Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég held að platan gefi góðan þver- skurð af glímu minni við laglínuna í 30 ár,“ segir bassaleikarinn Tómas R. Einarsson um nýjustu plötu sína Mannabörn, sem hann fagnar með útgáfutónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Á plötunni er að finna 18 lög Tómasar við texta ástsælla skálda á borð við Halldór Laxness, Snorra Hjart- arson, Stein Steinar, Guðberg Bergsson og Ingibjörgu Haralds- dóttur í nýjum útsetningum Gunn- ars Gunnarssonar organista, píanó- leikara og kórstjóra. Elsta lagið er frá árinu 1980 og það yngsta frá 2008, en þau hafa komið út á einum sex plötum Tómasar í gegnum tíð- ina. Sjálfur áætlar Tómas að Manna- börn sé sennilega tuttugasta plata sín sem sé mestmegnis eða bara með eigin efni. „Ég er af þeirri dýrategund að ég geng með allt í maganum í nokkur ár áður en það fæðist,“ segir Tómas þegar hann er spurður um tilurð plötunnar. „Það eru nokkur ár síðan Gunnar Gunnarsson byrjaði að út- setja eftir mig lög fyrir blandaðan kór, en Gunnar starfar með tólf manna kór við Fríkirkjuna sem nefnist Sönghópurinn við Tjörnina og samanstendur af ungu fólki sem er flest í tónlistarnámi. Þegar ég heyrði þessar útsetningar hans á nokkrum laga minna fannst mér það hljóma býsna vel og hafði frum- kvæðið að því að hann gerði fleiri út- setningar,“ segir Tómas og rifjar upp að þeir Gunnar hafi haldið tvenna tónleika á síðasta ári þar sem Sönghópurinn við Tjörnina flutti nýju útsetningarnar. Gaman að heyra lögin í nýjum útgáfum „Þetta hljómaði svo ansi vel að út- gefandinn innra með mér fékk mik- inn fiðring og fór að hugsa að það gæti verið gaman að gera þetta ódauðlegt. Þegar sú ákvörðun var tekin tók ég líka ákvörðun um að fá Sigtrygg Baldursson á kónga- trommur í ein sex lög til að fá meiri sveiflu og latínbít í lögin. Svo fékk ég Sigríði Thorlacius til að vera að- alsöngvara með kórnum,“ segir Tómas, en Sigríður syngur í þrettán lögum af átján. „Öll aðaláherslan er á sönginn á þessari plötu. Millispilin eru stutt og bara örfá sóló. Þetta er fyrst og fremst söngplata,“ segir Tómas og tekur fram að nokkur lag- anna á plötunni hafi ekki verið samin sem sönglög í upphafi, en að gaman sé að heyra þau í nýjum útgáfum. „Ég fæ mikið kikk út úr því að heyra þennan margradda hljóm í lögum sem ég samdi fyrir allt önnur hljóð- færi. Tónlistin er æðsta listformið og röddin það hljóðfæri sem gengur næst hjartanu í flestum mönnum. Þegar maður er kominn með fjöl- radda tónlist þá verður þetta jafnvel ennþá sterkara. Síðan þegar við bæt- ist söngvari eins og Sigríður Thorla- cius þá nálgast útkoman hættulega mikið fullkomnun í mínum eyrum.“ Má ekki hugsa í miðju lagi Sem fyrr segir spanna lögin á plöt- unni tæplega þrjátíu ára feril. „Elsta lagið á plötunni er „Stolin stef“ sem ég samdi árið 1980 og rataði fyrst inn á plötu 1982 með Nýja kompaníinu. Titillinn er mjög lýsandi fyrir það sjálfstraust sem ég hafði þegar ég var að byrja að semja lög,“ segir Tómas og rifjar upp að lagið hafi hins vegar farið víða og sé til í um fimmtán ólíkum útgáfum listamanna á borð við Mugison og færeyska bassaleikarann Edvard Debess. „Yngsta lagið er „Náungar mínir“ frá árinu 2008 sem kom út á plötunni Trúnó. Það lag samdi ég við kvæði eftir dóttur mína, Kristínu Svövu, og fjallar um það að ná sambandi við annað fólk.“ En hver er galdurinn að góðu sönglagi? „Fyrir mína parta verða lög að hreyfa við mér í byrjun á einhvern hátt og síðan verð ég að detta inn í þau og elta þau til enda. Ég má ekki fara að hugsa tæknilega um lagið í miðju kafi heldur ganga inn í blekk- inguna eða hinn listræna tilbúning án þess að hugsa. Ef tónhöfundi tekst að draga mig þannig til fylgis við sig að ég detti inn í lagið á fyrstu töktunum og hugsi ekkert fyrr en það er búið þá er lagið gott. Ef ég byrja að hugsa um eigindir lagsins, byggingu eða eitthvað annað í miðju lagi þá hentar það ekki fyrir mig. Framan af var ég í lagasmíðum mínum upptekinn af því að flækja hlutina eins mikið og hægt var, með eins mörgum hljómum og tónteg- undum og hægt var og þreifa mig áfram með allskonar nálgun á lög, en þrátt fyrir það lagði ég ávallt áherslu á að laglínan yrði að vera sannfær- andi. Hún varð alltaf að búa yfir ein- hverjum innri rökum sem gerðu hana á sinn hátt rökrétta þótt lagið væri kannski í sex tóntegundum,“ segir Tómas og tekur fram að lögin „Morgunn“ og „Vangadans“ sem standi hlið við hlið á plötunni gefi góða mynd af þeirri breidd sem í lagasmíðum hans megi sjá. Hitasótt sköpunarinnar En hvort kemur á undan, lagið eða textinn? „Það er allur gangur á því. Í raun er algengara að ég semji við kvæði og ég vel því texta sem kveikja í mér. Svo kemur það stundum fyrir að seint og um síðir langi mig að hafa texta og þá oftar en ekki verð ég að leggjast yfir þetta og berja þetta saman af mínum hagyrðingshæfi- leikum. Ég er mjög veikur fyrir góð- um skáldskap og hef lesið mikið af honum, en ég hef ekki eytt lífi mínu í að yrkja þannig að ég keppi ekki við stórskáldin. Textaskrifin kalla á miklu erfiðari fæðingarhríðir hjá mér en lagasmíðar, en þegar ég neyðist til að setja saman texta þá getur það tekið mig vikur eða mán- uði. Þegar maður er að búa til eigin texta fær maður hitasótt sköpunar- innar, allt óöryggið og taugaveikl- unina sem því fylgir,“ segir Tómas og tekur fram að hann hafi aldrei samið lag við eigin texta heldur sé það ávallt öfugt. Á tónleikunum annað kvöld verða lögin leikin í þeirri röð sem þau koma fyrir á plötunni. „Við teljum í og spilum plötuna frá upphafi til enda. Maður á ekki að flækja það sem liggur vel fyrir einfalt. Eftir margan hausverkinn röðuðust lögin svona á plötuna og ég ætla ekki að hrófla við því,“ segir Tómas. Á tón- leikunum koma fram allir ofan- greindir listamenn og kór að því undanskildu að slagversmaðurinn Kristófer Rodríguez Svönuson hleypur í skarðið fyrir Sigtrygg. Að lokum er ekki úr vegi að spyrja Tómas hvað taki við hjá honum að tónleikum loknum. „Mig langar að leggjast út í grasið, horfa upp í him- ininn og velta þeirri spurningu fyrir mér hvað ég eigi nú að taka mér fyr- ir hendur.“ Morgunblaðið/Eggert Raddir „Þetta er fyrst og fremst söngplata,“ segir bassaleikarinn Tómas R. Einarsson um plötuna Mannabörn. Ein- söngvari er Sigríður Thorlacius sem ásamt Sönghópnum við Tjörnina syngur nýjar útsetningar á lögum Tómasar. „Röddin gengur næst hjartanu í mönnum“  Tómas R. Einarsson með útgáfutónleika annað kvöld Kvartett gítarleikarans Jóns Páls Bjarnasonar kemur fram á sumardjasstónleikum veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu í dag kl. 15. Auk Jóns Páls skipa hljómsveitina þeir Óskar Guðjónsson á saxófón, Þórð- ur Högnason á kontrabassa og Magnús Tryggvason Elia- sen á trommur. Þeir munu flytja sígræn djasslög og be- bop. Tónleikarnir, sem standa í um tvær klst., fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu og er aðgangur ókeypis. Kvartett Jóns Páls leikur á Jómfrúartorginu Morgunblaðið/Golli Gítarleikari Jón Páll Bjarnason reynslubolti. Jazzhátíð Reykjavíkur 2014 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 17. ágúst: Tveir fyrir einn „Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar“ í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Natríum sól á Veggnum, Torfhús og tíska á Torgi Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir • Safnbúð og kaffihús Opið í Nesstofu alla daga frá 13-17. Húsasafnið opið víða um land, nánar á heimasíðu Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. Listasafn Reykjanesbæjar DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU Karolína Lárusdóttir 29. maí – 17. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnunarklasinn Maris Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ummerki sköpunar Úrval nýrra verka úr safneign Hafnarborgar Leiðsögn kl. 15 sunnudaginn 17. ágúst Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur listfræðings Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014 LEIÐSÖGN Á ENSKU fimmtudaga kl. 12-12:40 >>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.