Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Samkvæmt upplýsingum frá Fang-
elsismálastofnun afplána nú 112
manns samfélagsþjónustu í stað af-
plánunar í fangelsi. Til samanburðar
afplána nú 146 fangar dóma sína í
fangelsum ríkisins.
Brynja Rós Bjarnadóttir,
umsjónarmaður samfélagsþjónustu
hjá Fangelsismálastofnun, segir að
mikil ánægja ríki með fyrirkomulag-
ið. „Alla jafna gengur þetta framtak
vel. Vinnustaðirnir fá frítt vinnuafl
og dómþolar geta látið gott af sér
leiða. Fangelsisvistin reynist mörg-
um erfið og getur leitt til mikillar
vanlíðunar sem eykur hættu á að
þeir leiðist út í neyslu fíkniefna,“ seg-
ir Brynja Rós og bætir við að dóm-
þolar séu almennt ánægðir með
þennan valkost.
„Kosturinn við samfélagsþjónustu
er að dómþolinn fær að vera með
fjölskyldu og vinum, auk þess að geta
stundað vinnu eða nám. Þannig hefur
þetta uppeldislegt gildi fyrir brota-
manninn og nýtist samfélaginu bet-
ur.“ Brynja Rós segir fyrirkomulagið
einfalt. „Eins mánaðar fangelsis-
dómur jafngildir 40 tímum í sam-
félagsþjónustu. Ef dómurinn er mán-
uður dreifist þjónustan svo á tvo
mánuði og svo framvegis.“
Þegar dómþoli sækir um að fá að
sinna samfélagsþjónustu er farið yfir
umsóknina og ef hann uppfyllir skil-
yrðin fer hann í viðtal hjá stofnuninni
þar sem hæfi hans er metið.
Samfélagsþjónusta kemur ekki til
álita ef almannahagsmunir mæla
gegn því á einhvern hátt. Til að
mynda fá kynferðisafbrotamenn
ekki að sinna samfélagsþjónustu.
Þá er val á vinnustöðum vandað.
„Við skoðum það í þaula, til að
mynda sendum við ekki mann til
vinnu í íþróttahúsi ef hann hefur ný-
lega neytt fíkniefna,“ segir Brynja
Rós og bætir við að störfin séu æði
fjölbreytt. „Við erum í samstarfi við
kirkjur, sambýli, íþróttahús og hjálp-
arstofnanir, þá einkum Samhjálp og
Rauða krossinn.“
Þeir einir geta sótt um að sinna
samfélagsþjónustu sem dæmdir hafa
verið til óskilorðsbundinnar fangels-
isvistar í níu mánuði eða skemur, eða
til greiðslu sektar sem er 60 þúsund
krónur eða hærri.
Hámarksrefsing sem unnt er að
fullnusta með samfélagsþjónustu var
hækkuð úr sex mánuðum í níu mán-
uði árið 2011. Hefur það gefist vel, að
sögn Hafdísar Guðmundsdóttur,
skrifstofustjóra Fangelsis-
málastofnunar. Hún segir að vilji sé
til að hækka hámarksrefsinguna enn
frekar, úr níu í tólf mánuði, og að
unnið hafi verið að frumvarpi þar
sem þetta sé lagt til meðal annars.
„Samfélagsþjónusta borgar sig
margfalt og hefur sannað sig sem
mun betri valkostur en fangelsis-
vist,“ segir Hafdís.
Brynja Rós nefnir kostnaðinn sem
gott dæmi um þetta. „Við erum tveir
starfsmenn sem vinnum við að út-
vega dómþolum vinnu í þágu sam-
félagsins. Á meðan er heilt fangelsis-
kerfi utan um hina sem ekki geta
fengið þennan kost.“
„Samfélagsþjónusta borgar sig margfalt“
112 manns afplána nú samfélagsþjónustu Kostar samfélagið mun minna en rekstur fangelsa
Litla-Hraun Fangelsisvist reynist
mörgum dómþolum mjög erfið.
Þorsteinn Gíslason,
skipstjóri og fv. fiski-
málastjóri, lést á Land-
spítalanum 12. ágúst
sl., 85 ára að aldri.
Þorsteinn fæddist 1.
desember 1928 í Kot-
húsum í Garði, sonur
hjónanna Gísla Árna
Eggertssonar, skip-
stjóra í Kothúsum í
Garði, og Hrefnu Þor-
steinsdóttur.
Þorsteinn tók
kennarapróf frá KÍ
1952, próf frá Stýri-
mannaskólanum í
Reykjavík 1953, stundaði framhalds-
nám í stjórnun og tæknigreinum
sjávarútvegs í Danmörku og Noregi
1975–76 og í Bandaríkjunum 1978
auk þess sem hann sótti fjölda nám-
skeiða í stjórnun og á tæknisviði, hér
á landi og erlendis.
Þorsteinn var kennari í Gerða-
skóla í Garði 1953–54 og skólastjóri
þar 1954–1960. Hann
var stýrimaður og
skipstjóri á sumrin á
tímabilinu 1953–80 og
landsþekkt aflakló,
kennari í Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík
1960–82, varafiski-
málastjóri 1969–83 og
fiskimálastjóri 1983–
93. Þá var Þorsteinn
varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík 1967–71.
Hann hlaut riddara-
kross hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1995
fyrir störf að sjávarútvegsmálum.
Þorsteinn kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Vilborgu
Vilmundardóttur handavinnukenn-
ara, 1. janúar 1954. Þau eignuðust
fjögur börn; Vilmund, Gísla, Hrefnu
Björgu og Þorbjörgu Stefaníu.
Útför Þorsteins fer fram fimmtu-
daginn 21. ágúst kl. 13.
Andlát
Þorsteinn Gíslason, skip-
stjóri og fiskimálastjóri
„Við vildum leyfa innflutning erfða-
efnis á sjö valin bú sem fengju
stöðu einangrunarbúa, ef nokkur
möguleiki væri á. Um það var laga-
leg óvissa og ekki hægt nema Mat-
vælastofnun veitti jákvæða umsögn.
Hún taldi ekki lagaheimild fyrir því
og lögfræðingar ráðuneytisins kom-
ust að sömu niðurstöðu,“ segir Sig-
urður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
um höfnun á beiðni Landssambands
kúabænda um undanþágu til að
flytja inn holdanautasæði til nota í
sumar.
Frumvarp drifið inn í þing
Sigurður tekur fram að alltaf
hefði verið um einskiptisaðgerð að
ræða og jafnframt sé unnið að
undirbúningi lagabreytinga. Hann
segist vilja drífa þetta frumvarp inn
í þingið í haust og vonast eftir já-
kvæðri afgreiðslu þannig að hægt
verði að flytja inn sæði á næsta ári.
Kúabændur hafa lengi barist
fyrir heimild til að kynbæta holda-
nautastofninn til að tryggja rekstur
sérhæfðra kjötframleiðslubúa og al-
mennt að auka framboð af nauta-
kjöti, sem hefur minnkað á sama
tíma og eftirspurn hefur aukist,
ekki síst vegna fjölgunar ferðafólks.
Á meðan hefur innflutningur naut-
gripakjöts stóraukist.
Sigurður Ingi segist skilja
áhyggjur kúabænda út af stöðunni
og hversu langan tíma hefði tekið
að undirbúa málið. Ferlið sem taki
við taki einnig langan tíma, fyrst
meðganga kálfanna og síðan eldi
þeirra upp í sláturstærð.
„Það þarf að tryggja að við
getum dreift erfðaefninu til allra
sem vilja auka nautakjötsfram-
leiðslu. Það er ekki aðeins þessi
aukna eftirspurn, heldur er verðið
sem bændur eru að fá fyrir kjötið
samkeppnisfært við verð í Evrópu-
löndum. Það bendir til að gríðarleg
sóknarfæri séu í nautakjöts-
framleiðslu,“ segir ráðherra.
helgi@mbl.is
Tryggja þarf
dreifingu erfða
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Framleiðsla Myndarlegir kálfar í
uppeldi á íslensku kúabúi.
Ráðherra segir að ekki sé lagaheimild
fyrir því að flytja inn holdanautasæði
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Veiðin er svona upp og niður en al-
mennt séð byrjaði hún mjög illa því
líkt og víða annars staðar var svo
mikil snjóbráð og vatn allan júlí.
Um mánaðamótin fór þetta svo að
ganga betur,“ segir Þröstur Elliða-
son, leigutaki Breiðdalsár og Jöklu,
og bætir við að 50 laxar hafi komið á
land í Breiðdalsá fyrstu vikuna í
ágúst. Veiði í Jöklu, þar sem verið
er að byggja upp laxveiði eftir að
Kárahnjúkavirkjun var tekin í
gagnið, var á sama tíma svipuð.
Aðspurður segir hann greinilega
vanta meiri smálaxagöngur í veiðiár
fyrir austan. „Veiðin hefur verið ívið
meiri eða svipuð og á sama tíma í
fyrra. Árnar enduðu þá í 300 til 400
löxum svo að nú er aðeins meiri
veiði. Þetta eru síðsumarsár og það
er veitt langt inn í september en það
er þó greinilegt að minna er um
smálax en áður.“ Spurður um holda-
far þeirra laxa sem veiðst hafa í ár
svarar Þröstur: „Hann er fremur lé-
legur í holdum en það er ekki bara
hér því þannig er staðan almennt á
landinu. Það eru greinilega einhver
fæðuskilyrði í sjó sem hafa áhrif á
þetta.“
Vantar vatn í Hrútafjarðará
Þröstur, sem einnig er leigutaki í
Hrútafjarðará, segir veiði þar hafa
byrjað vel. „Þar var stórlax og
ágætlega gott vatn, svo að júlí var
alveg ágætur. Núna vantar hins
vegar vatnið og smálaxagöngur. Ef
það kæmi eitthvert vatn myndi
þetta taka fljótt við sér aftur,“ segir
hann.
Helmingurinn er stórlax
Einar Lúðvíksson, umsjónar-
maður Eystri-Rangár, segir veiði á
Suðurlandi hafa gengið sæmilega í
ár. „Það verða þó engin met slegin
þetta árið,“ segir Einar og bætir við
að góð veiði hafi verið í Eystri-
Rangá í fyrradag, en þá komu 57
laxar á land. „Helmingurinn af því
sem komið er er stórlax og smálax-
inn er alveg þokkalegur líka, svo að
ég get ekki verið annað en sáttur
miðað við landið í heild,“ segir hann.
Veiði í Skjálftavatni í Kelduhverfi
í Norður-Þingeyjarsýslu nýtur sí-
vaxandi vinsælda bæði meðal ís-
lenskra og erlendra veiðimanna.
Hafa margir veiðimenn glímt við
væna silunga í vatninu í sumar, en
eins og fram hefur komið veiddist
þar ein stærsta bleikja í manna
minnum. Var bleikjan 80 cm löng og
16 punda þung.
Eins og þekkt er í stöðuvötnum
leitar bleikjan í kaldar uppsprettur
og hafa veiðimenn því lent í æv-
intýrum á slíkum stöðum í Skjálfta-
vatni. Þá setja menn iðulega í all-
margar og vænar en inni á milli eru
einnig afar vel haldnir urriðar.
Engin met þetta árið
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
Blanda (14)
Eystri-Rangá (18)
Ytri-Rangá & Hólsá, v. (20)
Miðfjarðará (10)
Þverá-Kjarrá (14)
Norðurá (15)
Laxá á Ásum (2)
Selá í Vopnafirði (7)
Haffjarðará (6)
Laxá í Aðaldal (18)
Vatnsdalsá í Húnaþingi (7)
Hofsá og Sunnudalsá (10)
Elliðaárnar (6)
Víðidalsá (8)
Laxá í Kjós (10)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama tíma
Staðan 13. ágúst 2014
2013 2012
2.229
2.386
2.501
2.226
2.467
2.683
753
1.052
1.615
697
743
*
942
519
672
823
1.935
2.237
971
585
771
154
1.102
904
331
219
651
736
219
351
1.681
1.608
1.146
1.035
941
780
718
677
620
617
425
391
387
370
350
Morgunblaðið/Einar Falur
Viðureign Þorsteinn J. Vilhjálmsson glímir við spikfeitan urriða á einum af bestu veiðistöðum Skjálftavatns.
Víða hefur
verið skortur á
smálaxagöngum