Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bubbi og Hrafnhildur selja … 2. Íslendingar í Noregi eru vinsælir 3. Allt að 30-40 m/s í hviðum 4. Festist í kynlífsleik í eldhúsinu  Björk: Biophilia Live, heimildar- mynd um síðustu tónleikana í Biophilia-tónleikaferð Bjarkar, í Alex- andra Palace í Lundúnum í fyrra, verður sýnd í Bíó Paradís frá 6. sept- ember nk. og er Ísland fyrsta landið sem tekur myndina til almennra sýn- inga, að því er segir á vef kvikmynda- hússins. Myndin var Evrópufrumsýnd í síðasta mánuði á kvikmyndahátíð- inni í Karlovy Vary í Tékklandi. Björk: Biophilia Live sýnd í Bíó Paradís  Einn þekktasti rannsóknarblaða- maður heims, John Pilger, mun sækja Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, í næsta mánuði. Pilger hef- ur gert hátt í 60 heimildarmyndir og er Þögla uppreisnin (e. The Quiet Mutiny) að öllum líkindum sú þekkt- asta, mynd sem hafði mikil áhrif á viðhorf Bandaríkjamanna til Víet- namstríðsins. Pilger mun sækja mál- þing RIFF, Stríð og frið, og fara yfir flókið samspil fjölmiðla og stríðs- reksturs, eins og segir í tilkynningu. Blaðakonan og leikstjórinn Suha Arraf mun einnig sækja málþingið. Hún er palestínsk að uppruna, býr í Ísrael og hefur fjallað mikið um Hamas-liða í Palestínu. Arraf á m.a. að baki heimildarmyndina Konurnar í Hamas (e. Women of Hamas) frá árinu 2010. RIFF mun frumsýna kvik- mynd eftir Arraf á hátíðinni, Villa Touma, sem fjallar um stöðu kvenna og baráttu þeirra í Palestínu skömmu eftir hernám Ísr- aela. Heimildamynd Pilgers, Ósýnilega stríð- ið (e. The War You Don’t See), verður einnig sýnd á RIFF. Heimskunnir blaða- menn sækja RIFF FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjart með köflum um S- og V-vert landið. Hvessir árla dags fyrir austan en fer að lægja V-til síðdegis á morgun. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast S-lands. Á sunnudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Dálítil væta öðru hvoru NA- og A-til en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 14 stig að deginum. Á mánudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað vestast. Hiti víða 8 til 16 stig, hlýjast S-lands. Leiknismenn láta engan bilbug á sér finna í 1. deild karla í knattspyrnu og eru komnir með níu stiga forskot á næsta lið, ÍA. Pepsi-deildin blasir því við þeim. Skagamenn töpuðu fyrir HK og því eygja HK-ingar von á að kom- ast upp, en þeir eru í 3. sæti, tveimur stigum á eftir ÍA. BÍ/Bolungarvík komst úr fallsæti, á kostnað KV, með mögnuðum sigri. »4 HK eygir von um að fylgja Leikni upp Stjarnan komst í gærkvöld á toppinn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með 2:1-sigri á Val á Hlíðarenda. Arnar Már Björgvinsson var í aðal- hlutverki því hann skoraði fyrra mark Stjörnunnar, lagði upp það síðara og tap- aði svo boltanum í aðdrag- anda marks Vals. Stjarnan er í 1. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki en Valur í 5. sæti. »2 Flest gengur upp hjá Stjörnunni Sannkallaður stórleikur er á dagskrá á Laugardalsvellinum í dag þegar KR og Keflavík leika til úrslita í Borg- unarbikarnum. KR er sigursælast allra liða í bikarnum, en liðið hefur 13 sinnum hampað bikarnum, síðast fyrir tveimur árum. Kefla- vík hefur fjórum sinn- um landað titlinum. »2 Bikarinn í Frostaskjólið eða til Keflavíkur? Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er stundum eins og það hafi gerst í gær. Ekki síst þegar menn hittast til að ræða þennan tíma og rifja upp gömul afrek,“ segir Reynir Vignir, endur- skoðandi og fyrrverandi formaður Vals. Hann var meðal leikmanna 5. flokks Vals sem urðu Íslands-, Reykjavíkur- og haustmeistarar fyrir hálfri öld, en sumarið 1964 lék liðið tólf leiki, vann 11 þeirra og gerði eitt jafntefli. Valsstrákarnir, sem nú eru á sjötugsaldri, flestir fæddir 1952 en nokkrir 1953, hittust í Lollastúku á Valsvellinum í gærkvöldi til að spjalla en einnig til að heiðra Róbert Jónsson, sem þjálfaði í mörg ár með góðum árangri hjá Val og víðar. Á næsta ári segir Reynir að tækifæri sé til að heiðra Lárus Loftsson, sem tók við þjálfun yngri strákanna og gerði þá aftur að Íslandsmeisturum í 5. flokki 1965. Hafa haldið sinni barnatrú Margir strákanna í meistaraliðinu 1964 voru síðar kjarninn í sigursælum meistaraflokki Vals. Sumir þeirra, t.d. Ingi Björn Albertsson og Árni Jón Geirs- son, áttu feður í fremstu röð í boltanum og synir þeirra hafa fetað í fótsporin. Ingi Björn og Hörður Hilmarsson voru atvinnumenn í knattspyrnu um tíma og flestir hafa þeir á einn eða annan hátt komið að störfum fyrir Val. „Menn hafa haldið sinni barnatrú,“ segir Reynir. „Það er ótrúlegt hvað menn muna frá þessum tíma. Tryggvi Tryggvason, sem skoraði bæði mörk Vals í úrslitaleiknum við ÍA í ágúst 1964, lýsti því nýlega fyrir mér hvernig hann skoraði seinna mark- ið í úrslitaleiknum. Hann komst laglega einn inn fyrir vörnina, að eigin sögn, og skaut svo eldsnöggt með tánni, en varnarmaður Skagaliðsins andaði nánast ofan í hálsmál hans,“ rifjar Reynir upp hlæj- andi. Vísir að því sem síðar varð Reynir hélt nákvæmt bókhald og skráði skil- merkilega öll úrslit á þessum árum. „Pabbi gaf mér dagbók í ársbyrjun 1963. Þá var ég búinn að spila fjóra leiki sem átta og níu ára polli og mundi eftir þeim. Þegar keppnistímabilið 1963 byrjaði færði ég leiki sumarsins inn og alla leiki eftir það meðan ég var í þessu. Frá 1964 skráði ég hverjir spiluðu hvern leik og hverjir skoruðu. Þarna eru tölulegar stað- reyndir á blaði og það má kannski segja að þarna hafi verið kominn vísir að því sem síðar varð,“ segir Reynir Vignir, vinstri útherji 1964, sem starfað hef- ur sem endurskoðandi í tæp 40 ár hjá PWC. Eins og það hafi gerst í gær  Valsmenn hittust og rifjuðu upp gömul afrek Ljósmynd/Ragnar Vignir Valsmenn verðlaunaðir Frá Melavellinum í ágústmánuði 1964. Sveinn Zoëga, stjórnarmaður KSÍ og síðar heiðursfélagi Vals, afhendir Íslandsmeistarabikarinn að síðasta leiknum loknum. Efsta röð frá vinstri: Vilhjálmur Kjartansson, Árni Jón Geirsson, Tryggvi Tryggvason, Aron Björnsson, Bergur Benediktsson og Ingi Björn Albertsson. Miðröð: Einar Óskarsson, Reynir Vignir, Hörður Hilmarsson, Gústaf Níelsson og Þorsteinn Helgason fyrirliði. Neðsta röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, Jón Gíslason og Guðmundur Jóhannesson. Baldur Jónsson vallarstjóri fylgist með í glugganum. Morgunblaðið/Eggert Þrenning Frá vinstri: Hörður Hilmarsson, Róbert Jónsson og Reynir Vignir á Valsvellinum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.