekki horft á önnur launatengd gjöld.“    Þessi mikli kostnaður dregurbæði úr vilja og getu fyr- irtækja til að ráða fólk í vinnu og stuðlar þannig að auknu atvinnu- leysi.    Háir skattar og gjöld vegnastarfsmanna eru því ekki að- eins tölur á blaði heldur raunveru- legt vandamál sem vinna þarf bug á. Dýrir starfsmenn STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 12 rigning Nuuk 8 heiðskírt Þórshöfn 12 súld Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 16 skúrir Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 léttskýjað París 20 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 17 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 18 skúrir Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 13 alskýjað New York 22 skýjað Chicago 21 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:23 21:42 ÍSAFJÖRÐUR 5:14 22:01 SIGLUFJÖRÐUR 4:57 21:44 DJÚPIVOGUR 4:49 21:15 Töluverðar verð- breytingar hafa orðið á matvöru undanfarið ár, samkvæmt upp- lýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Byggir það á verðkönnun núna í ágúst í samanburði við sama mánuð í fyrra. Dæmi eru um allt að 71% hækkun á Dansukker strásykri í Víði, sem er sú verslun sem hækkað hefur verð á flestum vörum. Iceland og Nettó hafa einnig hækkað verð mun oftar en lækkað. Hagkaup, Fjarðarkaup, Bónus, Nóatún og Krónan hafa oftar lækkað verð en hækkað. Samkaup-Úrval hefur hækkað og lækkað í álíka mörgum tilvikum. Þá vekur ASÍ athygli á því að næstum allar mjólkurvörur hafa hækkað í verði hjá öllum verslunum síðan í fyrra. Eru dæmi um allt að 23% hækkun milli ára. Kaffi hefur í flestum tilvikum lækkað í verði, um allt að 21%. Þá hafa ávextir og grænmeti lækkað að jafnaði, ef vínber og sætar kartöflur eru undanskilin. Þó hafa þær sætu hækkað um 69% í Bónusi. Víðir hefur oftast hækkað Miklar verðbreyt- ingar hafa orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.