Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Már Guðmundsson, sem hefur verið seðlabankastjóri undanfarin fimm ár, hefur verið endurskipaður í starfið til næstu fimm ára. Hann segir í samtali við Morgunblaðið hallast að því að seðlabankastjóri, sérstaklega ef einn maður gegni starfinu, eigi að vera skipaður eitt tímabil. Ekki fleiri. Og viðkomandi ætti að gegna starfinu í sjö eða átta ár. Með þeim hætti sé nýja kerfið í Bretlandi. – Hverjir eru kostirnir við það kerfi? „Kosturinn er sá að það kemur ekki upp þetta með endurskipun í starfið. Þá skapast ekki svona ástand eins og verið hefur á undan- förnum mánuðum hér á Íslandi og hefur skapast sums staðar annars staðar.“ – Hvaða ástand? „Það hefur verið óvissa í nokkra mánuði hvað yrði með þessa skip- un. Það er best að óvissan sé í sem stystan tíma. Ef seðlabankastjóri er skipaður í átta ár og það má ekki endurskipa hann kemur þessi óvissa aldrei upp. Og sjálfstæði þess aðila er miklu meira.“ – Varst þú vongóður um að fá starfið? „Ég velti því ekki mikið fyrir mér. Ég taldi það skyldu mína að bjóða fram starfskrafta mína, eins og ég útskýrði þegar ég sótti um starfið. Bankinn er í miðju kafi í mörgum mjög flóknum verkefnum. Ekki síst, ásamt öðrum stjórnvöld- um, að vinna að losun fjármagns- hafta. Það er snúið. Auk þess þarf að varðveita verð- stöðugleika sem hefur náðst. Það er ekki einfalt. Ég vildi sjá betur til lands í þessum verkum öllum.“ Áhugi á að starfa erlendis Már sagði í fréttatilkynningu, þar sem upplýst var um endur- skipun hans, að hann hefði í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis, „áður en aldursmörk hamla um of“. Hann sagði því óvíst að hann myndi sækjast eftir að sitja áfram ef endurráðið yrði í yfirstjórn bank- ans. – Hvers vegna ertu að upplýsa á þessari stundu að þú munir mögu- lega ekki gegna starfinu í mörg ár til viðbótar? „Ég taldi rétt að gera það vegna þess að það liggur fyrir að endur- skoða á lög um seðlabanka sem getur kallað á breytingar á yfir- stjórn hans. Það gæti kallað á að endurskipað væri í þá stöðu sem ég nú gegni. Þetta var nefnt sérstak- lega í skipunarbréfi ráðherra. Ég taldi því rétt að það kæmi fram að ég gerði mér grein fyrir þessu og gerði engar athugasemdir við það,“ segir Már og nefnir að hann hafi bent á það í leiðinni að fleira geti breyst vegna þess hugar sem hann hafi haft á að skoða, eftir ákveðinn tíma, að hverfa aftur til alþjóðlegra starfa. Már var aðstoð- arframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel í Sviss frá árinu 2004 til 2009. Gott fyrir bankann og landið – Vissi fjármálaráðherra þegar hann framlengdi skipunartímann að þú hefðir áhuga á að vinna erlendis á næstu misserum? „Já, hann vissi að ég hefði hug á að skoða það eftir ákveðinn tíma,“ segir Már. „Ég taldi hins vegar ekki heppilegt að gera það núna. Ég hef verið upptekinn við vinnu. Hef ekki getað skoðað það að neinu gagni og það hefði líka verið mjög erfitt fyrir bankann, tel ég, og kannski að einhverju leyti landið, að skipta um seðlabankastjóra á þessum tímapunkti vegna verkefna- stöðunnar sem ég nefndi áðan.“ – Við hvað langar þig helst að vinna erlendis? „Mér finnst ekki eðlilegt eða tímabært að upplýsa um það að svo stöddu. Þetta er nokkuð sem ég ræði við mína fjölskyldu og aðra.“ – Af hverju viltu ekki ljúka starfsferlinum hjá Seðlabanka Ís- lands? „Auðvitað gæti það farið svo. Því miður er aldurstakmark hjá alþjóðastofnunum. Hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum er það 65 ára og hjá Alþjóðagjaldeyrisbankanum, þar sem ég starfaði, er það 66 ára. Það spilar inn í þetta,“ segir Már, sem er sextugur. Skipa ætti seðlabanka- stjóra í eitt tímabil Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjóri Már Guðmundsson hefur áhuga á að starfa erlendis.  Már Guðmundssson var endurráðinn sem seðlabankastjóri ● Davíð Lúther Sigurðarson hefur keypt hlut PIPAR/TBWA í Silent ehf. og á hann nú félagið að fullu. Silent starfar við gerð kvikmyndaefnis fyrir netmiðla, utanumhald alls kyns viðburða og óhefðbundna markaðssetningu. Davíð var annar af stofnendum fyrirtækisins árið 2011 en PIPAR/TBWA hefur átt meirihluta þess frá árinu 2012. Breytingar hjá Silent                                     ! "#! $"%# %% #! $%"   !$ # &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! $# "% $"#! %! #%! $  $! # # ! #  " "#% $" %%"$ #%# $ $% #% ! $"  Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samanlagt nemur fjárfesting ís- lenskra fyrirtækja í nýsmíðuðum fiski-, flutninga- og þjónustuskip- um rúmum 50 milljörðum króna á síðustu tveimur árum. Þetta kemur fram í greiningu Íslenska sjávar- klasans. Við efnahagshrunið 2008 var fjárfestingarþörf útgerða í nýjum skipum orðin töluverð en í kjölfar hrunsins stökkbreyttist efnahagur sjávarútvegsfyrirtækjanna. Eigin- fjárstaða sjávarútvegsins var nei- kvæð um 80 milljarða króna í árs- lok 2008. Í kjölfarið var ráðist í mikla endurskipulagningu efna- hags margra sjávarútvegsfyr- irtækja og niðurgreiðsla skulda hófst. Um nokkurra ára bil tafðist því nær öll nýfjárfesting í grein- inni. Í árslok 2012 var eiginfjárstaða sjávarútvegsins hins vegar orðin jákvæð um 107 milljarða króna og forsendur til nýfjárfestinga í nýj- um skipum og öðrum framleiðslu- tækjum því gjörbreyttar. „Það var fyrst og fremst þessi efnahagslegi veruleiki sem var þess valdandi að lítið var fjárfest í greininni um nokkurra ára skeið en endurskipulagning skulda og ábatasamur rekstur hefur snúið við fjárhag félaganna og opnað þeim svigrúm til fjárfestinga,“ segir í greiningunni. Fjárfestingarnar endurspegla ekki aðeins aukna fjárfesting- argetu heldur einnig breyttar áherslur fyrirtækjanna, sem nú draga úr vægi sjófrystingar en efla í staðinn landvinnslu sína. Land- vinnslan býður bæði upp á fjöl- breyttari framleiðslu og betri nýt- ingu hráefnis, auk þess sem rekstur frystitogaranna hefur verið þungur undanfarin ár, segir í greiningunni. 11 skip í smíðum fyrir útgerðir Ellefu skip eru í smíðum fyrir ís- lensk útgerðarfélög; níu ísfisk- togarar og tvö uppsjávarskip. Þá fékk Ísfélag Vestmannaeyja nýtt uppsjávarskip, Sigurð, afhent í júlí 2014 og annað nýtt uppsjávarskip, Heimaey, árið 2012. Samanlagt eru þessi 13 skip fjárfesting fyrir um 35 milljarða íslenskra króna. Önnur fjárfesting í sjávarklasanum glæð- ist nú einnig, en Eimskip fékk ný- verið afhent nýtt flutningaskip sem fékk nafnið Lagarfoss. Á næsta ári fær félagið svo annað sambærilegt skip afhent, segir í greiningunni. Það félag sem fyrirferðarmest er í nýfjárfestingum nú er HB Grandi, en félagið er með fimm ný skip í smíðum. Samanlagður kostnaður við þessi fimm skip er um 14 millj- arðar króna, en um er að ræða tvö ný uppsjávarskip af stærri gerðinni og þrjá ísfisktogara. Auk þess hef- ur HB Grandi lokið breytingum á Helgu Maríu, sem nú er orðin ís- fisktogari en var áður frystitogari. Skipafloti HB Granda er kominn nokkuð til ára sinna, en félagið átti fjögur uppsjávarskip, þar af tvö sem byggð voru árið 1960. 50 milljarðar lagðir í ný skip  Fjárfestingarnar endurspegla aukna fjárfestingargetu og breyttar áherslur Fjárfestingar í skipum undanfarin tvö ár Tegund Uppsjávarskip Ísfisktogarar Gámaskip Þjónustuskip 12 milljarðar 21 milljarður 4,5 milljarðar 12,5 milljarðar Fjárhæð Heimild: Íslenski sjávarklasinn Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.