Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Alþjóðlega bókmenntahátíðiní Edinborg stendur nú yfirog margt er um dýrðir nema hvað, upplestrar og uppá- komur í massavís en miðstöð hátíð- arinnar er á Karlottutorgi rétt of- an við Prinsastræti. Barnabókmenntum eru gerð ríku- leg skil á hátíðinni og einn af upp- lesurum var Aidan Moffat en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið annar helmingur Arab Strap sem er ein rómaðasta neðanjarð- arsveit Skota. Las hann upp úr nýrri barnabók sem hann mun gefa út í haust en hún kallast The Blue Lavender Dress. Glasgow-gaur Moffat gekk í salinn, Glasgow- gaurinn sem hann er, í lögskip- uðum indí-strigaskóm og stutt- buxum. Skeggið, gráslikjað, ber hann af miklum myndarbrag og hann leit barasta vel út með fjörugt blik í auga. Mikið vatn hefur runn- ið til sjávar síðan hann og félagi hans Malcolm Middleton hjuggu til hið kaldhamraða, raunhyggjulega neðanjarðarpopprokk sem var ein- kenni Arab Strap og munaði þá ekki síst um frábæra texta Moffat, þar sem hann dró upp sterkar, skýrar myndir af grátbroslegri öm- urð með einni eða tveimur setn- ingum. Það gengur hægar á bjór- kippuna í dag getum við sagt en ekkert sér hins vegar á orðfiminni, eins og heyra mátti er hann þuldi söguna upp utanbókar fyrir fullum sal af foreldrum og börnum á aldr- inum 3 til 10 ára. Sagan fjallar um Mabel litlu, sem á sér enga ósk heitari en að eignast nýjan kjól fyr- ir væntanlegt jólaball. Moffat svar- aði spurningum úr sal í sögulok en einnig fékk ungviðið að spreyta sig á litaleik þar sem átti að lita/hanna kjól á nefnda Mabel. Höfundurinn skoðaði myndirnar vandlega og hafði meira að segja dreift tússlit- unum sjálfur í upphafi. Moffat var gefandi og glaður og mjög svo náttúrulegur í þessu umhverfi Aidan og ungviðið Gáski Aidan Moffat er glúrinn textasmiður og nú nýtir hann sér þá guðsgjöf til barnabókaskrifa. enda orðinn faðir sjálfur og voru börnin hans tvö á staðnum. Afasaga Það er síst nýlunda að tónlist- armenn leggist í barnabókaskrif. Madonna, Bubbi, Dolly Parton og Paul gamli McCartney hafa m.a. gefið út slík rit. Gæðin eins misjöfn og höfundarnir eru margir; Court- ney Love á víst að hafa gefið út einhverja skelfingu á meðan Colin Meloy, kenndur við The December- ists, á að hafa landað meist- arastykki í þeim fræðunum. Í spurningatímanum kom ýmislegt athyglisvert fram, t.a.m. er sagan í raun ekki Moffats heldur hefur hún gengið mann fram af manni í fjölskyldunni og var það afi hans sem var vanur að segja honum hana. Hann snikkaði síðan ýmislegt til og kom henni í nútímabúning ef svo mætti segja. Það var þá líka ástæða fyrir fumlausum flutn- ingnum en Moffat hefur flutt sög- una reglulega undanfarin ár á tón- leikum og sent mannskapinn rólegan út í nóttina eins og hann orðaði það, kíminn bæði og ker- skinn. Sagan er haganlega mynd- skreytt af Emmeline Pidgen, ung- um og upprennandi teiknara og barnabókahöfundi, en upprunalega stóð til að sagan yrði skreytt af Bandaríkjamanni sem hefur unnið við ofurhetjusögur á borð við Su- perman og Batman (nafn hans kom ekki fram). Þegar botninn datt úr því, sökum tímaskorts hjá þeim höfundi, fór Moffat inn á sitt elsk- aða Tíst og auglýsti þar eftir teikn- ara. Emmeline gaf sig þar fram innan fimm mínútna. Örendi Moffat hefur verið með mörg járn í eldi allt síðan Arab Strap þraut örendi árið 2006. Hann gaf lítið upp um framhald á þessu svið- inu, hann fengi stöðugt alls kyns hugmyndir og ekki nema brota- broti af þeim væri hrint í fram- kvæmd. Barnabókaskrif þurfa því ekki að koma sérstaklega á óvart frekar en hvað annað, Moffat sann- aði sig sem mikinn mann orðsins er hann vann með Arab Strap og að vera laus við múl hljómsveitar virð- ist henta honum vel sköpunarlega. Það að hann veiti þessari náð- argáfu sinni inn á sem flesta geira af því taginu sýnist óskaplega eðli- legt. Hvet fólk t.a.m. til að tékka á Tístinu hans, en orðheppni hans þar er slík að hann gæti endað á auglýsingastofu ef hann passar sig ekki. »Mikið vatn hefurrunnið til sjávar síðan hann og félagi hans Malcolm Middle- ton hjuggu til hið kald- hamraða, raunhyggju- lega neðanjarðarpopp- rokk sem var einkenni Arab Strap  Aidan Moffat, fyrrverandi söngspíra Arab Strap, gefur út barnabók  Flutti söguna á Bókmenntahátíð Edinborgar Sýningin Sniffer verður opnuð í dag kl. 15 í Listasafni ASÍ. Á henni sýna Erica Eyres og Sigga Björg Sigurð- ardóttir innsetningu sem þær hafa unnið í sameiningu en hluta verk- anna unnu þær þó hvor í sínu lagi. Innsetningin samanstendur af teikn- ingum, þrívíðum verkum og mynd- böndum sem saman mynda marg- radda frásögn, sögu Sniffers, lánlausrar útgáfu af Oliver Twist, söguhetju Charles Dickens, eins og segir í tilkynningu. „Sniffer er fædd- ur í júní og því dæmigerður tvíburi. Ungur var hann yfirgefinn af for- eldrum sínum og eyddi æskuárunum einsamall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Sniffer er klofinn persónuleiki (algengur kvilli hjá fólki í tvíburamerkinu) sem veld- ur honum ómældum erfiðleikum og sársauka þegar hann reynir að finna sinn stað í tilverunni. Hver er Snif- fer? Hvaðan kemur hann? Og hvað er hann búinn að gera við þetta hús?“ segir í tilkynningu um sýn- inguna sem verður opin alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Eyres og Sigga hafa gefið út litla bók með teikningum og textum sem varpa ljósi á ömurlega ævi söguhetjunnar, í tilefni af sýningunni. Sniffer Kynningarmynd fyrir sýninguna Sniffer í Listasafni ASÍ. Hver er Sniffer? EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín!" -Guardian "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 16 16 L L L 12 14THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 5 - 8 - 10:35 (P) LUCY Sýnd kl. 6 - 8 - 10 NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 2 - 3:55 PURGE Sýnd kl. 10:20 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 AÐ TEMJA DREK... 2D Sýnd kl. 2 - 5 TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 1:50 POWERSÝNING KL. 10:35 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Jet LI Harrison FORD Mel GIBSON Arnold SCHWARZENEGGER Terry CREWS Kellan LUTZ Ronda ROUSEY Glen POWELL Robert DAVI Sylvester STALLONE Jason STATHAM Victor ORTIZ Kelsey GRAMMER Dolph LUNDGREN Wesley SNIPES Antonio BANDERAS Randy COUTURE ÍSL. TAL ÍSL. TAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.