Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Páll Sigurðsson, Sauðkrækingur, hefur starfað sem kennari ílagadeild Háskóla Íslands í 41 ár. Hann lauk embættisprófi ílögfræði árið 1969 og fór hann þá í fjögurra ára framhalds- nám í Noregi og Þýskalandi. Hann sneri heim sumarið 1973 og hóf dósentsstörf við Háskóla Íslands strax um haustið. Seinna varð hann prófessor og hefur gegnt þeirri stöðu síðan, þar til hann lætur af störfum núna, orðinn 70 ára. Páll efast um að aðrir hafi verið lengur í samfelldu starfi við Háskóla Íslands en hann sjálfur. Páll ætlar í Grímsborgir í Ölfusi með eiginkonunni á afmælis- deginum, en þar ætla þau að hafa það huggulegt í eina nótt. Þegar Páll les ekki lögin málar hann og les þjóðleg fræði. „Ég les mikið af þjóðlegum fræðum og síðan mála ég í frítíma mínum. Ég hef haldið sýningar og slíkt í gegnum tíðina en ég hef ekki sinnt því áhugamáli nægilega vel. Mig langar til að byrja að mála aftur af viti og sjá hvort ég er dauður úr öllum æðum,“ segir Páll, sem hefur málað í frístundum sínum alla tíð frá því að hann var barn. Þá ætlar hann að verðlauna sig með ferð til Kanada. „Svo ætla ég til Kanada í tíu daga og taka því rólega. Þetta eru svona smá verð- laun til sjálfs mín vegna stórafmælisins.“ Páll á tvö börn, þau Ólaf og Önnu Sigríði, en hann er giftur Sig- ríði Ólafsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara. isb@mbl.is Páll Sigurðsson er 70 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frístundamálari Mig langar til að byrja að mála aftur af viti og sjá hvort ég er dauður úr öllum æðum,“ segir Páll, sem er sjötugur í dag. Lagasnillingur og frístundamálari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þær Filippía Þóra Jónsdóttir og Kristín Dís Karls- dóttir héldu tombólu á Eyr- arbakka. Þær söfnuðu 2.585 kr. og færðu Rauða krossinum ágóðann. Hlutavelta A nna Rebekka fæddist á Akureyri 16.8. 1954 og ólst þar upp: „Ég bjó í Víðimýri á Brekkunni. Það var lífleg gata með stórum krakkaskara sem kom sam- an á kvöldin til að fara í „slábolt“. Þá færðu foreldrar bílana sína svo við gætum leikið okkur. Ég ólst einnig upp í miklum íþróttaanda en pabbi var á kafi í íþróttastarfinu og var reyndar um tíma formaður KA. Ég held að ég hafi prófað flestar íþróttagreinar sem boðið var upp á í bænum en fór þó mest á skíði og geri það enn.“ Anna var í Barnaskóla Akureyr- ar, Gagnfræðaskólanum, lauk stúd- entsprófi frá MA 1974, útskrifaðist frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1976 og lauk prófum frá KHÍ 2004. Þá hefur hún sótt fjöldamörg námskeið í íþróttafræð- um, dómaranámskeið í fimleikum og sinnt starfstengdu námi af ýms- um toga. Anna hefur kennt við Grunnskóla á Akureyri frá 1976. Hún sinnti skíðakennsla við Skíðaskólann í Hlíðarfjalli 1976-79, vann við Íþróttaskóla fyrir börn sumrin 1977-79, var þjálfari í frjálsum íþróttum á sumrin hjá KA 1976-78, stofnaði, ásamt Þresti Guðjónssyni, Fimleikaráð Akureyrar, var yf- irþjálfari þar 1977-88, oft far- arstjóri þar í keppnisferðum og sat í stjórn Fimleikaráðs 1980-88, sinnti danskennslu hjá gömlu- dansaklúbbnum Sporinu 1977-82, vann í Dynheimum og var þá m.a. með gömludansanámskeið fyrir unglinga, stjórnaði sýningahópum unglinga og fullorðinna í dansi sem sýndu víða á Norðurlandi, sinnti sundkennslu á sumarnámskeiðum á Akureyri og Dalvík 1984-85 og kenndi líkamsrækt fyrir konur 1994-2011. Anna fór fyrir Kjarnakonum, hlaupahópi kvenna á Akureyri Anna Rebekka Hermannsdóttir kennari á Akureyri – 60 ára Skíðaparadís Anna Rebekka með fjölskyldunni í glampandi sól í Hlíðarfjalli sem hún þekkir eins og lófann á sér. Orkukona á Akureyri Í garðinum Þau eru mörg handtökin í garðinum sem er heill hektari að stærð. Matthías Matt- híasson, raf- virkjameistari, Sléttuvegi 23, er níræður í dag, 16. ágúst. Hann heldur upp á afmæli sitt með nán- ustu ættingjum. Árnað heilla 90 ára – með morgunkaffinu Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Opið: 8 :00 - 18 :00 mánud .– fimm tud., 8:00 - 1 7:00 fö stud, bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.