Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014
Í lausu lofti Bíddu pabbi, bíddu mín, söng Vilhjálmur, en þessi litli snáði biður ekki um að bíða eftir sér heldur hleypur á fullu svo undir tekur í Kaldadal og svífur í hverju skrefi án þess að detta.
RAX
Undanfarið hefur
verið fjallað í fjöl-
miðlum um samstarf
skipafélaga sem miða
eigi að því að auka
hagræðingu og draga
úr flutningskostnaði.
Bryddaði Páll Her-
mannsson flutninga-
hagfræðingur upp á
þessu í aðsendri grein
í Viðskiptablaðinu
þann 31. júlí sl.
Í frétt í Viðskiptablaði Morg-
unblaðsins 7. ágúst sl. er sagt frá
því að alþjóðleg skipafélög hafi
verið að „samsigla“ í ríkara mæli
til að auka hagræðingu, en hér á
landi standi Samkeppniseftirlitið í
vegi fyrir því að skipafélög með
starfsemi hér á landi geti gert
slíkt hið sama. Haft er eftir upp-
lýsingafulltrúa Eimskips að sam-
keppnisyfirvöld í Evrópu og Am-
eríku hafi lagt blessun sína yfir
slíkt samstarf, en Samkeppniseft-
irlitið á Íslandi líti málið öðrum
augum og þurfi önnur stjórnvöld
því að hafa frumkvæði að málinu.
Samkeppniseftirlitið getur
heimilað samstarf keppinauta
Þessar ályktanir virðast byggð-
ar á einhverjum misskilningi.
Staðreyndin er sú að samkvæmt
15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005
getur Samkeppniseft-
irlitið veitt undanþágu
fyrir samstarfi fyr-
irtækja og/eða sam-
taka fyrirtækja sem
ella væri ólögmætt.
Skilyrði slíkrar
undanþágu eru m.a.
þau að samstarfið
stuðli að bættri fram-
leiðslu eða dreifingu á
vöru eða þjónustu,
veiti neytendum hlut-
deild í ávinningi sem
af samstarfinu hlýst
og veiti hlutaðeigandi fyrirtækjum
ekki færi á að koma í veg fyrir
samkeppni. Að baki þessu býr sú
hugsun að í vissum tilvikum geti
verið nauðsynlegt fyrir efnahags-
lífið og hag neytenda að keppi-
nautar starfi saman á tilteknu af-
mörkuðu sviði.
Samkeppniseftirlitið hefur veitt
undanþágur af þessum toga á
ýmsum sviðum atvinnulífs. Nefna
má að oftar en einu sinni hafa
undanþágur verið veittar fyrir
samstarfi í sjóflutningum. Dæmi
um þetta er ákvörðun nr. 46/2009,
Ósk Hf. Eimskipafélags Íslands og
Samskipa hf. um undanþágu á
grundvelli 15. gr. samkeppnislaga
fyrir samstarfi í sjóflutningum á
milli Íslands og Norður-Ameríku.
Fól samstarfið í sér samning um
að Eimskip flytti fyrir Samskip
ákveðið magn af varningi á ári á
flutningaleiðinni. Var undanþágan
tímabundin, en sambærilegt sam-
starf hefur síðar verið heimilað.
Nánari afstaða verður tekin til
þessa samstarfs í rannsókn á fyr-
irtækjunum tveimur, sem nú
stendur yfir og fjallað hefur verið
um opinberlega.
Í umfjöllun Samkeppniseftirlits-
ins um þessi mál eru sambærileg
sjónarmið lögð til grundvallar og
gilda í evrópskum rétti, að teknu
tilliti til samkeppnisaðstæðna á
hverjum stað. Samkeppnisyfirvöld
í Evrópu hafa haft til rannsóknar
ýmis mál sem varða ólögmætt
samráð í sjóflutningum. Veitt hef-
ur verið almenn undanþága fyrir
skipafélög að vinna saman í hag-
ræðingarskyni. Undanþágan er þó
háð því að viðkomandi félög hafi
ekki meira en 30% markaðs-
hlutdeild í áætlunarsiglingum milli
tiltekinna áfangastaða. Einnig má
samvinnan ekki fela í sér verð-
samráð, markaðsskiptingu eða
samkeppnishamlandi takmörkun á
flutningaframboði.
Án samkeppni skilar
stærðarhagkvæmni sér ekki
til neytenda
Ákallið um aukna stærðarhag-
kvæmni er krefjandi úrlausnarefni
í fjölmörgum málum á vettvangi
Samkeppniseftirlitsins. Í úrlausn-
um sínum leitast Samkeppniseft-
irlitið við að skapa svigrúm til
stærðarhagkvæmni, án þess að
fórnað sé hagsmunum almennings
og neytenda af samkeppni. Þetta
er mikilvægt, því án samkeppni er
hætt við að ábatinn af stærð-
arhagkvæmninni komi einungis
hlutaðeigandi keppinautum til
góða. Neytendur væru síður lík-
legir til að öðlast sanngjarna hlut-
deild í ábatanum. Þvert á móti
væri hætta á að þeir stæðu frammi
fyrir hærra verði vegna minnkandi
samkeppni.
Fjallað er sérstaklega um þetta
í tillögum verkefnisstjórnar sam-
ráðsvettvangs stjórnvalda og at-
vinnulífs um aukna hagsæld, sem
birtar voru í maí 2013 og nálgast
má á www.samradsvettvangur.is.
Þar er bent á mikilvægi stærð-
arhagkvæmni til þess að auka
framleiðni efnahagslífsins. Hins
vegar sé samkeppni veigamesti
einstaki þátturinn til að stuðla að
aukinni framleiðni. Samkeppni
dragi úr sóun og leiði til minni
framleiðslukostnaðar. Til að stuðla
að hámarks framleiðni þurfi að
finna rétt jafnvægi milli sam-
keppni og stærðarhagkvæmni.
Verkefnisstjórnin bendir sér-
staklega á að ábati neytenda af
stærðarhagkvæmni aukist ekki
nema stærðarhagkvæmninni fylgi
samkeppni.
Taka má heilshugar undir þetta.
Lokaorð
Af framangreindu er ljóst að nú-
gildandi samkeppnislög útiloka
ekki samstarf skipafélaga í sjó-
flutningum, eins og lesa má út úr
umfjöllun fjölmiðla. Þvert á móti
gera samkeppnislög ráð fyrir því
að unnt sé að heimila slíkt sam-
starf. Forsenda þess að Sam-
keppniseftirlitið heimili samstarfið
er að hlutaðeigandi fyrirtæki geti
sýnt fram á ábatann og að neyt-
endur og atvinnulífið njóti hans. Í
okkar litla samfélagi er brýnt að
standa vörð um almannahagsmuni
að þessu leyti.
Standi vilji hins vegar til þess
að efna með samstarfi fyrirtækja
til stærðarhagkvæmni sem kemur
einungis hlutaðeigandi fyr-
irtækjum til góða, en skaðar neyt-
endur, þyrfti atbeina stjórnvalda
til þess að breyta samkeppn-
islögum og/eða áherslum Sam-
keppniseftirlitsins sem leiða af
lögunum.
Eftir Pál Gunnar
Pálsson » Í úrlausnum
sínum leitast
Samkeppniseftirlitið
við að skapa svigrúm
til stærðarhagkvæmni,
án þess að fórnað sé
hagsmunum neytenda
af samkeppni.
Páll Gunnar Pálsson
Höfundur er forstjóri Samkeppnis-
eftirlitsins.
Af „samsiglingum“ og stærðarhagkvæmni