Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 ✝ Kristján Karls-son, skáld og bókmenntafræð- ingur, fæddist 26. janúar 1922 að Ey- vík á Tjörnesi. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk, 92 ára að aldri, 5. ágúst 2014. Foreldrar Krist- jáns voru Pálína Guðrún Jóhann- esdóttir húsmóðir og Karl Kristjánsson alþingismaður. Maki Kristjáns var Elísabet Jónasdóttir bókavörður, f. 8.4. 1922, sem lifir mann sinn. Fyrri maki hans var Nancy Davies, f. 22.10. 1922, d. 21.8. 1949. Kristján útskrifaðist með stúdentspróf frá MA árið 1942. Eftir það hélt hann utan og lauk BA-gráðu í enskum bókmenntum frá University of California í Bandaríkjunum árið 1945 og MA-prófi í sam- anburðarbókmenntum frá Col- umbia University árið 1947. var Kvæði árið 1976, síðan kom Kvæði 81, New York 1983 og Kvæði 84, 87, 90, 91, 94 og 03. Limrur komu út 2005. Einnig skrifaði hann smásagnasafnið Komið til meginlands frá nokkrum út- eyjum sem kom út árið 1985 og ritgerðasafnið Hús sem hreyfist sem kom út árið 1986. Þá liggja eftir Kristján fjölmargar þýðingar og má þar nefna Smásögur eftir William Faulkner 1956. Út- gáfur með ritgerðum eftir Kristján voru meðal annars Ljóðasafn eftir Tómas Guð- mundsson, 1961, Halldór Kilj- an Laxness, 1962, Gunnlaugur Blöndal, 1963, Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness, 1969 og Óbundið mál I-II eftir Einar Benediktsson, 1980-1981, auk fleiri verka. Þá gaf Kristján út tvö viðamikil verk: Íslenskt ljóðasafn I-V, 1974-1978 og Ís- lenskar smásögur I-VI, 1982- 1985. Heildarsafn Kristjáns, Kvæðasafn og sögur, 1976- 2003, kom út 2005 og Kvæða- úrval, 2009. Kristján hlaut Davíðspennann, bókmennta- verðlaun Félags íslenskra rit- höfunda, árið 1991 og verð- laun Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins 1992. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Eftir námið kom Kristján aftur til Íslands og starfaði sem ráðunautur hjá bókaútgáfunni Norðra til ársins 1948 þegar hann hélt aftur til New York. Þar starfaði hann sem bóka- vörður við Fiske- safn við Cornell- háskóla til ársins 1952. Hann fluttist til Íslands að nýju og starfaði við útgáfustörf hjá Bókaútgáf- unni Helgafelli til 1984. Krist- ján starfaði í ýmsum félögum og nefndum, m.a. Íslandsdeild PEN og var formaður hennar 1974-1982. Hann sat í stjórn Hins íslenska bókmennta- félags, var forseti Hins ís- lenska þjóðvinafélags 1984- 1985 og í stjórn Minning- arsjóðs Björns Jónssonar 1985-2000. Kristján gaf út hin ýmsu rit- verk, ásamt því að þýða ótal bækur. Meðal verka eftir hann eru níu ljóðabækur. Sú fyrsta Kristján Karlsson er látinn. Áður en hann lét að sér kveða sem ljóðskáld á miðjum aldri var hann mörgum kunnur sem einn helsti bókmenntafræðingur þjóðarinnar. Kristján var einn af frumkvöðlum nýrýninnar hér á landi og hélt fram sjálfstæð- um heimi skáldverksins, jafnt í umfjöllun sinni um bókmenntir og í frumortum ljóðum sínum. Um það vitna hin fleygu orð hans, „kvæði er hús sem hreyf- ist“; lesandinn þarf ekki að skilja skáldskapinn röklegum skilningi heldur gera sig heima- kominn í honum og njóta hans þannig. Hin léttu tök hans á lífi og list voru aðdáunarverð. Mér fannst hann oft í ræðu og riti eins og drátthagur meistari frá Austurlöndum sem náði að lýsa heiminum með fáum en hnit- miðunum pensilstrokum. Aldrei steig hann þungt til jarðar held- ur leyfði lífi og ljóði að vera það sjálft og anda. Ljóð hans „Eintímanir“ (Kvæði 81) er á þessa leið: Um vind sem að eilífu þýtur við glugga þinn og þrusk hans við sólorpnar dyr: ég heyri hann stöðugt og hærra nú en um sinn yfir vorvind sem heggur nökt hús og hans högg verða dauf loks heyri eg þau stopulla en fyr undir saumsprettuhljóðið af regni sem rásar um lauf; ég þokast í áföngum sumar af sumri til þín meðan sit ég og hlusta kyr. Brátt er ég regnið og vindurinn, vina mín. Kristján var eiginmaður El- ísabetar Jónasdóttur, frænku minnar. Mikil vinátta hefur allt- af verið með þeim og foreldrum mínum, Agli Sveinssyni og Brynju Tryggvadóttur. Við hin í fjölskyldunni höfum notið góðs af því og verið boðin með í mat hjá Kristjáni og Elísabetu sem tóku okkur alltaf eins og höfð- ingjum. Það var mikill heims- borgarabragur yfir þeim hjón- um og þó voru þau ljúf og lítillát. Gaman var að hlusta á þau segja sögur af veru sinni erlendis og þá var eins og fal- lega íbúðin þeirra í fjölbýlishús- inu í Sólheimum ummyndaðist í menningarlegt háhýsi á Man- hattan. Ljóðaflokkur Kristjáns um New York mun lifa eins og margt fleira í skáldskap hans enda var sýn hans á heiminn einstök. Einhverju sinni sendi ég Kristjáni nokkur ljóð sem ég hafði ort og hann bauð mér heim í kaffi. Við spjölluðum um heima og geima og hann gaf mér góð ráð. Meðan á spjallinu stóð fór að hellirigna og það rigndi enn þegar ég bjóst til heimferðar. Kristján tók ekki annað í mál en að ég fengi lán- aða regnhlífina sína og ég man enn hvað mér fannst hún skáld- leg, þessi regnhlíf sem skýldi mér á leiðinni heim. Ég skilaði henni stuttu síðar og fékk þá meira kaffi og fleiri góð ráð. Við ræddum um hafkvæði Einars Ben, kvartetta T.S. Eliots og um einlægni í skáldskap. El- ísabet frænka lagði líka gott til og maður fór alltaf glaður af þeirra fundi. Að leiðarlokum þakka ég fyr- ir samfylgdina og finnst ég rík- ur að hafa kynnst manni eins og Kristjáni Karlssyni. Blessuð sé minning hans. Sveinn Yngvi Egilsson. Kristján Karlsson skáld var til moldar borinn á þriðjudag þrotinn að kröftum. Hans góða kona Elísabet Jónasdóttir hafði vakað yfir honum, því hvað ger- ir maður ekki fyrir þann sem maður elskar. Það var fallegt að sitja hjá þeim um stund þar sem þau biðu þess sem hlaut að verða. Í hálfa öld hafði sambúð þeirra staðið og nú fór henni að ljúka. Vinátta tókst með okkur Kristjáni fyrir réttum fjörutíu árum og varð náin eftir því sem árin liðu. Hann var einstakur maður að allri gerð, fágaður heimsmaður en um leið gróinn Íslendingur, fjölmenntaður en þó um leið sveitastrákurinn frá Eyvík. Bærinn stendur fyrir sunnan og ofan Barminn. Lund- ey og Kinnarfjöllin blasa við og blátt hafið teygir sig til norð- urs. Kristján heillaðist af Einari Benediktssyni og enginn skildi betur hið mikla kvæði Útsæ. Kristján talaði fagurt mál, tilgerðarlaust og blátt áfram; hvert orð yfirvegað og skildist þó ekki til fulls án samhengis ef að er gáð. Öll var ræða hans op- inská og aldrei meinyrt. Orð- ræður hans voru myndríkar og aldrei án litar né húmors. Ég hygg að Kristján hafi byrjað að stauta vísur um leið og hann lærði að tala. Foreldr- ar hans voru vel skáldmælt og faðir hans lét hann botna vísur smástrák. Aldrei fór hann þó með neinn slíkan „barnakveð- skap“ fyrir mig. En víst er af því sem hann skrifaði í Munin, að hann kunni töluvert fyrir sér strax í menntaskóla. Kristján fór vel með kveðskap sinn; þó birtist í Nýju Helgafelli árið 1959 ljóðið „Eftirmáli um Stein“, – sem, ef rétt er lesið, var fyrirboði þess sem í vænd- um var. Sköpunarþörf sinni í bundnu máli virðist hann hafa fullnægt að hluta með því að eiga í bréfaskiptum við Jóhann S. Hannesson vestra, en líklega urðu þeir fyrstir til að spreyta sig á limrugerð á námsárum sínum við Kyrrahafsströnd árin 1942-45. Það gaf limrunni síðan þegnrétt hér á landi að þessir góðu vinir ásamt Þorsteini Valdimarssyni skyldu sníða henni búning sem féll að hinni íslensku skáldskaparhefð. Fyrsta ljóðabók Kristjáns, Kvæði, kom út 1976 þegar hann var 54 ára, og síðan hver af annarri. Það virðist við fyrstu sýn hár aldur til að kveðja sér hljóðs. En þá er hins að gæta, að hann var enginn nýgræð- ingur á sviði bókmennta. Á ár- unum 1942 til 1952 skrifaði hann smásögur og einstaka kvæði á ensku. Hann var einn besti bókmenntarýnir, sem við höfum átt. Föður mínum þótti enginn skrifa betur um Laxness og ég minni á ritgerðasafn hans „Hús sem hreyfist, – sjö ljóð- skáld“. Það er einstök bók. Mér þykir vænst um umfjöllun hans um Einar Benediktsson, Stefán frá Hvítadal og Tómas Guð- mundsson, – það segir kannski eitthvað um mig en ekkert um bókina eða skáldin. Kristján er meðal frumleg- ustu og sérstökustu smásagna- höfunda og ljóðskálda á ís- lenska tungu. Hann sækir yrkisefni sín gjarna til samtíð- armanna sinna eða það rifjast upp fyrir honum atvik eða hálf- gleymt samtal frá liðinni tíð. Hann er myndrænn og ekkert orð sagt sem ekki hefur merk- ingu. Halldór Blöndal. Fyrsta ljóðasafn Kristjáns birtist 1976, en þá var hann nær hálfsextugur. Bókin bar það yfirlætislausa heiti: Kvæði, auk ársetningar, og þannig var um flestar ljóðabækur hans síð- ar. Undantekningin var önnur ljóðabók hans, 1983, hún hét New York, og var líka staðsett þar. Alls urðu ljóðabækur hans níu, sú síðasta kom árið 2003. En svo birtist kvæðasafn hans og sögur tveimur árum síðar, og Kvæðaúrval 2009. Ljóð Kristjáns vöktu þegar mikla at- hygli, og New York var lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það er því al- rangt sem segir í formála Kvæ- ðaúrvals (bls. 12), að ljóð Krist- jáns hafi verið lítils metin, farið fram hjá fólki. Þau eru leikandi létt, heillandi í hrynjandi, grípa andartak myndrænt, og þau eru torskilin, alveg eins og lífið sjálft, erfitt að vita hvað býr innra með fólki. Sama má segja um smásögur Kristjáns, sem verða minnisstæðar. En hér skal ekki um þessi skáldverk fjallað, það var gert í langri grein í Skírni 1985, og er það enn til marks um góðar við- tökur. Kristján var áður kunnur sem bókmenntatúlkandi. Hann gaf út ljóðasöfn Bjarna Thor- arensen, Steins Steinars, Tóm- asar Guðmundssonar og Stef- áns frá Hvítadal, m.a., með góðum inngangi. Kristján var meðritstjóri tímaritsins Helga- fells á 6. áratuginum og birti þar smásögur, frumsamdar og þýddar. Margt þýddi hann og síðar gaf hann út þýðingu sína á smásögum William Faulkner. En mest munar um val hans og umsjón á fimm binda safni ís- lenskra ljóða, frumortra og þýddra, og sex binda íslenskra smásagna, þriggja binda frum- saminna og þriggja þýddra. Þessi merku söfn þyrftu að vera fáanleg ævinlega. Kristján gerði limrusafn, sem ekki er í kvæðasafni hans. Ekki skal ég reyna að skýra hve seint ljóðabækur hans komu, en Kristján var afar hlédrægur og tillitssamur í að segja skoðanir sínar, svo afdráttarlausar sem þær þó voru. Verður mér æv- inlega minnisstætt hve „dipló- matískur“ hann var um verk sem hann þó augljóslega fyr- irleit. Við vorum sjálfsagt ósam- mála um stjórnmál, þau rædd- um við aldrei. En þeim mun meira um bókmenntir og hvað unnt væri að vita með nokkurri vissu, og vorum mjög sammála þar. Kristján var fríður maður og feitlaginn lengstum. Hann var einstaklega kurteis og elskuleg- ur. Andlegt þrek hans var óskert og það var ævinlega mikið, enda þótt líkamanum hrakaði. Og ég veit til þess að Kristján veitti góð ráð ljóðaþýð- anda nýlega. Skáldskapur Kristjáns var mjög sérkennilegur, ég veit engan honum líkan. Og ég held að allt sem frá honum kom verði varanlega í minnum haft, maklega mjög. Ég lýk þessu á ljóði úr síð- ustu kvæðabók Kristjáns (Kvæðasafn og sögur, bls. 333): Þann dag sem fór hjá og ég ætlaði að endurheimta þann dag sem regnið féll þurrt eins og sandur þann dag sem ég sniðgekk eins og spákonu af Ströndum þann dag sem ég flýði og flýr mig í dag eins og pest þann dag sem ég gleymdi um tíma þann dag sem ég gerði ekki neitt þann dag læt ég greypa í stein á leiði mitt. Örn Ólafsson, Árnasafni, Kaupmannahöfn. Ég kynntist Kristjáni Karls- syni árið 2008, þegar ég tók saman úrval ljóða hans, sem kom út ári síðar hjá bókaútgáf- unni Uglu. Skömmu fyrr hafði ég skrifað ritgerð um skáldskap Kristjáns undir handleiðslu Sveins Yngva Egilssonar við ís- lenskudeild Háskólans. Höfund- arverk Kristjáns stendur nokk- uð sér á parti fyrir margra hluta sakir, hvort sem litið er til ljóða hans eða lausamáls. Síð- asta bók Kristjáns, Kvæði 03, er að mínu áliti hans merkasta verk, enda er það oftar en ekki svo að stórir höfundar skrifa sínar allrabestu bækur undir lokin. Ég spurði Kristján nokkrum sinnum hvort hann væri hættur að skrifa. Hann sagðist enn reyna að vinna þeg- ar heilsan leyfði, en honum þætti síðustu ljóð sín skorta nýjabrum. Þá stóð þessi mikli vandvirkni- og nýjungamaður á níræðu. Það var mér sem ung- um rithöfundi dýrmæt lífs- reynsla að fá að kynnast Krist- jáni Karlssyni. Hann ræddi við mig eins og jafningja um bók- menntir, kynnti mig fyrir nýj- um höfundum og þegar sá gáll- inn var á honum rifjaði hann upp skemmtisögur af þeim ís- lensku skáldum og útgefendum sem hann umgekkst sem ungur maður, áður en hann tók að skrifa sín eigin sérstæðu ljóð og birta á miðjum aldri. Þegar tal- ið barst að málefnum líðandi stundar (þetta var skömmu eft- ir hrun) brá aldrei fyrir nos- talgískri eftirsjá eða dómhörku í tali Kristjáns, heldur víðsýnni rökfestu og depurð yfir því að svona skyldi fara. Um vaxandi tilfinningakulda í íslensku þjóð- félagi hafði Kristján orð Davíðs Stefánssonar: Íslendingar einskis meta, alla sem þeir geta. Annað sem ég vil nefna og er mér í raun hve minnisstæðast frá heimsóknum mínum í prent- arablokkina í Sólheimum, er hve innilegt samband þeirra Kristjáns og Elísabetar konu hans var. Fyrir ungan mann var hollt að verða vitni að svo kærleiksríku hjónabandi aldr- aðra hjóna. Ég vil því enda minningarorð mín á þessum ljóðlínum Kristjáns, úr ljóðinu „Úr bréfi til Elísabetar“, um leið og ég votta Elísabetu sam- úð mína. Mig gæti ekki lengur söknuður gítarsins svæft – sefið leggst á slig. Hvort ég hugsi um þig? Ég hugsa alltaf um þig. (Kvæði 94) Magnús Sigurðsson. Kristján Karlsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Davíð útfararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri 551 3485 • udo.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR J. GUÐBJARTSSON, fv. bankaútibússtjóri, Asparfelli 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 13. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Vigdís Guðfinnsdóttir, Marta Loftsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Svava Loftsdóttir, Ásmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.